Morgunblaðið - 27.03.2019, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Færst hefur ívöxt að fólkhafi þurft
að leita sér hjálpar
vegna kannabis-
neyslu á Norður-
löndunum á undan-
förnum tveimur áratugum.
Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu Norræna velferðar-
ráðsins um kannabisneyslu og
meðferðir við henni á Norður-
löndum. Samkvæmt skýrslunni
er neyslan mest í Danmörku
og Finnland í öðru sæti.
Jákvætt við skýrsluna er að
kannabisneysla á Íslandi og í
Noregi og Svíþjóð er með því
minnsta sem gerist í Evrópu.
Neyslan er mest hjá ungu
fólki, en fátíð meðal þeirra,
sem eru eldri en 45 ára.
Hvað sem því líður getur
regluleg neysla verið afdrifa-
rík. Í frétt um skýrsluna í
Morgunblaðinu í gær segir að
kannabis sé helsta neysluefni
yfir þriðjungs þeirra, sem leita
sér aðstoðar vegna fíknar.
Í skýrslu ráðsins segir að
hvorki ungir neytendur, for-
eldrar þeirra né skólastarfs-
fólk þekki áhrif kannabisefna á
líkamann og hugann nægilega
vel.
Á vefsíðu tímaritsins The
Economist var í vikunni fjallað
um áhrif kannabis. Þar kemur
fram að styrkur virka efnisins
í vímuefninu, tetrahýdró-
kannabínol, fari vaxandi og nú
megi finna afbrigði þar sem
styrkurinn fari yfir 25%.
Þar er vitnað í
rannsókn, sem birt
var í þessari viku í
læknatímaritinu
Lancet, um áhrif
efnisins. Rann-
sóknin leiðir í ljós
að fari styrkurinn yfir 10%
fimmfaldist hættan á geðræn-
um vandamálum með reglu-
legri notkun. Ef styrkurinn er
minni þrefaldast hættan.
Í greininni í The Economist
segir að með auknum rann-
sóknum hafi vísbendingum
fjölgað um að notkun á kanna-
bis sé á bak við geðheilbrigðis-
vandamál í Evrópu. Vandinn
sé sennilega mestur í Amster-
dam og London þar sem mest
sé um efni með miklu magni
tetrahýdrókannabínols.
Í Bandaríkjunum og Kanada
er nú verið að rýmka reglur og
lögleiða almenna neyslu víða.
Ekki er ljóst hvaða áhrif lög-
leiðing mun hafa á geðheil-
brigði almennings. Má segja
að búin hafi verið til rann-
sóknarstofa og niðurstöðurnar
verði kynntar síðar. The Eco-
nomist vitnar í ónefndan vís-
indamann, sem hafði á orði að
tilraunadýr væru dýr leið til að
öðlast skilning á hættum
kannabisnotkunar, en íbúar
Norður-Ameríku væru ókeyp-
is.
Það er kaldhæðnisleg af-
staða en undirstrikar hversu
varasamt er að fara út í slíkar
æfingar þegar heilbrigði ungs
fólks er annars vegar.
Kannabisneysla get-
ur margfaldað hætt-
una á geðrænum
vandamálum}
Vanmetin hætta
Vakið hefurverulega at-
hygli að meirihluti
Breta telur, sam-
kvæmt niður-
stöðum nýrrar
skoðanakönnunar
(sem Mbl. hefur
sagt frá), að breska þingið sé
staðráðið í því að koma í veg
fyrir útgöngu Bretlands úr
ESB í andstöðu við vilja
meirihluta kjósenda í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni. Daily
Telegraph segir á vef sínum
að 55% Breta séu þessarar
skoðunar. Færri en 19% eru
ósammála því að þingið sé að
reyna að stöðva útgönguna.
Meirihluti Breta, eða 54%,
er einnig þeirrar skoðunar að
viðleitni þingmanna, sem vilja
að Bretland verði áfram innan
ESB, og annarra sem tilheyra
stjórnkerfi landsins, til þess
að stöðva útgönguna hafi
skaðað samningsstöðu Breta,
en 24% eru ósammála því.
Rúmlega 40% telja að í stað
þess að fresta útgöngunni úr
ESB ættu Bretar að yfirgefa
sambandið án útgöngusamn-
ings en 28% eru
ósammála því.
Fimmtungur kjós-
enda segist aldrei
ætla að kjósa aft-
ur ef þingmenn
koma í veg fyrir
útgöngu Bret-
lands úr ESB.
Þessar niðurstöður eru ekki
síst athyglisverðar vegna þess
að mjótt var á munum í
þjóðaratkvæðinu, en almenn-
ingur sé heilli í afstöðu sinni
en atvinnustjórnmálamenn-
irnir, sem vilja eyðileggja
málið. Könnunin sýnir einnig
að hræðsluáróður elítunnar
um ógurlegar afleiðingar þess
að fara úr ESB án samnings
um hvert smáatriði virkar
ekki. Slíkur áróður misheppn-
aðist einnig í Icesave. Hér eru
stjórnmálamenn sem reyndust
án tengsla við fólkið í Icesave
að undirbúa sama leikinn, nú
með útúrsnúningum og
áherslum á aukaatriði þess, og
haldlausar „túlkanir búró-
krata“ en ekki grundvallar-
atriðin. Vonandi fær sú við-
leitni makleg málagjöld.
Stjórnmálamönnum
gefst æ oftar illa að
líta á almenning
sem auðblekkt fífl –
það er fagnaðarefni}
Höggvið í sama knérunn
É
g mælti fyrir þingsályktunar-
tillögu í 22 liðum í desember
síðastliðnum um hvernig megi
styrkja stöðu íslenskrar
tungu. Aðgerðirnar snerta
ólíkar hliðar þjóðlífsins en markmið þeirra
allra ber að sama brunni; að tryggja að ís-
lenska verði áfram notuð á öllum sviðum
samfélagsins.
Ferðaþjónustan er mikilvægur sam-
starfsaðili okkar á því sviði að snúa vörn í
sókn fyrir íslenskuna og á dögunum kynntu
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök
ferðaþjónustunnar framtak undir yfirskrift-
inni „Orðin okkar á íslensku“ sem miðar að
því að auka fræðslu til erlends starfsfólks
um íslenskt mál. Um er að ræða orðalista á
íslensku, ensku og pólsku sem tengist fjöl-
breyttum störfum í ferðaþjónustu. Markmið þessa
fagorðalista er að efla samskipti og auka íslensku-
kunnáttu á vinnustöðum. Orðalistarnir eru aðgengi-
legir á vefnum, þar sem einnig má hlusta á framburð
orða og hugtaka á íslensku, og á veggspjöldum sem
dreift verður til ferðaþjónustuaðila.
Ég fagna þessu framtaki en það mun bæta þjón-
ustu og stuðla að betri samskiptum. Íslenskan er
okkar mál og þetta framtak er kærkomin hvatning
fyrir fleiri til þess að vekja athygli á tungumálinu og
hvetja fleiri til þess að læra það. Við
kynntum í vetur vitundarvakningu undir
merkjum slagorðsins Áfram íslenska og
það gleður mig að ferðaþjónustan svari því
kalli og taki virkan þátt með þessum
hætti. Vitundarvakningunni er ætlað að
minna okkur á að framtíð tungumálsins er
og verður á ábyrgð okkar allra, íslenskan
er lifandi samskiptatæki og okkar sjálf-
sagða mál.
Jákvætt viðhorf til íslensku og aukin
meðvitund um mikilvægi tungumálsins
skiptir sköpum svo aðrar aðgerðir til
stuðnings henni skili árangri. Uppbyggileg
umræða og fræðsla í samfélaginu um fjöl-
breytileika íslenskunnar er líka mikilvæg
fyrir nýja málnotendur og auka þarf þolin-
mæði gagnvart íslensku með erlendum ein-
kennum.
Ég vona að sem flestir muni nýta sér fjölbreytta
möguleika sem felast í notkun fagorðalista ferðaþjón-
ustunnar og að mínu mati gæti þetta verkefni Hæfni-
seturs ferðaþjónustunnar og Samtaka ferðaþjónust-
unnar vel orðið hvatning fyrir fleiri geira
atvinnulífsins til þess að stíga viðlíka skref. Orð eru
til alls fyrst.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Orðin okkar á íslensku
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
loft. Það var enginn tæknimaður sem
gat rætt málin.“
Björgvin segir að Herjólfur hafi
verið boðinn út með teikningum frá
Vegagerðinni. Umræddar teikningar
voru að hans sögn gerðar í Noregi og
kostuðu Vegagerðina hundruð millj-
óna króna. „Og maður spyr sig í dag,
vissu þeir sem gerðu teikningarnar
af þeim vandamálum sem hafa verið
með Herjólf? Það var byrjað að
vinna út frá þessum teikningum hjá
Crist en síðar kemur í ljós að þær
standast ekki. Teikningarnar voru
bara ónýtar og útboðsgögnin þar af
leiðandi ekki fullnægjandi. Stöðin
ákvað að hanna þetta skip upp á nýtt
en að það yrði samt sambærilegt.
Það voru allir sammála um það og
farið var af stað. Síðan vildi Vega-
gerðin lengja það og gerður var
samningur um það. Síðan ákváðu
þeir að fara með rafmagn í það. Þá er
þetta í raun orðið skip númer þrjú,
þó þeir hafi getað notað skrokkinn.“
Björgvin Ólafsson segir að yfir-
lýsingar sé að vænta frá skipasmíða-
stöðinni vegna málsins. „Þeir ætla
annars ekki að ræða þetta í fjöl-
miðlum en hafa sent bréf á ráðherra
þar sem þeir óska eftir fundi um
málið.“
Er það rétt að Crist íhugi að
seinka afhendingu skipsins eða
hætta jafnvel við hana?
„Skipið er búið að vera tilbúið í
tíu daga en forsvarsmenn Crist eru
nýbúnir að framlengja allar ábyrgðir
í þrjá mánuði. Þeir vilja ræða málin
en þeir eru tilbúnir að fara í hart ef
með þarf.“
Skipasmiðir tilbúnir að
fara í hart um Herjólf
Ljósmynd/Vegagerðin
Herjólfur Ekki er ljóst hvenær eða hvort ný ferja verður tekin í notkun.
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Við eigum í viðræðum viðstöðina um áframhaldið –við reiknum með að þaðséu yfirgnæfandi líkur á
því að við fáum skipið afhent þótt
það gæti tafist eitthvað,“ segir G.
Pétur Matthíasson, upplýsinga-
fulltrúi Vegagerðarinnar.
Vegagerðin tilkynnti í gær að
skipasmíðastöðin Crist S.A. í Pól-
landi, sem smíðar nýjan Herjólf,
hefði skyndilega á lokametrum
verksins krafist viðbótargreiðslu.
Nemi greiðslan nærri þriðjungi af
heildarverði skipsins. Telur Vega-
gerðin að engin stoð sé í samningi
aðila fyrir þessari kröfu skipa-
smíðastöðvarinnar. Hefur Vega-
gerðin af þeim sökuð leitað til
dönsku lögfræðistofunnar Gorrissen
Federspiel til að annast málið.
Í tilkynningu Vegagerðarinnar
kemur fram að í upphafi hafi verið
samið um að smíði Herjólfs myndi
kosta 26.250.000 evrur. Síðar hafi
bæst við aukaverk að upphæð
3.492.257 evrur, svo sem rafvæðing
Herjólfs, en skriflegir samningar
séu um öll þessi aukaverk. Því hafi
það komið á óvart að skipasmíða-
stöðin geri nú kröfu upp á heildar-
verð sem nemur 38.430.000 evrum
eða ríflega 5,2 milljörðum íslenskra
króna. Krafan um viðbótargreiðslu
hljóðar upp á um 8,9 milljónir evra
eða ríflega 1,2 milljarða íslenskra
króna.
„Teikningarnar
voru ónýtar“
„Ég er nú búinn að vera í mörg-
um nýbyggingum, hef tekið þátt í að
smíða 20-30 skip, en hef aldrei séð
neitt þessu líkt. Þetta hlýtur að vera
vankunnátta. Menn bara haga sér
ekki svona,“ segir Björgvin Ólafs-
son, umboðsmaður Crist S.A. á Ís-
landi. Björgvin hefur haft milligöngu
um smíði Þórs og Árna Friðriks-
sonar og hefur unnið áður með
pólsku skipasmiðunum.
Björgvin vísar í máli sínu til
þess hvernig Vegagerðin hafi haldið
á málum varðandi afhendingu Herj-
ólfs. Þegar menn hafi greint á um
kostnað hafi ekki verið gerð nein til-
raun til að ræða málin á yfirvegaðan
hátt og finna lausn. „Menn komu
bara með lögfræðingastóð frá Dan-
mörku á fyrsta fund og það er auð-
vitað þeirra hagur að allt fari í háa-
Vilhjálmur
Árnason,
þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins,
hefur óskað
eftir því að
mál nýs
Herjólfs og
dýpkun
Landeyja-
hafnar
verði rædd á fundi hjá um-
hverfis- og samgöngunefnd.
Greint hefur verið frá því
að beiðni um fundinn sé til
komin vegna umræddra
frétta af kröfu Crist S.A. um
viðbótargreiðslur vegna
smíði ferjunnar og vegna
gagnrýni á dýpkunarfram-
kvæmdir í Landeyjahöfn. Vil-
hjálmur hefur lýst því yfir að
hann vilji fá svör um upphæð
kröfu skipasmíðastöðvarinnar
og af hverju hún komi svo
seint til. Áhyggjur hans lúti
þó ekki síður að dýpkun
Landeyjahafnar, en fram-
kvæmdum við dýpkun átti að
ljúka í febrúar.
Áhyggjur af
stöðu mála
ÓSKAR EFTIR FUNDI
Vilhjálmur
Árnason