Morgunblaðið - 27.03.2019, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
✝ Guðjón Valdi-marsson fædd-
ist í Reykjavík 20.
ágúst 1949. Hann
lést á Egilsstöðum
7. mars 2019.
Guðjón var
einkabarn foreldra
sinna, þeirra Valdi-
mars Þ. Einarsson-
ar skipstjóra, f.
12.9. 1923, d. 1.4.
2006, sonar Einars
Kr. Þorbergssonar og konu hans
Sigríðar Valdimarsdóttur á Ísa-
firði, og Maríu Svövu Jóhannes-
dóttur, húsmóður, f. 20.8. 1914,
d. 24.8. 1995. Hún var dóttir Jó-
hannesar Bjarnasonar, bónda í
Grundarkoti í Skagafirði og
Bjargar Sigfúsdóttur, konu
hans.
Guðjón var kvæntur Grétu R.
Snæfells, f. 13.3. 1953, þau
skildu. Dóttir þeirra er María
Svava, f. 21.3. 1979, fyrrv. eigin-
fjölmörgum úthafs- og frystitog-
urum, sem bátsmaður og stýri-
maður. Fór svo til starfa um
borð í rækjutogurum á vegum
Ocean Prawn Ltd., danskri út-
gerð sem framleiðslustjóri.
Starfaði einnig um skeið á veg-
um Íslenskra sjávarafurða og
UTRF í Rússlandi, sem fiskiskip-
stjóri og gæðastjóri á úthafs-
skipum, við veiðar í Barentshafi
og við Kamsjatka austast í Rúss-
landi. Fór einnig í verkefni í
Namibíu um skamman tíma.
Eftir að hann hætti á sjónum um
aldamótin flutti hann til Hvera-
gerðis og vann þar við ýmis
verkleg störf, enda hagur mjög,
m.a. hjá föðurbróður sínum
Braga í Eden og í vinnuhópi við
smíðar og innréttingar fyrir
ýmsa aðila. Síðustu árin var
hann búsettur austur á Héraði
þar sem hann starfaði hjá Þráni
Lárussyni, góðvini sínum, á Hót-
el Hallormsstað, sem húsvörður
en hafði jafnframt með höndum
stjórn á og eftirlit með fram-
kvæmdum á vegum fyrirtækja
hans þar á staðnum og niður á
Egilsstöðum.
Útför hans hefur farið fram í
kyrrþey.
maður hennar er
Emil Örn Viðars-
son, f. 13.1. 1976,
og börn þeirra
Alma, f. 30.10.
1999, og Valdimar
Örn, f. 4.4. 2001.
Seinni kona Guð-
jóns var Sólveig
Pétursdóttir, f.
28.8. 1949, d. 2011,
þau slitu sam-
vistum.
Guðjón fór að vinna fyrir sér
strax að loknu skyldunámi. Reri
fyrst til fiskjar með skipstjór-
anum föður sinum 12 ára á vél-
bátnum Blakk RE 335. Var síðan
í skiprúmi á ýmsum neta- og
nótabátum og togurum. Útskrif-
aðist úr Stýrimannaskólanum
1979 og öðlaðist skipstjórnar-
réttindi. Lauk einnig sérnámi í
verkun sjávarafurða og aflaði
sér réttinda sem fiskmatsmaður.
Var síðan til lengi tíma til sjós á
Guðjón var Stóri frændi, með
stórum staf, og það eru engin
smámenni í augum ungra
drengja. Þegar hann var að
koma í heimsókn kannski 12-13
ára en ég var ennþá sex eða sjö
þá fylltist maður hreinlega lotn-
ingu; hann settist gjarnan og
teiknaði fyrir mig skipamyndir,
enda var hann afbragðs teiknari
og vann í samkeppnum ungs
fólks á því sviði. Þegar ég var á
tíunda árinu og mamma lenti
um sinn á spítala var mér á
meðan komið fyrir á Kleppsveg-
inum hjá Svövu, Valda og Guð-
jóni og átti þar konunglega
daga; maturinn var frábær hjá
Svövu enda dugði ekkert minna
en eitthvað kjarnmikið fyrir þau
heljarmennin feðgana. Guðjón á
sextánda árinu og sagðist vera
því guðfeginn að losna senn úr
skóla til að geta farið að gera
eitthvað af viti, stefndi á sjóinn
eins og faðir hans og búinn að fá
pláss sem beið hans sem messa-
gutti á olíuskipinu Hamrafelli.
Að auki var Guðjón frændi
búinn að ná sér í miða á væntan-
lega Kinkstónleika í Austur-
bæjarbíói og fræddi mig
virðingarfullan drengstaulann
um að þá myndu nú menn sletta
úr klaufunum og súpa ærlega á.
Í gegnum síðustu áratugina
höfum við svo ekki hist oft, nema
þá í fjölskyldusamhengi þegar
eitthvað hefur borið við, en jafn-
an hefur þá verið fagnaðarfund-
ur og mikið gaman að heyra sög-
ur af hans ævintýralega lífi og
flakki til Afríku eða Kamtsjatka.
Í fljótu bragði gæti Guðjón hafa
virst vera fremur óheflaður,
hann var ekki fíngerða týpan, og
hann gat verið kjarnyrtur í tali,
en hinsvegar var aldrei vafi á að
þar færi góður drengur, eins og
hann átti ættir til.
Einar Kárason.
Enginn má sköpum renna.
Það var sorglegt að frétta af
skyndilegu fráfalli míns kæra
vinar og bróðursonar fyrir
nokkru þegar þau dapurlegu tíð-
indi bárust að hann Guðjón okk-
ar hefði orðið bráðkvaddur við
störf þá fyrr um daginn austur á
Egilsstöðum. Nokkru áður, er ég
var í sambandi við hann, lét
hann þó vel af sér eins og jafnan
og var spaugsamur að vanda,
enda maður ekki kvartsamur.
Kvaðst lítt vera farinn að hugsa
fyrir sjötugsafmæli sínu á hausti
komanda.
En maðurinn með ljáinn er
samur við sig og gerir ekki boð á
undan sér né fer í manngreinar-
álit frekar en fyrri daginn. Guð-
jón var fyrsti afa- og ömmu-
strákurinn svo það var látið
dálítið með hann fyrir vestan
þegar hann kom þangað sem
ungur sveinn til sumardvalar hjá
fólkinu sínu þar, sem og eins í
Skagafirðinum hjá móðurfjöl-
skyldu sinni.
Guðjón fór snemma að vinna
fyrir sér og lengi vel átti sjó-
mennskan hug hans allan. Á
langri sjómannsævi steig hann
ölduna víða um höf á fjöldamörg-
um skipum, allra tegunda, bæði
innlendum og erlendum, og saup
Guðjón
Valdimarsson
Elsku afi, ótrú-
lega erum við
barnabörnin rík að
hafa átt þig svona
lengi. Það er ekki
hægt að óska sér betri afa, þú
ert ljúfasti og hlýlegasti maður
sem við höfum kynnst.
Við munum alltaf búa að
yndislegum minningum af
Skólavörðustígnum að fylgjast
með þér vinna, spjalla um fólk-
ið sem gekk framhjá, heilsa
upp á nágrannana, skjótast fyr-
ir þig að kaupa rækjusamloku í
Bónus og mandarínur í Vísi og
fá að eiga afganginn. Takk fyr-
ir allar heimsóknirnar til Hol-
lands, allt spjallið í búðinni,
skíðaferðirnar til Austurríkis
og sumrin á Stokkseyri. Takk
fyrir að segja okkur sögur.
Takk fyrir að gefa okkur kakó
á Mokka.
Takk fyrir að gefa bestu
faðmlög í heimi. Það reynir á
að kveðja þig, en það er gott að
vita að þú sért nú kominn til
ömmu.
Ásta Karen, Lilja Dögg og
Haukur Steinn.
Elsku tengdapabbi. Með
Helgi H.
Sigurðsson
✝ Helgi H. Sig-urðsson fædd-
ist 5. febrúar 1934.
Hann lést 16. mars
2019.
Útför Helga fór
fram 22. mars 2019.
þakklæti í hjarta
sit ég nú og færi
þér þessa kveðju.
Ég þakka þér
fyrir hversu góður
tengdafaðir þú
reyndist mér alltaf,
alltaf tilbúinn að
rétta hjálparhönd.
Maður kom aldrei
að tómum kofunum
hjá þér, hvort sem
þú tókst að þér
barnapössun, málningarvinnu,
hjálpa mér í garðinum, heim-
ilisstörfin.
Frá öllum þessum verkefn-
um og samveru eru endalaust
margar góðar minningar. Þú
varst duglegur að samgleðjast
okkur og veita mér ungri móð-
ur, með þá þrjú lítil börn,
hvatningu og hrós sem komu
sér svo sannarlega vel og veittu
manni orku og gleði í hjarta.
Þegar við fluttum til Íslands
með unglingana okkar eftir 10
ára búsetu erlendis, áttu börnin
okkar mjög mikla stoð í afa
Dassa. Þau þá í menntaskólum
og vinnu í miðbænum. Þau gátu
alltaf gengið að afa sínum vís-
um í búðinni.
Fengið faðmlag, bros og
hvatningu, hvort sem dagar
voru auðveldir eða erfiðir.
Þetta var þeim og okkur fjöl-
skyldunni mjög mikils virði og
mikill stuðningur við börnin
okkar sem voru að fóta sig í ís-
lensku samfélagi. Alltaf hef ég
minnt þig á, elsku tengdapabbi,
hversu dýrmætur þú hefur ver-
ið okkur.
Með þakklæti í hjarta kveð
ég þig nú, megir þú hvíla í friði.
Fjóla Grétarsdóttir.
Þegar veturinn með skamm-
degismyrkri sínu, hretum og
kulda, sem hefur lamandi áhrif
á allt sem andar, lífið, er á för-
um, kveðjum við Helga Sig-
urðsson.
Hann lærði ungur úrsmíði,
starfaði lengst við Skólavörðu-
stíginn og setti svip sinn á
borgina. Kynni okkar byrjuðu
þegar ég fór að æfa sund með
Sundfélaginu Ægi. Þar mynd-
aðist stór og samhentur hópur
drengja. Helgi var frábær
sundmaður og varð t.d. tvisvar
í þriðja sæti á Norðurlanda-
meistaramóti í sundi. Helgi var
farsæll í lífinu, átti góða for-
eldra, eiginkonu og börn.
Tíminn líður og við eldumst,
kunningjar og vinir deyja. Áður
var talað um að þreyja þorrann
og góuna. Í dag hefur þorrinn
mildari ásýnd. Tímarnir breyt-
ast.
Ég kveð góðan dreng og
sendi fjölskyldu Helga mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guðjón Sigurbjörnsson.
Faðir minn og Helgi voru
kollegar í úrsmiðastéttinni og
fékk ég það hlutverk í æsku að
sendast eins og títt var í þá
daga, faðir minn hafði með inn-
flutning á Pierpoint-úrum að
gera ásamt úrsmíðinni. Oft fór
ég því með varahluti og vörur
til Helga sem var þá í Vestur-
veri og svo á Vesturgötu og síð-
ast á Skólavörðustíg. Síðar tók
ég til starfa með föður mínum
og tók síðan við rekstrinum og
hef því verið í samskiptum við
Helga í tæp 60 ár. Fyrir þann
tíma er ég þakklátur því vænni
mann og traustari er erfitt að
finna.
Verslunin hans á Skóla-
vörðustíg var ábyggilega
minnsta úrsmiðaverslun á Ís-
landi og vinnuplássið fyrir við-
gerðir rétt rúmur fermetri. Það
var alltaf sérstakt að líta inn
um litla gluggann innan úr búð-
inni á vinnuborðið hans þar
sem verkfærum og rafhlöðu-
pökkum var haganlega fyrir
komið og allt afar snyrtilegt.
Helgi var góður fagmaður,
útsjónarsamur og vildi öll
vandamál leysa hratt og vel
fyrir sína viðskiptavini. Hann
var félagslyndur, hláturmildur
og fagnaði sínum viðskiptavin-
um við komu og tók þá jafnan
tali, steig stundum fram á gólf-
ið og lagði olnbogana á rekk-
verkið sem lokaði af gluggann
og fylgdist með umferðinni um
leið. Oftar en ekki var einhver
gangandi á ferð sem veifaði og
brosti til hans. Helgi gæddi
þessa frábæru götu sínum per-
sónutöfrum og hlýju, var smart
í tauinu, djarfur oft í litavali
sem var listræna hliðin á
honum!
Edda var aldrei langt undan
en Helgi og hún voru afar sam-
rýnd og eignuðust fimm vænleg
börn.
Þau fengu mikla athygli hvar
sem þau sáust á mannamótum
fyrir glæsileika sinn. Kollegar
Helga, Björn Örvar og Ingvar
Benjamínsson, hófu fyrstir inn-
flutning á Citroën-bílum og var
Helgi með þeim fyrstu til að
panta eðalbílinn DS Pallas.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar
Elskuð móðir, tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG I. STEPHENSEN,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold
sunnudaginn 17. mars. Útför hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristbjörg Stephensen Björn H. Halldórsson
Ragnheiður Stephensen
Lilja Þóra Stephensen
og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma,
dóttir, tengdamóðir og systir,
ANNA ELÍN SVAVARSDÓTTIR
ljósmyndari,
lést sunnudaginn 24. mars.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
François Heenen
Kristín Ninja Guðmundsd. Hilmar Gunnarssson
Sóley Heenen Bjarki Þ. Ingason
Emilía Heenen
Kristín Pálmadóttir Kristinn Þ. Bjarnason
Berglind Svavarsdóttir Matteo Mornata
Þóra Kristinsdóttir Arnar Gunnarsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HELGI SIGURÐSSON
málarameistari,
Lundi 2, Kópavogi,
lést á líknardeild LSH í Kópavogi
sunnudaginn 24. mars.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 1. apríl
klukkan 13.
Stefanía Sigmarsdóttir
Guðríður Helgadóttir Mikael R. Ólafsson
Sigurður Helgason Snædís Xyza Mae Jónsdóttir
Helga Mikaelsdóttir
Ágústa Mikaelsdóttir
Ólafur Mikaelsson
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og sonur,
MAGNÚS ÞRÁNDUR ÞÓRÐARSON,
lést á heimili sínu í San Jose, Kaliforníu,
þriðjudaginn 19. mars.
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts hans.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey.
Helga Þorvarðardóttir
Ragnhildur Magnúsdóttir
Illugi Magnússon Michele Kitagawa
Pétur Gautur Magnússon
Stella Luna Powers
Anna Hjaltested Þórður B. Sigurðsson
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HREFNA MAGNÚSDÓTTIR
frá Hellissandi,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði
laugardaginn 23. mars.
Útför hennar fer fram frá Ingjaldshólskirkju
laugardaginn 30. mars klukkan 14.
Ari Skúlason Jana Pind
Hulda Skúladóttir
Drífa Skúladóttir Viðar Gylfason
börn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÁSBJÖRN EGGERTSSON,
Höfnum,
síðast til heimilis í Miðgarði 5,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 11. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jarðsett var í
Kirkjuvogskirkjugarði.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök lungnasjúklinga.
Þökkum auðsýnda samúð.
Jenný Karitas Ingadóttir
Sigríður Ásta Ásbjarnard. Edward Morthens
Guðný Sóley Ásbjarnardóttir
Ingi Eggert Ásbjarnarson Anna Tabaszewska
Ásbjörn og Auður Morthens