Morgunblaðið - 29.03.2019, Page 4

Morgunblaðið - 29.03.2019, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019 Njóttu þess að hlakka til Krít – 10 nætur frá 137.900 kr. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með morgunverði. Oscar Suites & Village Sumarhvellur ★★★★ GILDIR Í VALDAR BROTTFARIR Í JÚNÍ, JÚLÍ OG ÁGÚST Frábær verð í sumar og sól Veður víða um heim 28.3., kl. 18.00 Reykjavík 0 skýjað Hólar í Dýrafirði 2 alskýjað Akureyri 0 snjókoma Egilsstaðir 1 léttskýjað Vatnsskarðshólar -1 skýjað Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 7 súld Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 13 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 13 léttskýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 16 heiðskírt Glasgow 11 heiðskírt London 14 léttskýjað París 13 alskýjað Amsterdam 10 skýjað Hamborg 11 skýjað Berlín 9 súld Vín 11 skúrir Moskva 2 heiðskírt Algarve 19 heiðskírt Madríd 10 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 16 heiðskírt Aþena 10 súld Winnipeg -1 léttskýjað Montreal 4 alskýjað New York 5 heiðskírt Chicago 14 léttskýjað Orlando 23 léttskýjað  29. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:57 20:09 ÍSAFJÖRÐUR 6:59 20:17 SIGLUFJÖRÐUR 6:42 20:00 DJÚPIVOGUR 6:26 19:39 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á laugardag Hæg vestlæg átt, víða léttskýjað og kalt í veðri. Suð- vestan 5-10 m/s síðdegis með éljum á Suður- og Vesturlandi. Allhvöss vestanátt austanlands fram yfir hádegi, annars talsvert hægari vindur. Él, einkum á Norðurlandi, en bjartviðri suðaustantil. Frost víða 0 til 5 stig. Gjaldþrot WOW air ferðaþjónustu finna fyrir samdrætti. Jafnframt muni eftirspurn á íbúða- markaði minnka og fjöldi Airbnb- íbúða verða settur í sölu. Sú þróun geti aftur haft áhrif á íbúðaverð. Kynnisferðir sögðu upp 59 starfs- mönnum í gær. Þá sagði auglýsinga- stofan Pipar\TBWA upp fimm starfsmönnum í kjölfar falls WOW. Síðasta haust var unnin greining fyrir stjórnvöld á mögulegum áhrif- um gjaldþrots WOW air á íslenska hagkerfið. Trúnaður hefur ríkt um þessa greiningu og fékkst hún ekki afhent hjá fjármálaráðuneytinu í gær. Hins vegar birti Fréttablaðið frétt upp úr greiningunni en þar sagði að gjaldþrot WOW air gæti þýtt að landsframleiðsla drægist saman um 2 til 3 prósent í ár. Taka á móti starfsfólki WOW Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, hvetur starfs- fólk WOW air til að afla sér upplýs- inga á vef stofnunarinnar. Sótt sé um atvinnuleysisbætur rafrænt. „Öll stofnunin er með þetta undir. Það mæðir mest á Reykjavík og Suð- urnesjum. Það hefur aldrei gerst að svo stór vinnustaður hafi orðið gjald- þrota á Íslandi,“ segir Unnur. Nánar er rætt við hana á blaðsíðu 12 í Morgunblaðinu í dag. Stofnunin sendi frá sér tilkynn- ingu í gær þar sem starfsfólki WOW air var leiðbeint um næstu skref, m.a. varðandi atvinnuleysisbætur. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir það þumal- fingursreglu að hvert prósentustig í hagvexti fjölgi störfum um 0,5-0,8 prósentustig. Miðað við að áhrifin séu 0,6 prósentustig og 200 þúsund manns á vinnumarkaði ætti það að samsvara 1.200 störfum. Áhrifin virka í báðar áttir. Því ætti 1% sam- dráttur að leiða til þess að störfum fækki um 1.200. Af því leiðir að 2-3% samdráttur gæti fækkað störfum um 2.400 til 3.600. Á móti kemur að WOW air skar niður reksturinn í desember og hafa áhrifin af því þegar birst að hluta í hagkerfinu. Þær upplýsingar fengust hjá Landsbankanum að bankinn myndi ekki birta spá um atvinnuleysi vegna brotthvarfs WOW air. Atvinnuleysið aukist um 1,7% Arion banki kynnti í fyrradag sviðsmyndir vegna mögulegs sam- dráttar í ferðaþjónustu. Þá fyrst og fremst vegna brotthvarfs WOW air. Erna Björg Sverrisdóttir, sér- fræðingur á greiningardeild Arion banka, segir deildina áætla að at- vinnuleysi aukist um 1,7 prósentu- stig. Með því muni atvinnuleysi aukast úr að meðaltali 2,7 prósentu- stigum í fyrra í 4,4 prósentustig í ár. Það samsvari 2.000 til 2.500 störfum í ferðaþjónustu. Að meðtöldum öðrum óbeinum störfum geti störfum mögu- lega fækkað um 2.500 til 3.000 í ár. Til samanburðar kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar að atvinnuleysi mældist 3,1% í febrúar. Að jafnaði 5.690 manns voru þá á atvinnuleysisskrá. Erna segir aðspurð að greiningar- deild Arion banka áætli að atvinnu- leysið verði ívið meira á næsta ári, eða 4,7%, í kjölfar samdráttar í ferðaþjónustu. Hún bendir á að mörg störf í ferðaþjónustu hafi verið hálfgerð vertíðarstörf. Þá hafi marg- ir starfsmenn komið gagngert til landsins í atvinnuleit. Með hliðsjón af þessum hreyfanleika sé óvíst hvernig samdrátturinn mælist í at- vinnuleysi. „Einhverjir gætu séð hag sínum betur borgið með því að fara úr landi og vinna annars staðar.“ Gangi til baka í lok ársins Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Greiningar Íslandsbanka, segir að til skemmri tíma litið sé lík- legt að vegna brotthvarfs WOW air aukist atvinnuleysi á Íslandi um hálft til eitt prósentustig. Við þá áætlun styðjist hann m.a. við upplýs- ingar um að þúsund störf muni tap- ast hjá WOW air og um 700 störf á Suðurnesjum. Við það bætist ýmis önnur afleidd störf. Því sé raunhæft að ætla að í kring um tvö þúsund störf tapist á komandi mánuðum. „Fjöldinn ræðst af því hvernig gjaldþrot WOW air smitast yfir á aðra tengda aðila, þjónustuaðila WOW air og fleiri í ferðaþjónstunni, og hvaða bjargir þeir sem missa starf sitt núna vegna gjaldþrots WOW air hafa til að finna önnur störf. Til lengri tíma litið held ég að áhrifin á íslenskan vinnumarkað verði ekki veruleg. Hins vegar er óhjákvæmilegt að það verði meira atvinnuleysi en ella á næstu vikum og mánuðum. Þegar komið er fram á síðasta fjórðung er vonandi farið að sjá fyrir endann á mestu áhrifunum af þessu. Það byggjum við á reynslu annarra landa þar sem komið hefur áþekkt högg á ferðaþjónustu. Og með hliðsjón af því hvað vinnumark- aður okkar og hagkerfi er sveigjan- legt. Hagkerfið hefur áður sýnt mikinn viðnámsþrótt við svona skell,“ segir Jón Bjarki. Námsmenn og fólk sem vinnur hlutastörf muni finna fyrir samdrætti á íslenskum vinnumarkaði næstu mánuði. Hefur neikvæð áhrif á hagvöxt Seðlabankinn lætur reglulega vinna sviðsmyndir vegna mögulegra áfalla í hagkerfinu. Bankinn tjáir sig hins vegar ekki um möguleg áhrif af falli einstakra félaga. Þó var fjallað um vanda WOW air með almennum hætti í síðustu Peningamálum. Aðalfundur bankans fór fram í gær. Við það tilefni rifjaði Már Guð- mundsson, seðlabankastjóri, upp að Seðlabankinn hefði sl. haust metið áhrifin af mögulegu falli WOW air miðað við stærð og umsvif WOW árið 2017. Gróflega megi áætla að þau hafi verið orðin um helmingi minni þegar félagið fór í þrot. „Eigi að síður er ljóst að fall Wow mun hafa neikvæð áhrif á hagvöxt, sér- staklega á þessu ári,“ sagði Már m.a. Minnst 2.000 verða án atvinnu  Fráfarandi starfsmannastjóri WOW air segir milli 900 og 1.000 hafa misst vinnuna hjá flugfélaginu  Fleiri félög segja upp fólki  Sérfræðingar telja að störfum í hagkerfinu muni fækka um 2-3 þúsund Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Starfsfólkið farið Starfsmenn WOW air í höfuðstöðvunum í Bríetartúni yfirgáfu vinnustaðinn í síðasta sinn eftir fund með forstjóra félagsins. 5% 1.450 7% 2.030 10% 3.000 2.000 2.900 2.000 12% 3.480 15 4.350 Möguleg áhrif af falli WOW air á vinnumarkaðinn A B C D E CA B D E Miðspá Miðspá Atvinnuleysi innan ferðaþjónustu og tengdra atvinnugreina Fækkun starfa/fjöldi atvinnulausra, sviðsmyndir Mismunandi sviðsmyndir samkvæmt spá Reykjavík Economics Spá Íslandsbanka Spá Reykjavík Economics Spá Arion banka BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sérfræðingar áætla að með brott- hvarfi flugfélagsins WOW air fækki störfum á íslenskum vinnumarkaði um minnst 2 þúsund. Um þúsund manns misstu vinnu hjá WOW. Jónína Guðmundsdóttir, fv. fram- kvæmdastjóri mannauðssviðs WOW air, hafði verið vakandi í einn og hálf- an sólarhring þegar Morgunblaðið náði tali af henni um fimmleytið í gær. Höfðu stjórnendur félagsins þá róið lífróður til að bjarga því. Þeirri baráttu lauk í gærmorgun. Að sögn Jónínu missa 900 til 1.000 manns vinnuna hjá WOW air. Gróft á litið séu þetta 200 flugmenn, 400 flugliðar, 50 flugvirkjar og starfsfólk í Keflavík og höfuðstöðvunum. Áður hafi félagið sagt upp um 110 fastráðnum starfsmönnum í desem- ber og verktökum og lausráðnum starfsmönnum, alls um 350 manns. Jónína sagði aðspurð að eftir að starfseminni var hætt hefði félagið haft samband við Vinnumálastofnun og verkalýðsfélög starfsmanna. Jónína sagði starfsfólkið mundu halda hópinn. „Þetta hefur verið miklu meira en vinnustaður. Þetta er meira eins og fjölskylda,“ sagði Jón- ína um andann hjá félaginu. Isavia hyggst byrja á að fækka sumarfólki (sjá viðtal við forstjórann á blaðsíðum 10-11 hér í blaðinu). Störfum fækki um 2.900 Samkvæmt greiningu Reykjavík Economics (RE), sem unnin var fyrir WOW air og birt í síðustu viku, mun störfum fækka um 1.450 til 4.350 vegna brotthvarfs WOW air. Magnús Árni Skúlason, fram- kvæmdastjóri RE og annar skýrslu- höfunda, segir aðspurður að miðspá- in, 2.900 störf, sé líklegust. Þar komi í fyrsta lagi til um þús- und störf hjá WOW air og nokkur hundruð tengd störf, ekki síst hjá Airport Associates, þjónustuaðila fé- lagsins á Keflavíkurflugvelli. Um 400 manns starfa nú hjá Air- port Associates og áætlar forstjóri félagsins, Sigþór Kristinn Skúlason, að um 50% af starfseminni hafi verið vegna þjónustu við WOW air. Í öðru lagi bendir Magnús Árni á að störfum muni fækka hjá fjölda ferðaþjónustufyrirtækja sem byggt hafa afkomu sína að hluta á farþegum sem komu með WOW. Til dæmis séu margar bílaleigur skuldsettar og því horfur á endur- skipulagningu og samruna bílaleiga. Þá muni hótelrekendur, leiðsögu- menn, veitingamenn og fleiri aðilar í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.