Morgunblaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 19
Reiðtúr við sjónarrönd Enn er landið víða þakið snjó þótt komið sé fram yfir jafndægur á vori. Við ströndina, svo sem í Víkurfjöru, er þó jafnan snjólausa ræmu að finna til útreiðar.
Kristinn Magnússon 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
Hægt er að nálgast
hlutina með ýmsum
hætti. Sumir sjá alltaf
hálftómt glas en aðrir
horfa á hálffullt glasið
og líta til tækifæranna.
Svo eru þeir til sem
þurfa aðeins nokkrar
klukkustundir til að
leggja mat á yfir 470
blaðsíður – með þéttum
texta, töflum og grafík
– til að átta sig á að þar standi ekki
neitt. Við hinir þurfum lengri tíma og
á stundum lesa texta oftar yfir en
einu sinni og liggja yfir töflum, línu-
ritum, súlum og skífum.
Ég hef ákveðinn skilning á því að
liðsmenn stjórnarandstöðunnar (sem
hraðast lesa) beini athyglinni fyrst og
síðast að því sem þeir telja neikvætt í
fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar
2020 til 2024. Það er öruggt að fjár-
málaáætlun stjórnarandstöðunnar
liti allt öðru vísi út en sú sem Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra
kynnti um helgina. Á tekjuhliðinni
væri örugglega fylgt þeirri hug-
myndafræði að ríkissjóður eigi aldrei
að „afsala sér tekjum“ og að lækkun
skatta sé aðeins til þess fallin að
„veikja“ tekjustofna. Fyrirmyndina
sækir stjórnarandstaðan til póli-
tískra bræðra og systra í Ráðhúsinu
við Tjörnina. Með hugmyndafræði
stjórnarandstöðunnar væri ríkis-
sjóður ekki vel í stakk búinn til að
mæta hugsanlegum áföllum.
Framtíðin er alltaf óviss
Fjármálaáætlunin er ekki hafin yf-
ir gagnrýni. Það er augljóst að óvissa
er um efnahagslegar forsendur.
Áætlunin styðst hins vegar við fyrir-
liggjandi hagspá enda ekki hægt að
byggja á öðru. Hagþróun á næstunni
er háð mikilli óvissu vegna bæði innri
og ytri þátta. „Alþjóðlega ríkir óvissa
til skemmri tíma vegna pólitískra
umbreytinga og átaka um umgjörð
alþjóðaviðskipta,“ segir meðal ann-
ars í fjármálaáætluninni. Bent er á
óvissu sem hefur skapast vegna
rekstrarerfiðleika WOW air en einn-
ig vegna mikillar samkeppni á flugi
yfir Norður-Atlantshaf. „Flugfar-
gjöld eru lág og þyrftu líklega að
hækka til að styðja við rekstur félag-
anna. Hætt er við að hærri fargjöld
hafi neikvæð áhrif á eftirspurn eftir
íslenskri ferðaþjónustu, enda er
verðteygni fargjalda yfir Atlants-
hafið há.“
Loðnubrestur setur einnig strik í
reikninginn. Órói á vinnumarkaði og
kjaradeilur hjálpa ekki til við að meta
hagþróun komandi mánaða og miss-
era. Þar með er óvissa meiri um verð-
bólgu, gengi krónunnar, þróun vaxta
og einkaneyslu – raunar flestar hag-
stærðir. Slaki í hagkerfinu er að
myndast. Vísbendingar
eru um að innlend
framleiðsla sé í harðari
samkeppni við erlenda
framleiðslu en áður.
Taki kjarasamningar
ekki mið af þessum
veruleika má reikna
með að störfum fækki –
atvinnuleysi aukist.
Þeir sem sjá aldrei
annað en hálftómt glas
eru uppteknir af því að
benda á hugsanlegan
„forsendubrest“ en
forðast að leggja fram hugmyndir um
hvernig bregðast skuli við. Vilja þeir
lækka ríkisútgjöld (hvaða útgjöld, til
hvaða málaflokka og hversu mikið)?
Eða eru þeir á því að grípa til skatta-
hækkana? (Við vitum hvaða áhrif
hærri skattar hafa á efnahagslífið,
ekki síst þegar það blæs á móti).
Sterk staða
Eitt meginmarkmið hagstjórnar á
hverjum tíma er að búa svo um hnút-
ana að hagkerfið sé tilbúið til að tak-
ast á við það óvænta, ekki síst efna-
hagslega erfiðleika. Íslenskt þjóðar-
bú og ríkissjóður sérstaklega hefur
ágætt bolmagn til að glíma við áföll.
Segja má að allt frá 2013 hafi bóndinn
í fjármálaráðuneytinu verið duglegur
við að safna korni í hlöður til að mæta
mögrum árum. Hann hefur ekki fallið
í þá freistingu að eyða búhnykk og
hvalrekum í stundargaman.
Staða ríkissjóðs hefur gjörbreyst á
nokkrum árum. Í lok árs 2011 námu
skuldir ríkissjóðs um 86% af vergri
landsframleiðslu. Við lok síðasta árs
var hlutfallið komið niður í 28%. Í fjár-
málaáætluninni er gert ráð fyrir að
heildarskuldir ríkissjóðs verði komnar
undir 20% af landsframleiðslu í árslok
2020 og 12,1% árið 2024.
Hreinn vaxtakostnaður ríkissjóðs
var 3,1% af vergri landsframleiðslu
árið 2013. Þetta sama hlutfall verður
um 1,7% á þessu ári. Með öðrum
orðum: Ríkið hefði þurft að greiða um
43 milljörðum meira í vaxtakostnað á
yfirstandandi ári en það gerir ef hlut-
fall vaxtakostnaðar væri það sama af
landsframleiðslu og 2013. Lægri
vaxtakostnaður jafngildir um 480
þúsund krónum á hverja fjögurra
manna fjölskyldu. Sparnaðurinn er
átta milljörðum meiri en nemur fram-
lögum til allra framhaldsskóla á land-
inu.
Mikill vöxtur útgjalda
Flest hefur verið okkur Íslend-
ingum hagfellt á síðustu árum. Gríðar-
leg lækkun skulda ríkisins – þar sem
búið er í haginn fyrir framtíðina og
dregið er úr vaxtagjöldum – hefur
gert það kleift að auka útgjöld, ekki
síst til velferðarmála, lækka skatta en
um leið halda ágætum stöðugleika.
Á síðustu fimm árum hafa ramma-
sett útgjöld aukist um rúmlega 206
milljarða króna að raunvirði eða um
36% frá árinu 2014. Framlög til heil-
brigðismála hafa hækkað um 65 millj-
arða (37%) og til félags-, húsnæðis- og
tryggingamála um 66,5 milljarða
(48%). Áherslan hefur verið á vel-
ferðarmál.
Öllum hefur mátt vera ljóst að
gríðarleg raunaukning útgjalda ríkis-
ins til allra málaflokka getur ekki
haldið endalaust áfram. Aukningin er
ekki sjálfbær til lengri tíma litið.
Fjármálaáætlunin til 2024 ber þess
merki. Gengið er út frá því að vöxtur
útgjalda verði minni á komandi árum
og á síðari hluta tímabilsins verði
aukning frumútgjalda minni en áætl-
aður hagvöxtur.
Þótt ætlunin sé að hægja á vexti út-
gjalda munu framlög til velferðar-
mála halda áfram að vaxa. Sam-
kvæmt fjármálaáætlun verða út-
gjöldin tæplega 57 milljörðum hærri
árið 2024 en fjárlög yfirstandandi árs
gera ráð fyrir. Mest verður raun-
aukningin til heilbrigðismála eða nær
27 milljarðar króna. Útgjöld til vel-
ferðarmála verða í lok tímabilsins um
60% af rammasettum útgjöldum
ríkisins að frádregnum varasjóði.
Útgjöldin halda því áfram að
hækka á komandi árum. Rammasett
útgjöld til málefnasviða verða um 94
milljörðum króna hærri í lok tíma-
bilsins en á þessu ári, á föstu verðlagi.
Þá eru ótalin útgjöld utan rammans;
lífeyrisskuldbindingar, Jöfnunar-
sjóður sveitarfélaga, framlög til At-
vinnuleysistryggingasjóðs, ríkis-
ábyrgðir, tapaðar kröfur og tjóna-
greiðslur. Og ekki má gleyma vaxta-
greiðslum.
Í höndum þingsins
Ríkisstjórnin hefur lagt fram fjár-
málaáætlun til ársins 2024. Þingið
hefst nú handa við að fjalla um áætl-
unina og setja sitt mark á hana. Þeir
þingmenn sem hafa mestar áhyggjur
af þeim forsendum sem liggja að baki
áætluninni hljóta að leggja fram ít-
arlegar tillögur um hvernig þeir telja
best að standa að verki við stjórnun
ríkisfjármála á komandi árum.
Fjármálaáætlunin er viðamikið
plagg og þar eru miklar tölulegar upp-
lýsingar. Þar eru einnig útlistuð áform
í einstökum málaflokkum – stefnan
mörkuð eins skýrt og aðstæður leyfa.
Útgjöldin eru eitt en tekjuöflunin er
annað. Fyrirhugaðar eru ýmsar
breytingar á sköttum og gjöldum.
Flest af því er til bóta en ekki allt.
Sumt getur sá sem þetta skrifar ekki
stutt en meira um það síðar.
Útgjöldin halda áfram að hækka
Eftir Óla Björn
Kárason
» Þótt ætlunin sé að
hægja á vexti út-
gjalda halda framlög til
velferðarmála áfram að
vaxa – verða tæplega 57
milljörðum hærri árið
2024 en á þessu ári.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Þróun útgjalda ríkissjóðs 2018 til 2024 til velferðarmála
Í milljónum króna
á verðlagi ársins 2019
FJÁRLÖG FJÁRMÁLAÁÆTLUN
2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024
Heilbrigðismál
Sjúkrahúsþjónusta 95.643 100.682 106.617 113.722 116.258 115.443 111.808
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa 49.995 53.397 54.932 56.748 58.875 61.177 62.987
Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta 49.691 50.847 54.890 57.964 58.227 58.482 52.623
Lyf og lækningavörur 24.548 25.657 26.348 26.971 28.190 29.397 29.908
Heilbrigðisþjónusta alls 219.877 230.583 242.787 255.405 261.550 264.499 257.326
Málefni aldraðra og öryrkja – almannatryggingar
Örorka og málefni fatlaðs fólks 64.112 68.678 72.066 74.023 75.887 77.806 79.776
Málefni aldraðra 79.075 79.927 82.425 84.891 87.430 90.046 92.740
Samtals 143.187 148.605 154.491 158.914 163.317 167.852 172.516
Fjölskyldumál og vinnumarkaður
Fjölskyldumál 32.472 37.332 39.260 41.557 43.340 44.107 44.723
Vinnumarkaður og atvinnuleysi 5.526 6.346 6.570 6.625 6.676 6.772 6.769
Húsnæðisstuðningur 13.397 13.412 13.245 13.045 12.945 10.845 10.745
Samtals 51.395 57.090 59.075 61.227 62.961 61.724 62.237
Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála 9.203 10.298 10.906 10.983 11.418 11.416 11.313
Samtals 423.662 446.576 467.259 486.529 499.246 505.491 503.392
Heimild: Fjármála-
áætlun 2020 til 2024
Hækkun útgjalda til velferðarmála
Frá fjárlögum 2019 til ársins 2024 skv. fjármálaáætlun (milljónir kr.)
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
Heilbrigðismál Fjölskyldumál og
vinnumarkaður
Lýðheilsa og stjórn-
sýsla velferðarmála
Samtals hækkun
56.816
milljónir kr.
26.743
23.911
5.147
Málefni aldraðra og öryrkja
– almannatryggingar
1.015
Heimild: Fjármála-
áætlun 2020 til 2024