Morgunblaðið - 27.03.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 27.03.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Barátta Wow, upp á líf og dauða,er þungbær þeim sem fylgjast með úr fjarlægð og hvað þá fyrir mannskapinn sem í eldlínunni stendur og þá sem eiga afkomu sína undir. Jafnvel þeir, sem iðuðu af til- hlökkun vegna verkfalla í ferða- þjónustu, ungri grein og brot- hættri, virtust fá örtengingu við veruleika lífsbarátt- unnar, um skamma hríð.    Sú rann þó fljóttaf, afgreidd með yfirlýsingu um að erfiðleikar „kap- ítalskra“ fyrirtækja væru annarra mál. Sú veruleikafirring veit ekki á gott fyrir ólánsama umbjóðendur for- ingjanna. Afkoma launamanna ræðst af því hvort fyrirtækin séu réttum megin við strikið í rekstr- inum.    Verkföll geta ekki knúið Wow tilað fljúga eða hækka laun. Það hefur ekki farið fram hjá fólkinu í landinu að launþegafélögum stjórn- ar nú fólk sem áttar sig ekki á hvað- an það fé kemur sem endar í launa- umslaginu. Þeirra haldreipi eru frasar sem algengir voru um miðja síðustu öld og reyndust öllum til bölvunar.    Fari Wow um koll missa um1.000 manns vinnuna eins og hendi sé veifað. Og í kjölfarið munu störf enn stærri hóps verða ótrygg.    Hótanir um verkföll og til-hlökkun yfir því ástandi hafa þegar grafið undan og flýtt fyrir efnahagslegum afturkipp og minnkandi kaupmætti á næstu árum.    Dægrastytting þessara „forystu-manna“ er þegar orðin dýr- keypt og fer dagversnandi. Kexruglaðar klisjur STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með ís- lensku léni til lögreglu og farið fram á að vefnum verði lokað. Á vefnum eru auglýst til sölu bæði ólögleg fæðubótarefni og lyf að því er fram kemur í frétt á vef MAST. Rétthafi lénsins er skráður í Mið-Ameríku, en vefleit gefur til kynna starfsemi í Ástralíu. Varar MAST í fréttinni við viðskiptum við vefinn www.roidstop.is, sem og neyslu fæðubótarefna og lyfja sem vefurinn segist selja. Er neytend- um jafnframt bent á að vera ávallt á varðbergi er kemur að kaupum á fæðubótarefnum og lyfjum á net- inu. Á vef roidstop eru til sölu hættu- leg efni, s.s. DNP og Nootropics. Nýlega féll dómur í Bretlandi vegna dauða ungrar stúlku sem neytt hafði DNP og hlaut sölu- maðurinn sjö ára fangelsisdóm fyr- ir manndráp af gáleysi. Þá leikur grunur á að nýlegt andlát einstak- lings hér á landi megi rekja til inn- töku á Noontropics (tianeptine). MAST barst ábending um vefinn í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF). MAST kærir sölu fæðubótarefna  Rétthafi lénsins roidstop.is skráður í Mið-Ameríku en starfsemi í Ástralíu Fæðubótarefni Vefsíðan roid- stop.is hefur verið kærð til lögregl- unnar af MAST og Lyfjastofnun. Liðnar eru þrjár vikur frá síðasta hugsanlega smiti og telur sótt- varnalæknir að líklegast hafi tekist að stöðva faraldurinn að þessu sinni, að því er fram kemur á vef landlæknis. Fjórir einstaklingar hafa greinst með staðfesta mislinga og þrír aðrir með svokallað væga mislinga (e. modified measles), en það eru bólu- settir einstaklingar sem hafa kom- ist í tæri við smitaðan einstakling. Þessir einstaklingar fá vanalega væg einkenni og smita ekki aðra. Einnig hafa nokkrir einstaklingar greinst með væg mislingalík ein- kenni í kjölfar bólusetninga en slík einkenni eru ekki alvarleg og þessir einstaklingar smita ekki aðra. Börn bólusett aftur Börn verða bólusett aftur sam- kvæmt fyrri áætlun við 18 mánaða og 12 ára aldur. Ekki er talin ástæða nú til að bólusetja börn yngri en 18 mánaða nema við sér- stök tilefni, eins og þegar ferðast skal til landa þar sem tíðni mislinga er há. Óbólusettir einstaklingar á aldrinum 18 mánaða til 49 ára eru áfram hvattir til að láta bólusetja sig. Þær aðgerðir sem ráðist var í til að stöðva útbreiðslu mislinga hér á landi tókust mjög vel þökk sé starfsmönnum heilbrigðisstofnana og almenningi. Frá því að fyrsta til- fellið greindist hér á landi um miðj- an febrúar hafa um það bil 6.749 einstaklingar verið bólusettir, 3.415 eru á aldrinum 0-17 ára, þar af 2.718 börn undir 18 mánaða aldri, og 2.572 á aldrinum 18-49 ára. Hætta á mislinga- smiti líklega að baki  Fjórir með stað- festa mislinga og þrír með vægt smit Morgunblaðið/Hari Bólusetning Líklega er mesta hættan liðin hjá með mislingasmit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.