Morgunblaðið - 27.03.2019, Page 6

Morgunblaðið - 27.03.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Hin árlega Boðsundskeppni grunn- skólanna var haldin í Laugardals- laug um hádegisbilið í gær. Ríkti þar mikil gleði og góð stemmning meðal keppenda, en þetta var í sjötta sinn sem keppnin var haldin. Ingibjörg Helga Arnardóttir, framkvæmdastjóri Sundsambands Íslands, segir að þetta sé stærsta keppnin sem haldin hafi verið til þessa, en 648 sundkappar úr 41 skóla létu til sín taka að þessu sinni. Keppt er í tveimur aldurs- flokkum og varð Hraunvallaskóli hlutskarpastur í flokki 5.-7. bekkj- ar, en keppendur skólans komu í mark á tímanum 1:59,37. Hagaskóli varð svo efstur í flokki 8-10. bekkjar með sundtímann 1:46,94 en þetta var þriðja árið í röð sem Hagaskóli vinnur til gull- verðlauna á mótinu. Ingibjörg segir að keppendur hafi verið mjög ánægðir með mótið í ár, og keppnin sé klárlega komin til að vera. Þetta hafi verið byggt upp jafnt og þétt á síðustu sex árum og sífellt bætist fleiri skólar í hóp þeirra sem taki þátt. Líf og fjör í Laugardalslauginni í Reykjavík Boðsundið komið til að vera Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sundkeppni Áhuginn var mikill, innan laugar sem utan, á því sem fram fór í Boðsundskeppni grunnskólanna í gær og spenna á sundlaugarbakkanum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Kjarasamningsviðræður eru hafnar hjá aðildarfélögum okkar og þeim miðar ágætlega. Hins vegar er auð- vitað horft til þess hvað gerist á al- menna markaðnum. Markmiðið er alltaf að kjarasamningur taki við af kjarasamningi en það er ólíklegt að það hafist úr þessu. Það hefur hins vegar verið lagður aukinn þungi í viðræðurnar og við höfum haldið góðum takti,“ segir Sonja Ýr Þor- bergsdóttir, formaður BSRB. Kjarasamningar fjölmargra opin- berra starfsmanna renna út um helgina. Um 21 þúsund félagsmenn eru innan BSRB og er því mikið undir. Auk viðræðna aðildarfélaga BSRB við viðsemjendur, ríki, borg og Samband íslenskra sveitarfélaga, hefur BSRB verið falið að semja um ýmis mál. Þar á meðal er stytting vinnuvikunnar, jöfnun launa milli markaða og launaþróunartrygging. „Síðan erum við að horfa til starfs- umhverfisins í heild sinni. Það sýnir sig að veikindafjarvera og kulnun er meiri á opinbera markaðnum en annars staðar, þótt þetta sé reyndar landlægt. Ástæður þess má að mörgu leyti rekja til starfsumhverf- isins og aðstæðna. Við krefjumst þess að gripið verði til aðgerða til að fyrirbyggja þann vanda. Það má til að mynda gera með því að skoða mönnun á vinnustöðum. Það er mikilvægt að vinnustaðir séu ekki alltaf reknir á lágmarksmönnun,“ segir Sonja Ýr. „Við höfum tekið þátt í þessu sam- tali vinnumarkaðarins við stjórn- völd. Það hefur sitthvað gagnlegt komið út úr því sem sátt er um, til að mynda um félagsleg undirboð, um lengingu fæðingarolofs og um hús- næðismál. Við hjá BSRB og ASÍ höf- um hins vegar lagt áherslu á að það komi annað og meira fram í skatta- tillögunum. Við viljum að breytingar þar gagnist betur þeim launalægstu, að þær fari ekki upp allan stigann.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður BHM, sem hefur yfir 14 þús- und félagsmönnum að ráða, segir að fulltrúar félagsins séu byrjaðir að funda með viðsemjendum. „Það er gangur í fundarhöldum en of snemmt að segja til um hvaða ár- angri það skilar. Við erum ekki kom- in það langt,“ segir hún. Þórunn segir enn fremur að nú sem fyrr sé aðalkrafa BHM og aðildarfélaga að háskólamenntun sé metin til launa. Aukinn þungi lagður í viðræðurnar Morgunblaðið/Hari Allir um borð Kjarasamningar á opinbera markaðnum losna brátt, en margir samningar renna út um helgina.  Kjarasamningar á opinbera markaðnum renna út um mánaðamót  Viðræður hafnar hjá BSRB og BHM en horft er til þess hvað gerist á almenna markaðnum  Um 21 þúsund félagsmenn innan BSRB „Þetta gefur mönnum von um að botn- inum sé raunverulega náð og skinnin muni ef til vill halda áfram að hækka. Verðið er samt enn langt undir fram- leiðslukostnaði,“ segir Einar Eðvald Einarsson, formaður Sambands ís- lenskra loðdýrabænda. Loksins kom líflegt uppboð hjá Danska uppboðshús- inu þar sem íslenskir minkabændur selja skinn sín, eftir langvarandi mark- aðsbrest. Marsuppboðinu lauk í gær. Margir kaupendur komu, fleiri en á síðustu uppboðum, og öll framboðin skinn seld- ust. Er það mikil breyting því uppboðs- húsið hefur ekki náð að selja upp á síð- ustu uppboðum. Verðið er að meðaltali um 3% hærra en á uppboðinu í janúar. Skýringin á líflegra uppboði er að heimsframleiðsla á minkaskinnum hefur minnkað mikið og telja kaup- endur í Asíu og víðar hættu á að þeir fái ekki öll þau skinn sem þeir þurfa í framleiðsluna. Haft er eftir Jesper Lauge Christensen, forstjóra upp- boðshússins, að uppboðið nú sé fyrsta merki um viðsnúning á markaðnum. Hrun í minkarækt Verðlækkun og erfiðleikar á skinnamörkuðum hefur haft mikil áhrif hér á landi. Greinin hefur hrunið. Nú eru aðeins 10 minkabú eftir með um 15 þúsund læður sem er þriðjung- ur af því sem var fyrir fimm árum. helgi@mbl.is Telja líkur á að botninum í skinnaverði sé loks náð  Öll skinn seldust og 3% verðhækkun á danska uppboðinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Uppboð Meiri stemning er nú í upp- boðssalnum í Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.