Morgunblaðið - 29.03.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019
Opið:
8-18 virka daga
10-14 laugardaga
Sími 588 8000
slippfelagid.is
Blár vinur í stofunni,
yndislegur litur sem nýtur
sín vel í flestum rýmum.
Skoðaðu litaúrvalið
okkar á slippfelagid.is
Notalegur
Nú virðist sem for-
ysta Sjálfstæðisflokks-
ins hafi einsett sér að
keyra áfram undarlegt
samevrópskt reglu-
gerðarfargan á sviði
orkumála með innleið-
ingu á svonefndum
þriðja orkupakka Evr-
ópusambandsins. Inn-
leiðing þriðja orku-
pakkans gengur þvert
á síðustu landsfundarsamþykktir
Sjálfstæðisflokksins.
Á landsfund mæta hátt í tvö þús-
und kjörnir fulltrúar víðsvegar af
landinu og ákveða stjórnmálastefnu
flokksins. Vald landsfundar til
stefnumörkunar er bundið í lög
flokksins og með þessu skipulagi
hefur skapast hófleg valddreifing
innan flokksins.
Flokksforystan, sem einnig sækir
umboð sitt til landsfundar, getur
vissulega með vísan í hitt og þetta
virt að vettugi landsfundarsam-
þykktir og hagað sinni stefnu eins og
hún vill en við skulum nú samt hafa
það alveg á hreinu að slík framganga
hefur afleiðingar.
Á landsfundinum árið 2010 álykt-
aði fundurinn gegn uppgjöf í Icesave
deilunni með eftirfarandi samþykkt:
„Við [sjálfstæðismenn] segjum hins
vegar NEI við löglausum kröfum
Breta og Hollendinga í Icesave mál-
inu.“
Hið mikilvæga traust sem ríkir á
milli forystu og flokksmanna rofnaði
þegar forystan fór á sveig við þá
samþykkt. Það má í raun leiða að því
líkur að farvegurinn fyrir kosninga-
sigur Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar árið 2013 hafi einmitt skapast
vegna þess að Sig-
mundur stóð fast í fæt-
urna í því máli en á
sama tíma upplifðu
margir kjósendur
Sjálfstæðisflokksins
sig sem svikna. Fram-
sóknarflokkurinn undir
forystu Sigmundar
fékk 35% fylgi í þremur
kjördæmum af sex í
þeim kosningum á
meðan Sjálfstæð-
isflokkurinn náði að-
eins yfir 30% fylgi í
einu kjördæmi.
Það var salt í sárið að heyra tals-
menn forystunnar reyna að telja
flokksmönnum trú um að landsfund-
arsamþykktin hefði verið eitthvað
annað en hún var og að ekki væri
verið að ganga gegn samþykktinni.
Þótt tíminn lækni flest sár situr sú
framganga enn í flokksmönnum.
Sagan virðist ætla að endurtaka
sig með hinum þriðja orkupakka. Á
síðasta landsfundi voru línurnar
lagðar með eftirfarandi samþykkt:
„Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frek-
ara framsali á yfirráðum yfir ís-
lenskum orkumarkaði til stofnana
Evrópusambandsins.“ Samþykkt-
inni var beint gegn þriðja orkupakk-
anum. Þeir sem halda því fram að
þessi samþykkt hafi verið sett fram
af einhverju handahófi og tengist
ekki þriðja orkupakkanum skulu
skýra sitt mál.
Efnislega hafa engin rök verið
lögð fram um að þessi þriðji orku-
pakki sé hagstæður fyrir Íslendinga
og margt bendir til að með innleið-
ingu á honum sé verið að afsala sér
valdi yfir málaflokknum með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum. Jafnvel
flutningsmenn frumvarpsins hafa í
raun viðurkennt valdaframsalið og
leggja fram frumvarpið með fyr-
irvörum. Það er þó alveg á krist-
altæru að fyrirvarar hafa litla sem
enga þýðingu þegar kemur að dóms-
valdinu í Brussel.
Þegar EES-samningurinn var
samþykktur var það grundvall-
aratriði að Íslendingar fengju að
halda í innflutningshöft sín á land-
búnaðarafurðum sökum þess að bú-
fjárstofnar landsmanna hefðu búið
við langvarandi einangrun og væru
viðkvæmir fyrir farsóttum. Þetta má
m.a. lesa í athugasemdum lagafrum-
varpsins.
Þetta grundvallaratriði var nýlega
dæmt óheimilt með vísan í flókna og
fyrirferðarmikla evrópska lagabálka
sem höfðu verið innleiddir. Rétt eins
og með þriðja orkupakkann sam-
þykktu ráðamenn einhverja laga-
flækju frá Brussel sem endaði svo
með einhverju allt öðru en lagt var
upp með.
Það má spyrja sig á hvaða vegferð
evrópska samstarfið er komið þegar
slík grundvallaratriði breytast án
þess að löggjafinn geri sér grein fyr-
ir því. Það hlýtur að þurfa að horfa
til þess máls við innleiðingu á þriðja
orkupakkanum. Erum við að festa í
lög eitthvert evrópskt reglugerðarf-
argan sem getur gert grundvall-
arbreytingar á hagsmunum þjóð-
arinnar og vilja löggjafans með
dómsúrskurði? Gæti sem dæmi eftir
nokkur ár fallið dómur um að ríkið
þyrfti að brjóta upp Landsvirkjun og
selja hana? Gæti komið upp eitthvað
ófyrirsjáanlegt í tengslum við orku-
framleiðslu og dreifingu því menn
ákváðu að samþykkja einhvern
orkupakka sem ekki einu sinni flutn-
ingsmenn hans virðast skilja?
Ekki einn einasti stuðningsmaður
frumvarpsins hefur stigið fram og
lagt fram rök um að pakkinn sé góð-
ur. Ekki einu sinni þeir sem styðja
pakkann. Bara einhverjar flækjur og
uppgjafartal um að þetta þurfi á
grundvelli EES samningsins. Notast
er við setninguna „við eigum engra
kosta völ“. en sama setning var not-
uð í Icesave-deilunni. Annað kom
heldur betur á daginn!
Uppgjafarstefna
Eftir Viðar
Guðjohnsen »Efnislega hafa engin
rök verið lögð fram
um að þessi þriðji orku-
pakki sé hagstæður fyr-
ir Íslendinga og margt
bendir til að með inn-
leiðingu á honum sé ver-
ið að afsala sér valdi yfir
málaflokknum.
Viðar Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur
og sjálfstæðismaður.
Það dylst fáum að
staða mála í við-
ræðum um kjara-
samninga á almenn-
um vinnumarkaði er
flókin um þessar
mundir. Verkfalls-
aðgerðir eru hafnar
eða í undirbúningi af
hálfu Eflingar, VR og
fleiri verkalýðsfélaga.
Þær beinast fyrst og
fremst beint að fyrirtækjum sem
starfa í ferðaþjónustu. Fólk sem
hyggur á ferðalög er mjög kvikur
hópur sem tekur ákvarðanir út frá
mörgum sjónarmiðum. Því er lík-
legt að fyrirhugaðar aðgerðir hafi
áhrif á hve áhugavert Ísland er
sem valkostur í hinu stóra sam-
hengi í augum ferðafólks.
Staðan í kjarasamningum
Eðlilegt er að leitað sé leiða til
lausna á þeirri stöðu sem upp er
komin eftir því sem þær eru til-
tækar. Af hálfu viðsemjenda í við-
ræðunum hefur verið lögð þung
áhersla á að ríkisvaldið þurfi að
beita sér fyrir ákveðnum aðgerð-
um sem lið í að ná niðurstöðu í
samningaviðræðunum. Í því sam-
bandi hefur helst verið rætt um
aðgerðir í húsnæðismálum og
skattamálum.
Umræða um að sveitarfélögin í
landinu ættu að beita sér fyrir að-
gerðum í því skyni að greiða fyrir
samningum á almennum vinnu-
markaði hefur skotið upp koll-
inum. Vandséð er hvernig það get-
ur gengið upp. Gerð skal tilraun
hér til að skýra þá afstöðu nánar
út.
Á Íslandi eru tvö stjórnsýslu-
stig, ríki og sveitarfélög. Sveit-
arfélögin eru nú samtals 72. Íbúa-
fjöldi þeirra er afar mismunandi
eða frá um 50 íbúum upp í um 126
þúsund íbúa. Hvert og eitt sveitar-
félags er sjálfstæð stjórnsýsluein-
ing sem starfar eftir gildandi lög-
um út frá aðstæðum á hverjum
stað.
Verkaskipting ríkis
og sveitarfélaga
Verkaskipting milli ríkis og
sveitarfélaga er í stórum dráttum
þannig háttað að ríkisvaldið (Al-
þingi) setur lög í landinu. Sveit-
arfélögin annast framkvæmd
þeirra laga sem ríkið hefur sett og
varðar þau sérstaklega. Ríkið
ákveður með lagasetningu skyldur
sveitarfélaga, verksvið þeirra,
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga og setur sveitarfélögunum
tekjustofna. Einstök ráðuneyti
setja síðan reglugerðir sem útfæra
nánar framkvæmd einstakra laga.
Ríkisvaldið hefur síðan eftirlit með
því hvernig sveitarfélögin fram-
kvæma þær skyldur sem ríkið hef-
ur sett þeim. Í mörgum tilvikum
hefur ríkið sett viðurlög ef eitt-
hvað bregður út af í þeim efnum.
Á sama hátt hefur ríkisvaldið eft-
irlit með fjármálum sveitarfélaga
og fylgist grannt með að farið sé
eftir gildandi reglum þar um
þannig að hvorki rekstur þeirra né
skuldsetning fari umfram gildandi
viðmið. Þar er gripið inn í af festu
ef eitthvað fer öðruvísi en á að
vera.
Kostnaðarmat
Samband sveitarfélaga hefur um
áraraðir barist fyrir því að bæði
lög og reglugerðir séu kostn-
aðarmetin fyrir gildistöku þeirra.
Slíkt vinnulag myndi bæta stjórn-
sýsluna mikið. Það er í
samræmi við gildandi
regluverk í öðrum
norrænum ríkjum. Þar
er lögð áhersla á að
viðkomandi ráðuneyti
verði að leggja fram
upplýsingar um hvern-
ig líklegur kostnaðar-
auki fyrir sveit-
arfélögin vegna
lagasetningar eða eft-
irfylgjandi reglugerða
verði fjármagnaður. Í
Danmörku er t.a.m. unnið eftir svo
stífum reglum í þessu sambandi að
ef eitthvert ráðuneyti getur ekki
gert grein fyrir hvernig kostn-
aðarauki fyrir sveitarfélögin, sem
hlýst af nýrri reglugerð, verði
fjármagnaður, þá hefur ráðuneytið
ekki heimild til að leggja reglu-
gerðina fram.
Staða sveitarfélaga
Fjárhagsleg staða sveitarfélag-
anna er mjög misjöfn, bæði hvað
varðar rekstrarlega afkomu og/eða
skuldsetningu. Tekjustofnar þeirra
eru einnig mjög mismunandi
sterkir. Einnig eru lýðfræðilegar
og landfræðilegar aðstæður þeirra
afar mismunandi. Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga er ákveðið örygg-
isnet til að tryggja sveitarfélögum
í landinu lágmarkstekjur til að
standa undir starfsemi sinni. Jöfn-
unarsjóður sveitarfélaga leggur
áherslu á að forsenda fyrir fullum
framlögum úr sjóðnum sé að sveit-
arfélögin fullnýti tekjustofna sína.
Enda þótt eitt og eitt sveitarfélag
telji sig geta lagt eitthvað af
mörkum í tengslum við kjara-
viðræður, þá er það fjarri því að
hægt væri að yfirfæra slíka aðgerð
á öll sveitarfélög í landinu. Ef eitt
þeirra myndi taka ákvörðun um
slíkt þá kæmi krafan á öll þau sem
eftir eru að gera slíkt hið sama,
óháð fjárhagslegri stöðu þeirra
eða öðrum aðstæðum. Allar slíkar
aðgerðir verður því að ræða og
taka ákvörðun um hjá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga, heildar-
samtökum sveitarfélaga í landinu.
Eitt atriði má þó benda á í þessu
sambandi. Þegar harðnað hefur á
dalnum hjá okkar norrænu ná-
grönnum hafa ríki og sveitarfélög
sammælst um að kanna allar fær-
ar leiðir til að draga úr rekstr-
arkostnaði sveitarfélaga. Þannig
væri hægt að opna möguleika fyrir
einhverja lækkun á rekstrarkostn-
aði sveitarfélaganna sem gæti síð-
an skilað sér til skattgreiðenda í
lækkuðum álögum. Það væri verð-
ugt samstarfsverkefni ríkis og
sveitarfélaga að takast á við slíkt
verkefni. Það er hins vegar mjög
erfitt að sjá hvernig sveitarfélögin
í heild sinni geta haft aðkomu að
því að greiða fyrir kjarasamn-
ingum á almennum vinnumarkaði
að óbreyttum þeim skyldum sem
ríkið hefur ákvarðað þeim.
Aðkoma sveitarfé-
laga að kjaravið-
ræðum á almenn-
um vinnumarkaði
Eftir Gunnlaug
Júlíusson
Gunnlaugur Júlíusson
»Enda þótt eitt og eitt
sveitarfélag telji sig
geta lagt eitthvað af
mörkum í tengslum við
kjaraviðræður er það
fjarri því að hægt sé að
yfirfæra slíka aðgerð á
öll sveitarfélög í land-
inu.
Höfundur er sveitarstjóri
í Borgarbyggð.
gunnlaugura@gmail.com
Atvinna