Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 13
vaxtar og viðhalds. Þeir starta því niðurbrotsferlinu.“ Höfum ekki tíma til að bíða „Það er ótrúlega lítið vitað um sveppi í heiminum, þekking mann- kyns á sveppum er lítil miðað við náttúrufræðiþekkingu yfirleitt. Til dæmis er talið að aðeins sé búið að finna og kortleggja sjö prósent af svepparíkinu. Þá eru 93 prósent órannsökuð, enda eru sveppir oft í felum, við sjáum yfirleitt ekki sveppi fyrr en þeir fjölga sér, en þá sjáum við æxlunarfærin. Sveppir eru frá náttúrunnar hendi lífverur sem sjá um niðurbrot á öllum lífrænum efn- um. Það hefur svo komið í ljós að þeir eru færir um að brjóta niður þrávirk efni sem safnast upp í um- hverfinu af manna völdum. Þar má nefna efni eins og díoxín, efni sem myndast þegar við brennum rusl við ófullkomnar aðstæður og önnur krabbameinsvaldandi efni. Sveppir geta líka eytt öllum olíuefnum, skor- dýraeitri, efnavopnum og fleiru sem við höfum búið til og dreift út í nátt- úruna. En til að sveppirnir geti eytt þessum efnum, þá þurfa þeir að komast í tæri við þau, og verkefnið mitt Heilun jarðar, gengur út á að finna réttan svepp fyrir tiltekna gerð af mengun. Koma honum fyrir á mengaða svæðinu svo hann geti unnið sitt verk. Þannig getum við flýtt fyrir því að hið náttúrulega ferli niðurbrots fari í gang, því það gerist á endanum, en það getur tek- ið nokkur hundruð ár. Við höfum ekki tíma til að bíða, eins og meng- unarmálum er háttað í dag.“ Þeir vinna lygilega hratt Sigrún segir að vitað sé um nokkrar sveppategundir sem þekkt- ar eru fyrir að brjóta niður ákveðin efni. „Sumir sveppir brjóta niður en aðrir soga til sín, til dæmis þung- málma. Ef það er til dæmis þung- málmamengun í jarðvegi á ákveðnum stað, þá geta þeir sveppir sogað málmana til sín og þannig hreinsað jarðveginn,“ segir Sigrún og bætir við að þetta sýni hversu sveppir séu magnað fyrirbæri. „Ég er fyrst og fremst að kynna þessi mál fyrir fólki, sýna fram á þennan raunverulega mögu- leika. Ég ætla til Bandaríkjanna í vor og hitta gúrúinn minn í þessum efnum, Paul Stamets, en hann hefur rannsakað sveppi í þrjátíu ár. Það þarf að byggja upp þekkingu, og helst hratt. Hugmyndin hjá mér er að búa til sveppaþekkingarbanka, sem hægt er að leita til þegar til dæmis verður umhverfisslys eins og olíumengun á landsvæði, þá gætum við brugðist við með því að vita hvernig við ættum að koma svepp- um þar fyrir á þeim tiltekna stað, og hvaða sveppum. En þeim þarf að búa lífsskilyrði svo þeir geti unnið vinnuna sína við að brjóta niður. Þegar þeir eru komnir í gang með að brjóta niður þá geta þeir verið ótrúlega fljótir að vinna á mengun- inni, þó auðvitað fari það eftir magni og umfangi, en þeir vinna lygilega hratt.“ Sveppir brjóta niður krabba- meinsvaldandi efni Sigrún segir að þeir sveppir sem vitað er að eru hvað öflugastir við að eyða eiturefnum, séu helstu matsveppirnir sem við þekkjum. „Til dæmis ostrusveppur, hann er mikið ræktaður til manneldis, en hann er einn öflugasti eiturefna- baninn. Hann er þekktur fyrir að brjóta niður öll helstu krabbameins- valdandi efni sem við finnum í nátt- úrunni af mannavöldum. Kóng- sveppur, sem vinsælt er að tína í skógum landsins, hann sogar til sín blý og kvikasilfur. Ullserkur eða ullblekill er matsveppur sem sogar í sig blý, en fólk kannast við hann á túnum og sem sveppahrúgur með- fram Sæbrautinni í Reykjavík til dæmis.“ Sigrún segir að sveppirnir finni sitt verkefni sjálfir, og að á end- anum muni þeir vinna á öllum þeim eiturefnum sem við mannfólkið höf- um pumpað út í náttúruna. „En það verður kannski ekki fyrr en löngu eftir daga mannkyns. Við getum flýtt fyrir því með því að koma réttum sveppum fyrir á rétt- um stöðum. Hér á Íslandi er víða land sem er ónýtilegt sökum meng- unar, til dæmis gamlir ruslahaugar, mikið af landsvæðum sem herinn skildi eftir sig óhreinsuðum og fleiri svæði. Og nú þegar til stendur að fara í orkuskipti í samgöngum, þá verður öllum bensínstöðvum lokað og þá þarf að hreinsa þau svæði. Einu aðferðirnar sem notaðar eru núna er að moka jarðveginum í burtu, færa hann annað þar sem hann er urðaður. En mengunin hverfur ekki við að færa hana til. Sveppirnir gætu mögulega verið leiðin til að eyða mengun þar sem hún er.“ Morgunblaðið/Ómar Ullserkur Líka kallaður ullblekill og býr yfir þeim hæfileika að soga í sig blý, sem nýtist til hreinsunar. Hann er fyrirtaks matsveppur en vaxi hann í vegkanti er hætta á mengandi þungmálum sem gera hann óhæfan til neyslu. Einu aðferðirnar sem notaðar eru núna eru að moka jarðveginum í burtu, færa hann annað þar sem hann er urðað- ur. En mengunin hverfur ekki við að færa hana til. Sveppirnir gætu mögulega verið leiðin. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 VÍKURVAGNAR EHF. STYRKUR, ÞJÓNUSTA og ÁREIÐANLEIKI Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfði 8. - 110 Reykjavík - Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is VÍKURVAGNAR EHF. MIKIÐ ÚRVAL AF KERRUM FYRIR IÐNAÐARMENNOGVERKTAKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.