Morgunblaðið - 29.03.2019, Side 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019
BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S
O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6
S V E F N S Ó F I
Einnig fáanlegur án arma kr. 159.900
extra þykk og góð springdýna
svefnflötur 140x200 cm
f r o d e
KR. 189.900
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í
síma 533 1320 Við tökum vel á móti ykkur
Húðfegrun mælir með:
– Einstakt tilboð sem gerir
þína húð tilbúna fyrir vorið.
Þessi tvíþætta meðferð styrkir og byggir
upp þína húð, gefur húðinni aukinn
raka, jafna áferð og samstundis
aukinn ljóma.
Nýverið átti ég
þess kost að heim-
sækja höfuðstöðvar
blindrasamtakanna í
Barcelona og er það í
annað sinn sem ég fæ
slíkt tækifæri en áður
hafði ég heimsótt
samskonar samtök í
Kaliforníu, þ.e.
tæknideildina þeirra.
Heimsóknin nú til
blindrafélagisns í
Barcelona (en umráðasvæði er allt
Katalóníufylki) var afar ánægjuleg
og ekki hvað síst fróðleg. Sam-
tökin heita, ONCE – Organización
Nacional de Ciegos Españoles.
Mig langar að deila upplifun minni
af heimsókninni með ykkur.
Á móti mér og spænskri vin-
konu minni tók blindrakennari og
yfirmaður stofnunarinnar. Mikil
öryggisgæsla er í húsinu og kemur
það til út af hryðjuverkaógn sem
víða vofir yfir.
Við áttum u.þ.b. tveggja klukku-
stunda samtal um starfsemi fé-
lagsins og stöðu blindra og sjón-
skertra á Spáni en þar í landi eru
félagsmenn blindrafélagsins um
72.000 talsins og eru um 65%
þeirra yfir sextugsaldri.
Ólíkt því sem er hérlendis er
blindrafélagið og þjónustu-
miðstöðin starfrækt sem ein heild
og um sjálfseignastofnun er að
ræða. Þau eru í stóru og rúmgóðu
húsnæði á fjórum hæðum og á
götuhæðinni starfrækja samtökin
kaffihús sem býður upp á drykki
og léttan mat og þar vinna blindir
jafnt sem alsjáandi. Þarna koma
allir saman blindir sem sjáandi og
umhverfið er afskaplega notalegt.
Blindrafélagið á Spáni starf-
rækir stærsta lottóið þar í landi
þar sem dregið er vikulega og
sumar vikurnar oftar en einu sinni
í viku, sérstaklega í kringum svo-
kallaða rauða daga. Blindrafélagið
er með sölubása úti um allt á
Spáni og margir blindir og sjón-
skertir vinna við að selja lottómiða
í básunum og víðar. Blindrafélagið
nýtur mikils velvilja á Spáni og
nánast hvert einasta mannsbarn
þekkir að einhverju leyti til starf-
semi þess og er það ekki síst lottó-
inu og framgöngu og frumkvæði
félagsins að þakka hvað sýnileika
varðar.
Félagið hefur komið sér upp
neti sjálfboðaliða sem skipta þús-
undum sem vilja hjálpa til. Sem
dæmi, ef Jón á Seltjarnarnesinu í
Katalóníu óskaði eftir því að ein-
hver myndi aðstoða sig við að
komast til læknis á morgun, þá
sendir blindrafélagið tölvupóst/
skilaboð til allra sjálfboðaliða sem
búa á Seltjarnarnesinu í nágrenni
við Jón, og að þeirra sögn hefur
þetta sjálfboðaliðakerfi reynst afar
þýðingarmikið og skapað mikið ör-
yggi í
því umhverfi.
Einnig hafa blindrasamtökin átt
frumkvæði að því, í samvinnu við
borgaryfirvöld, að koma fyrir
hljóðnemum í öll umferðarljós við
gangbrautir í Barcelona þar sem
viðkomandi blindur eða sjón-
skertur einstaklingur fær úthlutað
lítilli fjarstýringu sem hann getur
virkjað umferðarljósin með, nem-
inn fer í gang og gefur frá sér tvö
mismunandi tíðnihljóð, annað fyrir
grænt ljós og hitt fyrir rautt. Í
dag er þessi tækni sett inn í öll ný
umferðarljós og verið er að klára
að setja þau inn í öll gömul um-
ferðarljós við gangbrautir í borg-
inni.
Að fara um sem blindur eða
sjónskertur einstaklingur í mið-
borg Reykjavíkur er stór-
hættulegt, raunar lífshættulegt,
þar sem svo lítið er um hljóðmerki
við gangbrautir. Sem dæmi má
nefna að frá og með
Hlemmi og niður í
miðbæ eru nánast
engin hljóðmerki sem
blindir og sjónskertir
geta reitt sig á. Fram-
angreint hefur bæði
vakið furðu mína og
reiði því það er ekki
eins og blindir og
sjónskertir séu að
nema land í fyrsta
skipti í Reykjavík eða
að borgin séað stinga
niður fyrsta götuvit-
anum ofan í jörðu. En mér skilst á
umferðardeild Reykjavíkurborgar
að þetta horfi vonandi til betri
vegar.
Blindrasamtökin í Barcelona
hafa einnig staðið fyrir því að und-
anförnu í samvinnu við lest-
arkerfið að koma fyrir dúkarenn-
ingum og bólum á brautarpallana
og víðar á lestarstöðvunum svo
blindir eigi auðveldara með að rata
þar um. Einnig hafa þeir komið
aukahljóðmerki inn í lestarkerfið
sem gefur til kynna ákveðinn tíma,
þ.e. hversu langt er í að lest-
arhurðin loki o.s.frv. Þeir eru með
ýmislegt á prjónunum til að auka
og bæta umferli blindra og sjón-
skertra þar í landi.
Forstöðukona stofnunarinnar
sem ég átti fund með er blind og
notast við leiðsöguhund. Yfirmann-
eskja blindrakennaranna er blind,
einn af þremur sálfræðingunum er
blindur og það sama á við um fé-
lagsfræðinga stofnunarinnar. Lífs-
reynsla skiptir máli þegar takast
þarf á við raunveruleg áföll og
læra af þeim sem reynsluna hafa.
Blindrasamtökin í Barcelona
skipta þörfum blindra og sjón-
skertra upp í aldurshópa sem ég
ætla ekki að tíunda hér en eitt af
forgangsmálum stofnunarinnar er
atvinnuþátttaka blindra og sjón-
skertra sem eru á vinnualdri og
hafa til þess starfsgetu. Mikil
áhersla er að virkja og koma ný-
blindum og blindum og sjón-
skertum út á vinnumarkaðinn og
hefur það gengið vel þar sem fé-
lagið nýtur mikils velvilja í sam-
félaginu þrátt fyrir þónokkurt at-
vinnuleysi á Spáni. Blindir og
sjónskertir fá laun frá fyrsta degi
eftir að þeir eru komnir til vinnu
og fylgir blindrakennarinn þeim úr
hlaði og öll eftirfylgni er forgangs-
atriði. Þessu er algerlega öfugt
farið hérlendis en ég tala út frá
minni reynslu hér á landi auk þess
sem viðkomandi fær engin laun
fyrstu mánuðina ef hann fer í
vinnuprufu hjá Virk, fólk þarf að
borga með sér (aksturskostnað)
sem er fjarri því að vera upp-
byggjandi, þvert á móti er það nið-
urlægjandi fyrir viðkomandi.
Blindir og sjónskertir starfa í
flestöllum greinum atvinnulífsins
allt frá því að starfa við jógúrt-
framleiðslu, bókhald og lög-
fræðistörf en einn þekktasti lög-
fræðingur Barcelona er blindur.
Hjá félaginu starfar viðburða-
stjóri sem sér um að skipuleggja
alls kyns viðburði og útvega góð
kjör og sinnir því sem þarf að
gera og græja. Hann sér um að
skipuleggja ferðir í leikhús, á tón-
leika, í ferðalög til útlanda o.fl.
Það var minnst á það við mig að
það hefði um 30 manna hópur haft
hug á því að koma til Íslands en
þau hefðu hætt við vegna verðlags
og þess í stað farið til Rússlands.
Ég bauðst til þess að vera þeim
innan handar með skipulagningu
og kanna verðtilboð og afslátt-
arkjör ef þau hefðu ennþá hug á
að koma til Íslands og tóku þau
vel í það.
Að lokum var mér boðið að
skoða öll þau hjálpartæki sem þau
hafa til sölu í verslun sinni á jarð-
hæð hússins og var þar margt
áhugaverðra hluta sem gagnast
blindum og sjónskertum við dag-
leg störf sín. Það var ekki fyrr en
síðastliðið haust sem ég komst að
því að Blindrafélagið í Hamrahlíð
17 hefði ýmis hjálpartæki til sölu
en þá hafði ég verið lögblindur fé-
lagsmaður þess í 4. ár. Ég benti á
þetta í grein innan blindra-
samfélagsins fyrir hálfu ári og að
lífsnauðsynlegt væri að kynna úr-
valið fyrir blindum og sjónskertum
hérlendis.
Barcelona-heimsókninni lauk
síðan á því að félagsmenn sýndu
mér og sögðu frá íþróttaaðstöð-
unni sem þau hafa í húsinu þar
sem blindir og sjónskertir geta
komið saman og stundað líkams-
rækt, jóga og margt fleira undir
handleiðslu einkaþjálfara og ann-
arra kennara, allt þeim að kostn-
aðarlausu.
Þegar einn kennir þá læra tveir.
Hvað eru hinir að gera? –
Blindir og sjónskertir á Spáni
Eftir Svavar
Guðmundsson
Svavar
Guðmundsson
» Félagið hefur komið
sér upp neti sjálf-
boðaliða sem skipta þús-
undum sem vilja hjálpa
til.
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur.