Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 VELDU ÚR MEÐ SÁL www.gilbert.is Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, hefur verið kjörinn í stjórn Al- þjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO), fyrstur Íslendinga. Magnús var tilnefndur af norræna verkalýðs- sambandinu, NFS, studdur af al- þjóðasambandi verkafólks, ITUC, og kjörinn af fulltrúum alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar til þessa emb- ættis, segir í frétt frá ASÍ. Magnús hefur verið fulltrúi ís- lenskrar verkalýðshreyfingar á þingum ILO síðastliðin 20 ár og tek- ið þátt í fjölmörgum samninga- nefndum á vettvangi stofnunar- innar. Hann leiddi meðal annars slíka nefnd fyrir hönd verkafólks á árinu 2016. ILO var stofnuð 1919 á grundvelli Versalasamninganna og varð við stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrsta sérstaka stofnun þeirra. Ísland hef- ur átt aðild að Alþjóðavinnumála- stofnuninni síðan 19. október 1945. Hlutverk ILO er annars vegar setning alþjóðalaga á sviði vinnu- réttar og félagsmála og eftirlit með framkvæmd þeirra laga. Hins vegar snýr hlutverk þess að aðstoð við að- ildarríki stofnunarinnar við fram- kvæmd þessara laga. Umfangsmikið eftirlitskerfi er rekið af stofnuninni og sérstök sjálfstæð níu manna nefnd, Félagafrelsisnefndin, starfar til þess að taka við og úrskurða kær- ur um brot gegn alþjóðlega viður- kenndu og vernduðu félagafrelsi og kjarasamningsrétti. Stjórn ILO kaus Magnús hinn 25. mars, samkvæmt tilnefningu verka- fólks, sem aðalfulltrúa í þessa nefnd en Ísland hefur aldrei áður átt full- trúa í henni. Magnús fyrstur Íslendinga í ILO  Lögfræðingur ASÍ tilnefndur í stjórn Ljósmynd/ASÍ Verkalýðsmál Magnús M. Norðdahl á stjórnarfundi hjá ILO í vikunni. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Björgunarsveitir Slysavarnafélags- ins Landsbjargar björguðu á mánu- dag átta manns og þremur jeppum til byggða. Fólkið hafði lent í ógöng- um sunnan Langjökuls í slæmri færð og litlu skyggni. Björgunaraðgerð- irnar tóku yfir 20 klukkustundir. „Þetta var stutt leit en löng björg- un,“ sagði Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg. Aðstandendur ferða- langanna óskuðu eftir aðstoð um miðnætti á sunnudagskvöld. Sjö hópar björgunarsveitarmanna af Suðurlandi fóru af stað til að byrja með. GSM-leitarbúnaði beitt Lögreglan hafði samband við Landhelgisgæsluna og bað um þyrlu til leitarinnar. Þyrlan fór frá Reykja- vík kl. 02.03 og var starfsmaður frá Rögg með sérstakan GSM-leitar- búnað um borð. Þyrlan var komin á svæðið þar sem talið var að fólkið væri, eftir um hálftíma flug. Búið var að ná sambandi við fólkið með GSM- leitarkerfinu kl. 02.34. „Sá sem rætt var við sagði hópinn vera staddan við Slunkaríki, þar væru allir bílarnir og allir væru heilir á húfi. Hópurinn óskaði eftir að einhver kæmi til móts við hann og myndi leiða hópinn til byggða,“ að sögn Landhelgisgæsl- unnar. Margir eru með neyðarsenda Jónas sagði að ýmis tækni hjálpaði við að staðsetja týnda ferðamenn. „Við erum með hugbúnað sem sendir SMS í GSM-síma. Móttakandi ýtir á hlekk í SMS-inu og þá fáum við til baka staðsetningu hans,“ sagði Jónas. „Ef ferðamaðurinn er ekki á þjónustusvæði farsíma ætti hann að vera með neyðarsendi og margir eru með þá.“ Jónas sagði að þrjár gerðir neyðarsenda væru algengastar. Þeir senda boð og staðsetningu um gervi- hnetti. Í fyrsta lagi nefndi Jónas SPOT- tæki. Þau geta sent staðsetningu á Facebook-síðu eða vefsíðu og allir sem hafa aðgang að síðunum geta séð hvar ferðamaðurinn er hverju sinni. Einnig er hægt að senda ein- föld skilaboð eða neyðarbeiðni og fylgir staðsetning með. Kaupa þarf áskrift að þjónustunni. Í öðru lagi eru PLB-neyðarsendar sem nota sama kerfi og neyðar- sendar skipa og flugvéla. Margir eiga slík tæki og eins er hægt að leigja þau hjá Safetravel.is. PLB senda neyðarboð með staðsetningu. Þriðja gerðin er Garmin InReach- tækin. Jónas sagði að margir erlend- ir ferðamenn væru búnir þeim. Þau sameina GPS, SPOT og PLB. Með InReach er hægt að senda texta- skilaboð, skrá ferla á vefsíðu eða samfélagsmiðla og taka á móti texta- skilaboðum. Kaupa þarf áskrift að þjónustunni. „Kosturinn við Garmin InReach er að við getum skipst á skilaboðum við fólkið. Samskiptamöguleikarnir eru takmarkaðir en það er hægt að fá upplýsingar um hvers vegna t.d. hjálparbeiðni eða neyðarboð eru send,“ sagði Jónas. Neyðarsendar af öllum þessum gerðum hafa verið notaðir til að senda hjálparbeiðnir hér á landi. Slík tilvik hafa verið 2-5 á ári, að sögn Jónasar. Hann sagði að göngumenn eða skíðafólk þveri hálendið í nær hverri viku. Þau eru yfirleitt með eina eða tvær gerðar af neyðar- sendum og skrá ferla og senda skila- boð. Ferðaáætlun og neyðarsendir „Flestir fara um Vatnajökuls- þjóðgarð og við höfum rætt það við þjóðgarðinn að fólk sem fer gang- andi eða á skíðum um óbyggðir að vetri verði skyldað til að skilja eftir ferðaáætlun og að vera með neyðar- sendi,“ sagði Jónas. Reglur í þessa veru gilda t.d. í þjóðgörðum í Banda- ríkjunum. Í Grænlandi og í Ölpunum er áskilið að ferðamenn utan alfara- leiða séu einnig með leitar- og björg- unartryggingu. Jónas sagði að því fylgdi sá ókostur að fólk dragi að kalla eftir aðstoð til að sleppa við að borga sjálfsábyrgð tryggingarinnar. „Hjá okkur er leitar- og björg- unarþjónusta í boði án endurgjalds. Í örfáum tilvikum höfum við reynt að sækja tryggingabætur vegna kostn- aðar við leit og björgun en það er mjög þungt og hefur ekki svarað kostnaði. Bæði innlendir og erlendir aðilar sem við höfum bjargað hafa sýnt þakklæti sitt og gefið peninga eða keypt af okkur Neyðarkalla,“ sagði Jónas. Hann sagði að útköll vegna erlendra ferðamanna væru ívið fleiri en vegna Íslendinga á ári, en útköllin vegna útlendinga væru yfirleitt minni og auðleystari. Útköll vegna Íslendinga væru oft mun stærri. En hvað ráðleggur Jónas þeim sem ætla að ferðast um óbyggðir að vetrarlagi? Ekki yfirgefa bílinn „Í fyrsta lagi að skilja eftir ferða- áætlun. Það er hægt að gera hjá Safetravel.is á auðveldan hátt. Í öðru lagi að vera með fjarskiptatæki fyrir þær slóðir sem ferðast er um, síma og VHF-talstöð. Auk þess að vera með neyðarsendi sem virkar þar sem ekki næst símasamband, ef eitthvað kemur upp á. Síðast en ekki síst að hafa nóg eldsneyti, aukaföt og nóg nesti. Svo á ekki að yfirgefa bílinn nema í algerri neyð og alls ekki ef eitthvað er að skyggni og veðri.“ Tæknin auðveldar leitarstörf  Hópur týndra jeppamanna fannst með GSM-leitarkerfi frá Rögg  Margir ferðamenn eru með neyðarsenda sem skrá ferla  Mikilvægt að leggja inn ferðaáætlun og vera vel búin til fjallaferða Ljósmynd/Svavar Jónsson Björgun Björgunarsveitarmenn fóru á snjóbíl og jeppum í björgunina. Átta manns var bjargað til byggða á mánudag og einnig voru jepparnir þrír sóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.