Morgunblaðið - 27.03.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 27.03.2019, Síða 25
marga fjöruna, eins og títt er sagt. Kannski passa lýsingarnar og lagið um Gauja Valdason eftir Ása í bæ að hluta til við hann á hans yngri árum eða brot úr ljóðinu „Minning um mann“ eftir Gylfa Ægisson, en þá lifði hann stundum hátt. Og þá ekki síður lýsingarnar á sjómannslífinu í bókum Einars Kárasonar frænda hans, nú síðast í Storm- fuglum. Enda var frændi okkar afar hress náungi, góður sögu- maður, orðheppinn og dró síst af þegar hann var kominn á flug í litríkum og viðburðaríkum frá- sögnum sinum. Guðjón var vinamargur og vel látinn af öllum sem fengu að reyna mannkosti hans, góðvild og greiðvikni. Gat þó verið nokk- uð þrjóskur og þykkjuþungur ef honum fannst á sig hallað. Hann var eljusamur og verkmaður góður og laghentur mjög og því eftirsóttur til smíða og annarrar verklegrar vinnu, eftir að hann hætti til sjós upp úr aldamótum. Hann var dýravinur góður og hafði mikla ánægju af veiðiskap, enda náttúrubarn í eðli sínu, hafði yndi af því að renna fyrir lax eða silung, en var minna fyr- ir skotveiði þó að hann gengi stundum til gæsa. Fór m.a. á hverju sumri upp í Veiðivötn, hvernig sem viðraði, til að renna fyrir lónbúann, oftast með góð- vini sínum Magnúsi Þór Sig- mundssyni. Guðjón tók virkan þátt með föður sínum sáluga í að koma upp sumarhúsinu Bakkaseli, austur í Fljótshverfi á Síðu, í landi Maríubakka, nær Lóma- gnúpi, þar sem eyðisandi var breytt í fagran gróðurreit og skógarlund á síðustu áratugum liðinnar aldar með stórtækum aðgerðum og glæsilegum ár- angri. Þangað var ljúft á koma á árum áður. Hann Guðjón minn skilur eftir sig gefandi minningar margra góðra stunda sem lengi muni ylja vinum hans og frændfólki um hjartarætur. Góður drengur er genginn – blessuð sé minning hans. Einar S. Einarsson. Tókst fjölskyldan á hendur ferð til að sækja bílinn og setja í skip. Þegar til verksmiðja Citroën í Frakklandi var komið gekk Helgi með syni sína Sigurð og Grétar út á bílaplanið ásamt fulltrúa Citroën, þar sem hundruð bíla voru, og þegar þeir koma að Pallas-bílunum í löngum röðum, þá bendir Helgi úr fjarlægð á einn bílinn og segir við strákana „þarna er hann“, sem gerði strákana for- undrandi! Jú, Helgi þekkti sinn bíl, því hann hafði pantað toppgrind á gripinn og var þetta eini bíllinn með „original“ toppgrind á svæðinu. Helgi þjónustaði einnig við- gerðir á úrum til margra ára fyrir Píexið, þ.e. verslun Varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, og fórst vel úr hendi. Þótti það góð búbót og að fá að sitja einn að þeim viðskiptum. Á Skólavörðustíg voru löngum fjórar úra- og skart- gripaverslanir, þ.e. Sigurður Tómasson sem var gegnt Þjóð- viljanum, Kornelíus, Carl A. Bergmann og Helgi Sig. Allir höfðu nóg fyrir sig og sam- skiptin góð. Í seinni tíð voru nágranna- samskiptin við Ófeig gullsmið, Óla í G.Þ. og Pétur í Banka- stræti. Á föstudögum fékk ég oft símtal frá Helga sem spurði: „Verður þú innfrá í fyrra- málið?“ Honum þótti gott að koma til að versla á laugar- dagsmorgnum, þiggja kaffi- sopa, eiga spjall og ég naut ríkulega á móti. Ástvinum votta ég samúð mína. Þormar Ingimarsson. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 25 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R 16 Verð aðeins 50 þús. Upplýsingar í síma 698-2598 Ný Bridgstone ónotuð 4 sumardekk til sölu 18 tommu, 225/40 R 18, Verð aðeins 70 þús. Upplýsingar í síma 698-2598. Hjólbarðar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hvalseyjar, Borgarbyggð, 50% í jörð og 50% í íbúðarhúsi og vélageymslu, fnr. 211-2490, 211-2492 og 225-9424, fnr. 136012 , þingl. eig. db. Guðmundur Helgason, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 2. apríl nk. kl. 11:00. Borgarvík 24, Borgarbyggð, fnr. 211-1157 , þingl. eig. Þórunn Björg Bjarnadóttir, gerðarbeiðandi Borgarbyggð, þriðjudaginn 2. apríl nk. kl. 12:30. Ásvegur 3, Borgarbyggð, fnr. 211-0735 , þingl. eig. Oddur Magnússon, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 2. apríl nk. kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Vesturlandi 26 mars 2019 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Foreldramorgnar kl. 9, allir velkomnir. Jóga 60+ með Grétu kl. 12.15 og 13.30. Söngstund með Helgu kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15.20. Bókaspjall með Hrafni kl. 15. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund i kirkjunni kl. 12. Opið hús í safnaðar- heimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Stólaleikfimi að vanda með Öldu Maríu, föndrum fyrir páskana, kíkjum í blöðin og spjöllum. Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Ganga um nágrennið kl. 13. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Boðinn Harmonikkuspil og söngur kl. 13.30. Handavinnustofa opin frá kl. 9-15, leiðbeinendur í handavinnu mæta kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Leshópur kl. 15. Bólstaðarhíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Yngingarjóga með hláturívafi kl. 9-9.50. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40-11.20. Bónusrútan kemur kl. 14.40. Leshópur kl. 13. Kaffibrúsakarlar kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Qi-gong kl. 17.30-18.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Myndlist með Margréti Zophoníasd. kl. 9. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40- 11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Breiðholtskirkja Eldri borgara starf ,,Maður er manns gaman" kl. 13.15. Handavinna, spjall og spil. Allir hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja Félagstarfið verður á sínum stað frá kl. 13-16 Gestur okkar í dag verður Þórey Dögg framkvæmdastjóri eldri borgara ráðs Reykjavíkurprófastdæmanna. Hún mun verða með erindi um Kathar- ínu frá Bora. Einnig mun hún kynna sumardvöl á Löngumýri í Skaga- firði. Kaffið góða frá Sigurbjörgu verður á sinum stað. Allir velkomnir. Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, samverustund frá Laugar- neskirkju kl. 14. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Opin listasmiðja kl. 9-12. Ljóðahópur Soffíu kl. 9.30- 11.30. Línudans kl. 10-11.15. Hádegismatur kl. 11.30. Tálgun með Val- dóri kl. 13.30-16. Aðalfundur Hollvina kl. 13.30-14.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9-13, postulínsmálun kl. 9- 12, tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10-11, bókband kl. 13-17, frjáls spila- mennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-16.30, dansleikur með Vita- torgsbandinu kl. 14-15. Verið öll velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59, sími 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi . kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Leir í Smiðju Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-12. Línudans kl. 11-12. Leikfimi Helgu Ben kl. 11- 11.30. Útskurður / pappamódel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Döff félag heyrnalausra. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, opinn hópur, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun / kvennabrids / silfursmíði kl. 13. Línudans fyrir lengra komna kl. 16, fyrir byrjendur kl. 17. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Botsía kl. 10-11. Útskurður með leiðbeinanda, kl. 9-12, 500 kr. skiptið, allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30. Hraunsel Kl. 10 aðra hverja viku bókmennta klúbbur, kl. 11 línudans, kl. 13 bingó, kl. 13 handverk, kl. 16 Gaflarakórinn. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10, sam- verustund með grunnskólabörnum kl. 10.30 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Langholtskirkja Samvera eldri borgara á miðvikudögum í Lang- holtskirkju og safnaðarheimili. Samveran hefst í kirkjunni kl. 12.10 með stuttri helgistund, að henni lokinni er í boði hádegisverður gegn vægu gjaldi. Stutt söngstund að hádegsverði loknu,m því næst er spi- lað, brids og vist og spjallað fram að miðdegskaffi. Verið velkomin. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, tölvukennsla kl. 16. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Gler og glerbræðsla neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía salnum Skólabraut kl. 10. Kaffi- spjall í króknum kl. 10.30. Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Handa- vinna á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl 18.30. Ungmennaráð mun verða með boccia í salnum á Skólabraut í kvöld kl. 20.00. Fólk hvatt til að fjölmenna. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt- ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10, kaffi og rúnstykki eftir göngu. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Félagslíf Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags kvenna kl. 20 í Kristniboðssalnum. Karlakór KFUM, happdrætti, hugvekja: Halla Jónsdóttir. Allir velkomnir. Smá- og raðauglýsingar Ævintýralegu lífi tengdaföður míns, Arnar Erlingssonar, er lokið. Lítill drengur sem vaknaði og sofnaði við öldugjálfur og brim í Garðinum, lék sér í fjörunni og smíðaði skip úr spýtum, vissi snemma hvert hugurinn stefndi. Barnungur vann hann sér inn aura, sparnaðurinn var settur í útgerð og þar með var hann að formi til orðinn útgerðarmaður. Þrátt fyrir hvatningu til lengra bóknáms, sjóveiki og að fátt væri um góð pláss á bátum á þeim tíma hélt hann sínu striki. Lífið var til þess að lifa því og taka áhættu. Hann varð sér úti um pláss, klár- aði Stýrimannaskólann og varð skipstjóri ungur að árum. Þau Begga, kraftmikil og lífsglöð bæði, stofnuðu fjölskyldu á sama tíma og ungi skipstjórinn varð fullgildur og virkur þátttakandi í þeirri tæknivæðingu og framþró- un í veiðarfærum og útgerð sem gekk yfir. Þegar síldin hvarf á sjöunda áratugnum bauðst Örra starf hjá Matvæla- og landbún- aðarstofnun SÞ (FAO) og hélt til Busan í Kóreu. Sjómenn í Busan nutu kennslu og leiðsagnar Örra í um þrjú ár. Begga hélt utan um synina tvo heima uns þau eltu Örra út og lífið hélt áfram í Asíu. Daglegt líf fjölskyldunnar gjörbreyttist við flutninginn en þau löguðu sig að framandi að- stæðum með útsjónarsemi og dugnaði. Á slóðum nemenda Örra í Busan er í dag hinn þekkti Ja- galchi fiskmarkaður, einn hinn stærsti í Austur-Asíu, og glitr- andi skýjakljúfar hafa risið á milli Örn Erlingsson ✝ Örn Erlingssonfæddist 3. febr- úar 1937. Hann lést 13. mars 2019. Útför Arnar fór fram 26. mars 2019. Vegna mistaka í vinnslu féllu niður nokkrar setningar í grein Elínar í blað- inu í gær og er greinin því birt hér aftur í heild sinni. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. hæðanna þar sem Örri og Begga bjuggu. Þegar fjöl- skyldan stækkaði enn á ný fylgdi Örri Beggu og stráka- hópnum heim í faðm stórfjölskyldunnar í Keflavík. Sjálfur lauk hann sínu verki í Busan áður en hann fluttist heim á vit nýrra verkefna. Þau skapaði hann sér sjálfur með góðri blöndu af eðlisávísun, skyn- semi og kjarki. Í hönd fór tími at- hafna og verðmætasköpunar á öllum vígstöðvum, barnauppeldis og útgerðar. Kynni okkar Örra voru varla hafin þegar hann bauð mér á þorrablót á heimili sínu, þar upplifði ég fyrst hið glaða og hispurslausa viðmót væntanlegr- ar tengdafjölskyldu, fjörið og há- vaðann, ættarsvipinn sterka. Ekki var laust við að rólegur landkrabbi færi svolítið hjá sér í návist Örra. Þegar barnabarna- hópurinn stækkaði var indælt að finna mjúkan og forvitinn afa fyr- ir innan skelina hörðu. Afinn var boðinn og búinn þegar til hans var leitað, þá kom hann brunandi til að klípa í lítil nef, stríða góðlát- lega og gæta barnanna. Aldurinn dró ekki úr athafnagleði og frum- kvöðulskrafti Örra en áhugamál eins og golf, lax og heimshornaf- lakk toguðu einnig í hann og aldr- ei var setið auðum höndum. Minningarnar frá Kóreu tendr- uðu glampa í augum og frábært var að heyra Örra tala kóreskuna með tilþrifum við kóreska vin- konu okkar á góðri stund. Örri hugsaði stórt en þekkti þó öðrum betur smæð mannsins, ferðaðist víða þótt ræturnar djúpu í Garð- inum væru hluti af honum sjálfum. Hrjúfur var hann og meyr í senn, sjálfstæður og djarfur, ger- andi í sínum ævintýrum. Við er- um hljóð og hugsi yfir ævistarfi litla drengsins á sjávarkambinum í Garðinum og lífinu framundan án hans. Guð blessi minningu Arnar Erlingssonar. Elín Guðjónsdóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast míns fyrri nágranna Einars Runólfssonar. Árið 2003 kaupi ég mína fyrstu íbúð á jarðhæð á Digranesvegi 36 í þriggja hæða húsi. Á miðhæðinni bjuggu Einar og Vilborg, og átti ég eftir að kynnst því hve mikið sómafólk þar var að finna. Vilborg lést árið 2005 en Einar bjó áfram uppi af miklum sómaskap og hélt öllu í röð og reglu þrátt fyrir að vera kominn á níræðisaldur. Hann studdi mig heilshugar í öllum þeim ákvörðunum og fram- kvæmdum sem ungur maður vildi gera á nýjum stað enda dug- legur og vildi hafa hlutina í lagi. Ég minnist þess oft þegar við slógum limgerðið, hann vildi klippa það frekar neðarlega og ég sættist á það, því hann sagðist sjá um að binda það í knippi, „við skyldum skipta verkum“. Oft ræddum við saman í þvottahús- ganginum um það sem þyrfti að gera, hvor sem það var að slá grasið, fúaverja gluggana eða þakkantinn. Ávallt var hann tilbúinn í framkvæmdir, við skyldum bara standa saman og hann gæti þó allavega borgað í Einar Runólfsson ✝ Einar Runólfs-son fæddist 25. desember 1918. Hann lést 10. mars 2019. Einar var jarð- sunginn 21. mars 2019. því. Hann hvatti ungan mann áfram, aldrei var hann letj- andi og ávallt gátum við rætt hlutina, hvort sem það var um framkvæmdir, Landeyjahöfn eða nágrannann á efri hæðinni. Eftir að fjölskyldan stækk- aði þá þurftum við að finna stærri íbúð og fluttum við á Álfhólsveginn ár- ið 2008. En oft varð mér litið heim á Digranesveg 36 er ég átti leið hjá og stundum stoppaði ég til að sjá hvernig Einar hefði það. Ég kveð hann í dag og hugsa hvað við fjölskyldan vorum hepp- in að hafa kynnst honum, betri nágranna var vart hægt að finna. Við Hanna sendu ættingjum Einars kærar samúðarkveðjur. Guðjón S. Magnússon. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.