Morgunblaðið - 29.03.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Tilraun neðri deildar breska þings-
ins til þess að taka fram fyrir hend-
urnar á ríkisstjórninni í Brexit-mál-
inu fór út um þúfur þegar þingmenn
höfnuðu í fyrrakvöld öllum valmögu-
leikunum átta sem lagðir höfðu verið
fram.
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, hyggst leggja fram sam-
komulag sitt við Evrópusambandið í
þriðja sinn í dag, en þá rennur út sá
tímafrestur sem leiðtogar sam-
bandsins höfðu gefið Bretum til þess
að samþykkja það. Gangi það eftir
munu Bretar yfirgefa sambandið 22.
maí næstkomandi, en annars verður
útgangan 12. apríl.
John Bercow, forseti þingsins,
veitti heimild í gær til að málið yrði
lagt fram á ný, þar sem ríkisstjórnin
hafði aðskilið samkomulagið frá póli-
tískri viljayfirlýsingu sem áður var
hluti af frumvarpi May. Fulltrúar
Verkamannaflokksins gagnrýndu
hins vegar ríkisstjórnina, og sögðu
að án viljayfirlýsingarinnar, sem set-
ur fram hvernig samskipti Bretlands
og Evrópusambandsins eiga að vera
eftir útgönguna, væri þingið í raun
að samþykkja „Brexit í blindni“.
Dugar loforð May?
Theresa May lofaði þingmönnum
Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld-
ið að hún myndi fara frá ef sam-
komulagið yrði samþykkt, þannig að
annar leiðtogi Íhaldsflokksins myndi
sjá um næstu skref útgöngunnar.
Loforð May, ásamt því að þingið
samþykkti engan annan kost á mið-
vikudagskvöldið, varð til þess að
sannfæra suma af helstu andstæð-
ingum hennar innan Íhaldsflokksins,
um að samkomulag hennar væri
betra en hinir valkostirnir sem væru
í boði. Boris Johnson, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra, ákvað til dæmis að
styðja samkomulagið eftir ákvörðun
May. Þingmenn norðurírska DUP-
flokksins ítrekuðu hins vegar að and-
staða þeirra við samkomulagið væri
óbreytt, en þeir óttast að það muni
reka fleyg milli Norður-Írlands og
hinna þriggja ríkjanna innan Stóra-
Bretlands.
AFP
Brexit Eigandi þessara hunda mótmælti við breska þinghúsið í gær.
Öllum valkost-
unum hafnað
Samkomulagið borið upp í þriðja sinn
Forsvarsmenn Boeing-flugvéla-
verksmiðjanna lofuðu í fyrrinótt að
þeir myndu gera allt sem í valdi
þeirra stæði til þess að koma í veg
fyrir frekari flugslys eins og þau
tvö sem 737 MAX 8-vélar fyrir-
tækisins lentu í með skömmu milli-
bili á síðastliðnu misseri.
Félagið kynnti um leið breyt-
ingar á hugbúnaði MAX-vélanna,
sem á að koma í veg fyrir að svo-
nefnt MCAS-kerfi bili, en það á að
koma í veg fyrir að flugvélin ofrísi.
Rannsóknir flugslysanna í Eþíópíu
og Indónesíu hafa hins vegar
beinst í síauknum mæli að bilun í
búnaðinum, sem hafi ýtt vélunum
niður á við á meðan flugmennirnir
reyndu að halda þeim á lofti.
Boeing hefur meðal annars kom-
ið í veg fyrir að MCAS-kerfið reyni
ítrekað að laga flug vélarinnar þeg-
ar flugmaður hennar reynir að ná
stjórn á henni á ný, auk þess sem
að það á að slökkva á sér ef tveir
skynjarar, sem eiga að nema loft-
streymi í kringum vélina, eru ekki
á einu máli um það hver mælingin
sé.
Þá mun flugfélögum bjóðast að
fá viðvörunarljós í flugstjórnarklef-
ann sem láti vita þegar skynjararn-
ir eru ekki samstiga. Að lokum
mun fyrirtækið endurskoða þjálf-
unarferil flugmanna sem hafa lært
á 737, svo að þeir skilji betur
hvernig 737 MAX-vélarnar virki.
Segir ferlið ítarlegt
Dan Elwell, starfandi forstjóri
bandarísku flugumferðarstofnunar-
innar, FAA, sat fyrir svörum öld-
ungadeildarþingmanna, en spurn-
ingar hafa vaknað um þátt FAA við
eftirlit með öryggisþáttum þegar
MAX-vélarnar voru hannaðar.
Hafnaði Elwell ásökunum þess
efnis að FAA og Boeing hefðu átt í
of „nánum“ samskiptum varðandi
þróun vélarinnar og sagði að ör-
yggisprófanir á MCAS-kerfi vél-
arinnar hefðu verið bæði ítarlegar
og nákvæmar.
Segjast hafa
lagað gallann
Boeing kynnir
nýjan hugbúnað
fyrir 737 MAX
AFP
Kyrrsettar Boeing 737 MAX vélar
fá ekki að fljúga þessa dagana.
T Í S K A & L Í F S S T Í L L
S k ó l a v ö r ð u s t í g 1 6 a
Op i ð v i r k a d a g a 11 -18 / l a u g a r d . 11 -17 / Sk ó l a v ö r ð u s t í g u r 16 a , 10 1 Re y k j a v í k / S ím i 5 6 2 0 0 16
Frá tilnefningarnefnd vegna aðalfundar
Haga hf. 2019
Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn föstudaginn
7. júní 2019.
fleim hluthöfum sem vilja eiga fundmeð tilnefningarnefnd eða koma
skilaboðum á framfæri við tilnefningarnefnd í aðdraganda aðalfundar 2019
er bent á að hafa samband við tilnefningarnefnd eigi síðar en kl. 16:00
Þann 12. apríl nk. á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is.
fleim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórnHaga hf. er bent á að tilkynna
Það skriflega til tilnefningarnefndar Haga hf. eigi síðar en kl. 16:00
Þann 29. apríl 2019 á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is. Nauðsynlegt er að
frambjóðendur notist við framboðseyðublað sem finnamá á vefsíðuHaga
en Þar Þarf meðal annars að upplýsa um bakgrunn og hæfi frambjóðanda,
auk Þess að gera grein fyrir hvernig frambjóðandi uppfyllir skilyrði sáttar
Haga hf. við Samkeppniseftirlitið frá september 2018.
Framboðseyðublað og nánari upplýsingar um viðmið tilnefningarnefndar
við mat á frambjóðendummá finna á vefsíðuHaga hf.,
www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/adalfundur.
Tillögur tilnefningarnefndar um frambjóðendur til stjórnar verða
tilkynntar Þann 15. maí nk.
Tilnefningarnefnd Haga hf.