Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 SCREEN- OG RÚLLUGARDÍNUR Henta vel þar sem sól er mikil en þú vilt geta séð út Láttu sólina ekki trufla þig Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnae@mbl.is Skuggahverfið, Shadowtown á ensku, heitir væntanleg kvikmynd hjónanna og kvikmyndagerðar- mannanna Jóns Gústafssonar og Karolinu Lewicka sem stefnt er að því að frumsýna hér á landi í haust en kvikmyndin var meðal þeirra verka í vinnslu sem kynnt voru á Stockfish-kvikmyndahátíðinni 5. mars síðastliðinn. Hinn heimskunni velski leikari John Rhys-Davies fer með eitt af að- alhlutverkum myndarinnar en hann hefur meðal annars leikið í kvik- myndunum um Hringadróttinssögu og myndunum um fornleifafræðing- inn Indiana Jones en auk hans fara með aðalhlutverk vesturíslenska leikkonan Brittany Bristow, Kol- beinn Arnbjörnsson, Atli Óskar Fjalarsson og Inga María Eyjólfs- dóttir. Bristow leikur unga konu í Kan- ada sem erfir hús ömmu sinnar í Reykjavík, ömmu sem hún þekkti ekki og vissi ekki að væri til. „Í trássi við vilja móður sinnar leggur hún í ferðalag til að ná skilningi á sársauka fortíðarinnar, en með þeirri ákvörðun veldur hún uppnámi og róti sem hún kemst ekki lifandi frá nema með aðstoð látinna for- feðra og -mæðra,“ segir um sögu- þráðinn í kynningarefni frá Stock- fish. Óskýrar línur Jón segir myndina komna á klipp- ingarstigið og að verið sé að semja tónlist við hana. „Þetta er „low budget“ mynd,“ segir hann og að kvikmyndin sé dramatísk, dularfull og spennandi. „Við erum markvisst og meðvitað að búa til óskýrar línur milli hins raunverulega og hins yfir- náttúrulega,“ útskýrir Jón. Þau hjónin nálgist með sínum hætti ís- lensku drauga- og tröllasögurnar, sögur af hinu yfirnáttúrulega sem allir þekki. „Þetta er á einhverju millibili sem erfitt er að útskýra. Við þekkjum fólk sem hefur sagt okkur sögur af upplifunum þeirra af draugum en get ég sem menntaður nútímamaður trúað því að það séu til draugar? Ég get ekki afneitað því heldur,“ segir Jón. Hann segir að unga konan í mynd- inni, Maya, komi til Reykjavíkur og gisti í húsinu og strax fyrstu nóttina fari hún að fá skilaboð sem bendi til þess að einhver sé að fá hana ofan af því að selja húsið. Hún fer að tefja fyrir sölu á húsinu og sá sem gert hefur tilboð í það tekur að ókyrrast. „Það er einhver að reyna að benda henni á slys sem varð fimmtíu árum áður og hefur áhrif á hana ennþá í dag,“ segir Jón og að í grunninn fjalli sagan um það sem við erfum og þá ekki aðeins eignir og peninga heldur eitthvað miklu meira. „Við erfum líka genin okkar og sumir segja að við erfum hugsanir og aðrir að við erfum áföll fortíðarinnar,“ út- skýrir Jón og nefnir að Íslendingar hafi á síðustu öld misst fjögur þús- und manns í sjóslysum. Og sú sorg- lega staðreynd tengist efni myndar- innar, að hans sögn. Best að skemma ekki frekar hið óvænta fyrir væntan- legum bíógestum. Ljósmyndiri/Gunnar Freyr Steinsson Aðalleikararnir John Rhys-Davies á langan feril að baki sem leikari og sést hér við sjávarsíðuna í Reykjavík í kvik- myndinni Skuggahverfi. Brittany Bristow er öllu minna þekkt en hefur leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Leikstjórarnir Jón Gústafsson og Karolina Lewicka leikstýra myndinni. Á milli tveggja heima  Skuggahverfið nefnist kvikmynd Jóns Gústafssonar og Karolinu Lewicka  John Rhys-Davies meðal leikara  Dramatísk, dularfull og spennandi Hrollvekjan Us eftir leikstjórann Jordan Peele sló met um síðustu helgi í Bandaríkjunum þar sem hún var frumsýnd á föstudegi, eins og á Íslandi. Engin frumsamin hroll- vekja (þ.e. ekki endurgerð á eldri hrollvekju) hefur skilað jafnmiklu í miðasölu þar í landi, eða um 70 milljónum Bandaríkjadala. Fram- leiðslukostnaður myndarinnar var 20 milljónir dollara og gróðinn því strax orðinn mikill. Fyrsta kvikmynd Peele, Get Out, sló óvænt í gegn árið 2017 og virð- ist Us ætla að gera það líka. Get Out hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda handrit í fyrra. Með aðalhlutverk í Us fara Lupita Nyong’o og Winston Duke og segir í myndinni af hjónum sem ætla að hafa það náðugt í fríi á sólarströnd með börnum sínum en þá fara dularfullir tvífarar að gera þeim líf- ið leitt. Hrollvekja Peele sló met í miðasölu Frumsýning Leikstjórinn Jordan Peele, leikkonan Lupita Nyong’o og leikarinn Winston Duke á frumsýningu Us í New York 20. mars. AFP Kvikmyndaleik- stjórinn Larry Cohen, sem gerði á ferli sín- um költ-myndir á borð við Black Caesar, It’s Alive og Q: The Winged Serpent, er látinn, 77 ára að aldri. Cohen naut mikillar hylli hjá afmörkuðum hópi kvikmyndaunnenda og var einn af lykilmönnum hinna svoköll- uðu „exploitation“ kvikmynda 8. og 9. áratugarins sem í kvikmynda- fræðum hafa verið kallaðar æsi- myndir. Þá var hann einnig hand- ritshöfundur og samdi sögur fyrir sjónvarpsþætti á borð við The Fugi- tive og Columbo. Eftir dágóða fjar- veru frá Cohen aftur með kvik- myndinni Phone Booth árið 2002 sem gerist nær öll í símaklefa. Leikstjórinn Larry Cohen látinn Larry Cohen Fyrirtækið Apple kynnti í fyrradag nýja áskriftarveitu sína að kvik- myndum og sjón- varpsþáttum, Apple TV+ sem mun að öllum lík- indum veita streymisveitunni Netflix harða samkeppni. Meðal þeirra frægðarmenna sem tóku þátt í kynningunni voru leikstjórinn Steven Spielberg og leikkonurnar Reese Witherspoon og Jennifer An- iston. Spielberg framleiðir þætti veitunnar Amazing Stories sem byggðir eru á 93 ára gömlu vís- indaskáldskapartímariti sem veittu honum innblástur og Witherspoon og Aniston kynntu þættina The Morning Show sem þær leika í sam- an. Hvort veita Apple reynist raun- veruleg ógn við Netflix mun tíminn einn leiða í ljós en veitan hefur göngu sína í maí. Sjá má af umfjöll- unum hinna ýmsu fjölmiðla að menn eru mishrifnir og dagblaðið Guardian spáir því að veitan muni hafa lítil sem engin áhrif á Netflix. Stjörnur kynna Apple TV+ Jennifer Aniston

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.