Morgunblaðið - 29.03.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 29.03.2019, Síða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Verð áður 12.990 Verð nú 9.090 30% afsláttur af úlpum um á Keflavíkurflugvelli 2019 yrðu WOW farþegar. Nú hefst vinnan við að kanna hvað aðrir flugrekendur geti komið með af farþegum til landsins til viðbótar. Þá er sumartíminn sá tími árs þegar flest erlend flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli. Það er ljóst að brotthvarf WOW air mun hafa áhrif en við erum ekki komin með endanlegt svar um þau áhrif á þessari stundu,“ segir Björn Óli. Samkvæmt ársskýrslu Isavia 2018 störfuðu þá að meðaltali 1.430 manns hjá fyrirtækinu. Það var 5,9% fjölgun starfa hjá félaginu milli ára. Fram kom í fréttaskýringu um áform Isavia sem birtist í Morgun- blaðinu 15. nóvember síðastliðinn að áformað var að rúmlega tvöfalda byggingarmagnið á flugvellinum í Keflavík á næsta áratug. Þá fyrst með gerð tengibyggingar milli norður- og suðurbyggingar sem mögulega yrði tekin í notkun 2022-23. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eigna- sviðs Keflavíkurflugvallar, taldi raun- hæft að þessar framkvæmdir hæfust í lok þessa árs. Áætlaður kostnaður væri 25-30 milljarðar. Mögulegt yrði að áfangaskipta hluta verkefnisins ef ástæða þætti. Morgunblaðið/Hari Leifsstöð Tómlegt var um að litast í gær við innritunarborð WOW air. Stefán E. Stefánsson Pétur Hreinsson Farþegaþotur eru meðal dýrmætasta lausafjár sem fyrirfinnst. Það sem gerir þær sérstæðar er sá mikli hreyf- anleiki sem þær hafa miðað við önnur verðmæti af svipaðri stærðargráðu. Vél sem kostar 10 milljarða getur tek- ið á loft frá flugvelli á Íslandi og verið komin hinum megin á hnöttinn á inn- an við hálfum sólarhring. Þessi sérstaða veldur því að sér- stakar reglur gilda um meðferð flug- véla og kyrrsetning er eitt þeirra úr- ræða sem beita má gagnvart flugfélögum sem brotið hafa skilmála í samningum við lánardrottna sína. Kyrrsetning miðar ætíð að því að lág- marka hættuna á því að eigandi kröfu verði fyrir tjóni þar til öðrum úrræð- um, fyrir dómstólum, verður við kom- ið. Að aftra för flugfars Kyrrsetningarheimildir ná til fleiri tegunda verðmæta en flugvéla en lög um loftferðir, ásamt alþjóðasamn- ingum þar um, ganga lengra en al- menn ákvæði laga um kyrrsetningu. Þannig geta t.d. rekstraraðilar flug- valla aftrað för loftfars af flugvelli uns gjöld eru greidd af viðkomu viðkom- andi vélar eða trygging sett fram fyr- ir greiðslu þeirra. Þá geta leigusalar flugvéla einnig beitt kyrrsetningu gagnvart vélum sem eru í höndum leigutaka, hafi ekki verið greitt af leigusamningum er þær varða. Slík- um ákvæðum hefur nú verið beitt gegn WOW air og þar koma við sögu leigusalar fyrirtækisins og Isavia ohf. sem um mánaðaskeið hefur séð skuld- ir WOW air vegna lendingargjalda hlaðast nær stöðugt upp. Atburðarás í þá veru hófst á sunnudagskvöld þegar flugvélaleigufyrirtækið Jin Shan, sem er í eigu BoComm, lét kyrrsetja tvær vélar í sinni eigu sem WOW air var með í förum milli Íslands og Kanada annars vegar og hins vegar í leigu- verkefnum milli Kúbu og Flórída- fylkis í Bandaríkjunum. Þær vélar hafa ekki tekið á loft frá 24. mars síð- astliðnum. Nokkrir dagar liðu frá því að Jin Shan greip til þeirra úrræða en í fyrri nótt létu svo þrjú flugvélaleigufyr- irtæki til skarar skríða. Annars vegar ALC sem lét kyrrsetja fjórar vélar sem héldu til Norður-Ameríku síð- degis í fyrradag og lentu í Toronto, Montréal, Detroit og Baltimore um kvöldmatarleytið þann dag. Hins veg- ar létu tvö félög, sem eru í eigu Gos- hawk, kyrrsetja tvær vélar í þeirra eigu sem lentu í Boston og New York um kvöldmatarleytið í fyrradag. Þetta eru félög sem reyndar bera nöfn sem áhugamenn um íslenskar ár ættu að tengja við: Sog Aviation Leasing Limited og Tungnaa Av- iation Leasing Limited. Isavia grípur inn í En þá eru aðeins taldar átta af þeim flugvélum sem WOW air hafði til umráða þar til um liðna helgi. Um nokkurt skeið var það verst geymda leyndarmál íslenska fluggeirans að á milli WOW air og Isavia hafði um all- langt skeið verið í gildi samkomulag um að á Keflavíkurflugvelli væri ætíð ein vél „til taks“ vegna skuldar fé- lagsins við flugvöllinn. Þannig tryggði WOW á hverjum tíma að Isavia gæti, ef nauðsyn krefði, kyrr- sett viðkomandi vél til tryggingar þeim himinháu skuldum sem safnast höfðu upp á undanförnum misserum vegna vangoldinna lendingargjalda. Í tilkynningu frá Isavia í gær sagði að þegar fréttir hefðu borist af því að vélarnar sem haldið höfðu til Am- eríku í fyrradag myndu ekki skila sér til baka hefði Isavia beitt stöðv- unarheimild á grundvelli loft- ferðalaga til að stöðva flugvél WOW air. Og þar varð fyrir barðinu vélin TF-GPA sem er í eigu ALC en hún hefur frá 18. mars staðið óhreyfð á Keflavíkurflugvelli og í panti hjá Isavia. Einn fyrir alla Þannig situr ALC í súpunni eftir gjaldþrot WOW air. Skv. reglum sem í gildi eru hér hefur Isavia allsherj- artak í vél félagsins gagnvart skuld- unum sem leigutakinn hefur safnað upp. Það verður því stór reikningur sem ALC þarf að punga út til að losa vélina af Keflavíkurflugvelli. Víðast hvar um heiminn gilda þær reglur að flugvellir hafi aðeins tak í vélum gagnvart þeim lendingargjöldum sem safnast hafa upp vegna viðkom- andi véla. Hin rúma heimild sem er í gildi hér, rétt eins og í Bretlandi, er m.a. talin ástæða þess að ALC og aðr- ir leigusalar ákváðu að kyrrsetja vél- ar sínar fjarri íslenskum flug- brautum. Þá voru eftir tvær Tvær vélar eru enn ótaldar í þessu samhengi. Í fyrsta lagi vélin TF- NOW sem flogið var til Ljubliana í Slóveníu þann 21. mars vegna við- haldsskoðunar. Hún er í eigu ALC og er nú komin úr höndum WOW air einnig. Önnur vél félagsins, TF-SKY kom til Íslands frá Kaupmannahöfn í fyrrakvöld en hún hefur ekki verið kyrrsett af Isavia og mun því ALC að öllum líkindum koma henni af landi brott við fyrsta tækifæri og leigja hana öðru félagi, rétt eins og unnið verður að í tilfelli hinna vélanna sem nú standa óhreyfðar. Allar vélarnar á jörðu niðri  Áhafnir WOW air strandaglópar líkt og farþegarnir  Vélum WOW beint til annarra leigutaka Staðsetning véla WOW air TF-NEO Í viðhaldsskoðun í Ljubliana frá 21. mars,* TF-GMA Síðasta fl ug frá Kefl avík til Toronto þann 27. mars. Lenti 19:22.* TF-WIN Síðasta fl ug frá Kefl avík til Detroit þann 27. mars. Lenti 19:04.* *Eigandi: ALC. **Eigandi: Sog Aviation Leasing Limited. ***Eigandi: Tungnaa Aviation Leasing Limited. ****Eigandi: Jin Shan 20. TF-NOW Síðasta fl ug frá Santa Clara á Kúbu til Miami 24. Mars. Lenti kl. 21:20.**** TF-JOY Síðasta fl ug frá Kefl avík til Montréal þann 27. mars. Lenti 18:04.* TF-PRO Síðasta fl ug frá Reykjavík til Montréal þann 24. Mars. Lenti kl. 18:00.**** TF-DOG Síðasta fl ug frá Kefl avík til Boston þann 27 mars. Lenti kl. 18:39.** TF-DTR Síðasta fl ug frá Kefl avík til Baltimore þann 27. mars. Lenti kl. 17:48.* TF-CAT Síðasta fl ug frá Kefl avík til New York þann 27. mars. Lenti kl. 17:43.*** TF-GPA Síðasta fl ug frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur þann 18. mars. Lenti 13:46.* TF-SKY Síðasta fl ug frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur þann 27. mars. Lenti kl. 22:23.* Morgunblaðið/Hari Kjurt Þegar vélar eru kyrrsettar hefur það yfirleitt víðtæk áhrif eins og sannast hefur rækilega síðustu daga. Engin véla WOW air fór í loftið í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.