Morgunblaðið - 27.03.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is
Frábær ending
Léttvínsglös
úr hertu gleri
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Yngvi Harðarson, hagfræðingur og
framkvæmdastjóri Analytica, segir
vísbendingar um að verð flugmiða til
og frá Íslandi muni hækka á næst-
unni. Afkoma Icelandair og einkum
WOW air bendi enda til að verð flug-
miða hafi verið
ósjálfbært.
Yngvi segir
greiningu Analy-
tica benda til að
hærra flugmiða-
verð muni hafa
marktæk áhrif á
eftirspurn eftir
ferðum til og frá
Íslandi. Vegna
þessara áhrifa sé
útlit fyrir mun hægari vöxt ferða-
þjónustu en á síðustu árum. Vegna
vægis ferðaþjónustu í hagkerfinu sé
líklegt að framlag greinarinnar til
hagvaxtar á næstu árum verði því
minna en verið hefur. Hagkerfið sé
að fara í hægari vöxt.
Greining á millilandafluginu
Analytica vann í haust greiningu á
áhrifum farmiðaverðs í flugi á eftir-
spurn í millilandaflugi.
Greiningin var birt sem viðauki
með skýrslu starfshóps á vegum
samgönguráðuneytisins um framtíð
innanlandsflugs á Íslandi.
Nánar tiltekið mat Analytica áhrif
flugfargjalda á eftirspurn eftir milli-
landaflugi um Keflavíkurflugvöll.
Fyrirtækið skoðaði áhrif flugfar-
gjalda á fjölda skiptifarþega og
fjölda erlendra ferðamanna sem
heimsækja landið. Benti greiningin
til að flugfargjöldin hefðu mikil áhrif
á þessar tvær stærðir. Hækki flug-
fargjöldin fækkar skiptifarþegum og
erlendum ferðamönnum og öfugt.
Þetta gerist þó ekki samstundis
heldur með nokkrum tímatöfum.
Telur Yngvi að áhrifin eigi eftir að
koma fram.
Greiningin er rifjuð upp í tilefni af
rekstrarerfiðleikum Icelandair og
WOW air. Telur Yngvi tíðindi síð-
ustu vikna renna stoðum undir að
verð flugmiða hafi í einhverjum til-
vikum verið undir kostnaðarverði.
Með hliðsjón af erfiðri stöðu flug-
félaganna muni þau ekki lengur geta
selt flugmiða á slíku verði. Með því
verði Ísland dýrari áfangastaður.
Á móti komi að veiking krónu geti
gert ferðalagið til Íslands hagstæð-
ara í erlendri mynt en áður var. Það
geti meðal annars stuðlað að því að
eitthvað fleiri „tengifarþegar“ eigi
hér stutta dvöl.
Yngvi bendir á að næmi erlendra
farþega fyrir hækkandi farmiða-
verði sé meira en hjá innlendum far-
þegum. Erlendir farþegar geti enda
valið önnur flugfélög á leið yfir hafið.
Innlendir farþegar séu hins vegar
háðari íslensku flugfélögunum um
samgöngur til og frá landinu.
Hærra flugmiðaverð
muni slá á eftirspurn
Framkvæmdastjóri Analytica bendir á söguleg gögn
Flugfargjöld og fjöldi skiptifarþega*
Ársbreyting í fjölda skiptifarþega og fl ugfargjöld 24 mán. áður**
60%
40%
20%
0
-20%
-40%
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Fjöldi skiptifarþega
Flugfargjöld
*Í millilandafl ugi um Kefl avíkurfl ugvöll
**Jafnað með sk. Hodrick-Prescott síu
Heimild: Analytica
Yngvi
Harðarson
Ingólfur Bender, aðalhagfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins, segir
að flugfargjöld þurfi líklega að
hækka. „Sérstaða ferðaþjónust-
unnar hér á landi í samanburði
við slíka starfsemi í öðrum lönd-
um er hvað hún reiðir sig mikið á
flug. Sjálfstæð uppspretta fjölg-
unar ferðamanna hér á landi síð-
ustu ár hefur því verið tíðari flug-
ferðir til fleiri áfangastaða í
heiminum. Hins vegar hefur það
verið að ferðamenn geti flogið
hingað á hagstæðu verði. Þessir
þættir skipta miklu máli í ákvörð-
unum ferðamanna um að koma
hingað. Vandræði flugfélaganna
endurspegla það að hluta að flug-
fargjöld hafa verið mjög lág og
samkeppnin mikil á flugmarkaði
við félög með hagstæðari kostn-
aðaruppbyggingu en þau íslensku
… Flugfargjöld þurfa líklega að
hækka en það myndi eflaust hafa
neikvæð áhrif á ferðamanna-
strauminn hingað.“
Verðið skiptir miklu máli
AÐALHAGFRÆÐINGUR SI BENDIR Á ÁHRIFAÞÆTTI
þess að ákvörðunum er frekar
frestað. Þannig að við höfum fundið
fyrir því að það er ákveðin fælni við að
taka stærri, skuldbindandi ákvarðan-
ir vegna þessarar óvissu. Við höfum
orðið vör við það,“ segir Halldór, sem
telur þetta hafa haft markverð áhrif á
fjárfestingu að undanförnu.
– Hvers vegna hafa væntingar
svona mikil áhrif?
„Væntingar eru skrýtið fyrirbæri.
Við getum stundum talað okkur inn í
eitthvert ástand og markaðurinn
tekur síðan allur undir það og til verð-
ur ástand sem leiðir af sér ákvarð-
anafælni. Hversu rökrétt það er
hverju sinni er síðan umdeilanlegt.
Stemningin verður til þess, að þeir
sem standa frammi fyrir því að taka
ákvarðanirnar finna að markaðurinn
er ákvarðanafælinn og þá smitar það
út frá sér.“
– Hvenær fóru áhrifin að birtast?
„Við fórum að greina áhrif þessa
undir lok síðasta árs að einhverju
leyti,“ segir Halldór.
Halda frekar að sér höndum
Ingólfur Bender, aðalhagfræðing-
ur Samtaka iðnaðarins, tekur undir
að væntingar hafi mikil áhrif.
„Fyrir það fyrsta er óvissa til þess
fallin að fjárfestar og lánveitendur
haldi frekar að sér höndum og geri
hærri ávöxtunarkröfu. Þetta dregur
úr umfangi og vexti fjárfestinga í hag-
kerfinu. Nokkuð hefur dregið úr at-
vinnuvegafjárfestingu undanfarið en
aukning hefur verið í íbúðafjárfest-
ingu og fjárfestingu hins opinbera,“
segir Ingólfur.
„Það myndi því hafa jákvæð áhrif
að draga úr þessari óvissu. Langvar-
andi óvissa dregur úr vextinum. Þetta
hefur líka áhrif á einkaneyslu heimila.
Þau eru enda líklegri til að halda að
sér höndum þegar óvissa er um fram-
tíðartekjur og eignir. Þegar svona
óvissuástand varir í lengri tíma getur
það því haft neikvæð áhrif á hagvöxt,“
segir Ingólfur. Hann segir aðspurður
ekki hægt að fullyrða að búið sé að
verðleggja óvissu á eignamörkuðum.
„Óvissan er enda búin að vera svo
sveiflukennd og síbreytileg frá degi til
dags. Það er því ekki hægt að segja að
búið sé að verðleggja hana. Ný tíðindi
berast á hverjum degi, nánast.“
Óvissa hefur dregið úr eftirspurn
Framkvæmdastjóri Capacent segir óvissu í efnahagsmálum undanfarið hafa dregið úr væntingum
Dregið hafi úr fjárfestingu Aðalhagfræðingur SI segir óvissu geta dregið úr útlánum banka
Morgunblaðið/Eggert
Við Leifsstöð Mikil óvissa hefur verið í fluginu síðustu mánuði. Tvísýnt hefur verið um framtíð WOW air.
Halldór
Þorkelsson
Ingólfur
Bender
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Óvissa í efnahagsmálum að undan-
förnu hefur dregið úr væntingum.
Vísbendingar eru um að sú þróun hafi
haft marktæk efnahagsleg áhrif.
Meðal annars er ákvörðunum og þar
með fjárfestingu slegið á frest.
Þetta segir Halldór Þorkelsson,
framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrir-
tækisins Capacent á Íslandi.
Kemur þar m.a. til óvissa í kjara-
málum og varðandi flugfélögin.
Capacent er með víðtæka starf-
semi. Það sinnir einkamarkaði og
opinberri starfsemi og veitir margs-
konar ráðgjöf.
„Við getum hikstalaust sagt að við
finnum það víða í því sem við erum að
fást við að sú óvissa sem verið hefur
uppi, og þá einkum varðandi flug-
félögin, hefur haft tilfinnanleg áhrif.
Langvarandi óvissa er aldrei góð í
rekstri. Þá til dæmis varðandi skipu-
lag og hvernig fólk ætlar sér næstu
skref inn í framtíðina. Minni óvissa er
því ávallt æskileg.“
Ákvörðunum frekað frestað
– Hvernig hefur sú þróun birst á
marktækan hátt?
„Heilt yfir hafa þessi mál orðið til