Morgunblaðið - 29.03.2019, Page 19

Morgunblaðið - 29.03.2019, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019 ✝ Þorfinnur Pét-ursson fæddist í Reykjavík 4. júlí 1960. Hann lést á heimili sínu 8. mars 2019. Foreldrar hans voru Svanhvít Þor- grímsdóttir frá Vestmannaeyjum, f. 23. september 1930, d. 1. október 1989, og Pétur Þorfinns- son stýrimaður frá Raufarhöfn, f. 20. mars 1931, d. 17. febrúar 1962. Þorfinnur átti einn hálf- bróður, Svein Tómasson, f. 19. mars 1954. Kona hans er Guðlaug Pálsdóttir, f. 2. desember 1954. Þorfinnur ólst pp í Hlíðunum í Reykjavík ásamt bróður sínum, Sveini. Hann fór ungur út á vinnu- markaðinn og starfaði m.a. í brauðgerð Mjólk- ursamsölunnar og fór eitt sumar til æskustöðva föður síns, Raufarhafnar, að vinna í fiski. Meginhluta starfs- ævi sinnar vann hann í Sundhöll Reykjavíkur sem sundlaugar- vörður. Þorfinnur var ógiftur og barnlaus. Útför Þorfinns fer fram frá Háteigskirkju í dag, 29. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. Föstudaginn 8. mars var ég staddur erlendis. Um kvöldið þann dag kom símtal sem ég átti alls ekki von á frá mömmu. Skrít- ið að fá þær fréttir í rigningunni í Liverpool að Þorfinnur frændi minn væri látinn og vera á leið- inni á Cavern og Anfield. Minn- ingarnar um hvers vegna ég held með Liverpool og þegar ég hlust- aði á Bítlana í fyrsta skipti hellt- ust yfir mig. Það var einmitt Þor- finnur sem á svo sannarlega sinn þátt í því. Margar af mínum fyrstu minningum úr æsku eru einmitt þegar við áttum heima í Barmahlíðinni hjá ömmu og Þor- finni. Mér þótti alltaf svo gaman að kíkja inn í herbergi til Þor- finns og athuga hvað stóri frændi væri að gera. Ég man alltaf eftir andlitsmynd sem hékk uppi á vegg með fjórum mönnum og alltaf spurði ég hverjir þetta væru. Þorfinnur sagði alltaf að þetta væru John, Paul, George og Ringo og það væri nú fínt að ég færi að muna það og líka að þeir væru frá Liverpool sem væri besta liðið. Svo leyfði hann mér oft að hlusta á nokkur lög með þeim sem mér þótti alltaf svo vænt um. Þegar ég varð eldri þá fannst mér alltaf svo gaman að spila. Þar áttum við svo sannarlega vel saman. Þorfinnur kenndi mér snemma mannganginn og lærði ég fljótt að tefla, aldrei tókst mér þó að vinna stóra frænda minn enda var hann afburða skák- maður. Það fór nú ekki alltaf vel í mig enda átti ég það til einstaka sinnum að vera tapsár. Það vor- um við reyndar báðir og þegar ég áttaði mig á því að það væri stundum hægt að vinna hann í kana og svo seinna í Trivial þá var það alltaf mikill sigur fyrir mig, enda ekki á hverjum degi sem Þorfinnur tapaði í spilum. Síðustu ár hittumst við nú ekki eins oft og ég hefði kannski viljað. En það gerist nú oft þegar fólk eldist en alltaf gat ég verið viss um að hitta hann Þorfinn um jólin heima hjá mömmu og pabba. Á hverju ári hlakkaði ég til að fara á Nesveginn, borða hangikjöt og spila og spjalla við stóra frænda minn. Það var nú ekki flókið sem við töluðum um en það sem mér fannst gaman að ræða fótboltann og hvað hafði gerst hjá KR, Val og Liverpool það árið. Ég mun halda áfram að hlakka til jólanna, fara á Nesveg- inn, hitta alla Nesvegsfjölskyld- una og spila og spjalla. En mikið svakalega mun ég sakna þín Þor- finnur minn. Hvíl í friði, elsku frændi. Andri frændi, Andrea og börn. Frændinn er fallinn frá og minningarnar blossa upp, ekki allar prenthæfar, svona eins og gengur og gerist. Í æskunni bjuggu foreldrar mínir ásamt okkur systkinum, með ömmu og Þorfinni í stuttan tíma. Þorfinnur var mikið út af fyrir sig, enda kannski ekki spennandi fyrir mann á hans aldri að hafa heim- ilið fullt af börnum sem ekki voru hans eigin. Eftir að fjölskyldan flutti varð það að hefð að Þorfinnur varði jóladegi með okkur, það var ávallt tilhlökkun í okkur systk- inunum að fá að verja þessum degi með honum. Alltaf var borð- aður góður matur og svo setið við spil. Þorfinnur vildi spila spurn- ingaspil enda með eindæmum minnugur, svo var auðvitað grip- ið í skák. Spil sem reyndu á kunnáttu þar sem hans hæfileik- ar fengu ekki að blómstra, forð- aðist hann, eins og spil þar sem þurfti að leika, teikna og bulla. Hámark alsælunnar á þessum árum var að vinna Þorfinn, sem var sérstaklega tapsár. Einnig varð það að hefð að hann kæmi til okkar á gamlárs- kvöld, horfði á skaupið og skyti upp flugeldum með okkur. Alltaf var hægt að ræða við hann um enska boltann, enda sammála í þeim efnum. Erfiðara og skemmtilegra var hins vegar að ræða íslenska boltann þar sem við héldum ekki með sama liðinu og gengu skotin á víxl þegar KR vann Val eða öfugt. Eftir að ég flutti að heiman og eignaðist börn fylgdist Þorfinnur ávallt með börnunum, gaf þeim jólagjafir og hitti alltaf beint í mark. Sumar gjafirnar, sem gefnar voru inn á heimilið fyrir 10-15 árum eru enn í notkun. Þegar synirnir komust á aldur að fara einir í sund, þótti þeim mikið sport að hitta Þorfinn í Sundhöll Reykjavíkur og kynna hann fyrir vinunum. Þá léku þeir listir sínar á stökkbrettum hallarinnar og kölluðu á frænda sinn í miðjum stökkum, til að tryggja að frændi væri að horfa. Þorfinnur hafði mjög gaman af þessum tilþrifum þeirra. Þorfinnur ræktaði fjölskyldu- böndin vel og lét sig ekki vanta í þær veislur sem voru í fjölskyld- unni, stórafmæli, skírnir, ferm- ingar og brúðkaup. Oftast mætti hann prúðbúinn í vínrauða jakk- anum sem einkenndi hann og oftar en ekki í Bítlabol innanund- ir. Þannig verður hans minnst. Það verður skrítið að vera án Þorfinns. Hvíl í friði, kæri frændi. Tómas Sveinsson og Þórdís V. Þórhallsdóttir. Elsku Þorfinnur frændi. það er erfitt að skilja að þú sért farinn frá okkur, allt of snemma. Stundum getur lífið verið svo óskiljanlegt. Eitt er hins vegar alveg skýrt í okkar huga; allar þær góðu minning- arnar sem eftir sitja. Efst í huga okkar er þakklæti og söknuður. Jólin hafa alltaf verið tíminn okkar með þér; aðallega jóla- dagskvöld og gamlárskvöld, en einnig lítill hittingur á aðfanga- dag þegar við keyrðum pakkana til þín. Þá fórum við fyrst til ömmu Svanhvítar í Fossvogs- kirkjugarðinn og svo heim til þín. Þetta voru fastir liðir eins og venjulega, sem ekki var hægt að bregða út af nema af mjög ærinni ástæðu. Á jóladagskvöldum borðuðum við hangikjöt, en ilm- urinn af hangikjöti minnir okkur alltaf á þig. Svo spiluðum við fjöl- skyldan fram á nótt, drukkum jólaöl og borðuðum mandarínur. Allir vildu lenda með þér í liði því þú vissir alltaf svörin í spurn- ingaspilunum og líkurnar féllu með því að sigra spilið værum við í þínu liði. En það var líka eins gott að standa sig ef þú stóðst á gati. Þar komum við systur sterkar inn í líffræðispurningum og það var ekkert lítið sem þú varst ánægður með okkur ef við vissum svarið. Enda helltist yfir mann gífurlegt stolt við það eitt að sjá þig brosa út að eyrum. Ef maður hins vegar klikkaði þá kom „bíddu halló, vitið þið þetta ekki; eruð þið ekki í skóla?“ Svo var hlegið dátt. Á gamlárskvöldum komstu yf- irleitt til að sprengja upp gamla árið með okkur og fagna nýju ári. Það verður tómlegt um næstu jól og áramót þegar þín nýtur ekki lengur við. Þá munum við ylja okkur við góðar minningar, skála í jólaöli og borða ógrynni af mandarínum þér til heiðurs. Börnin okkar eiga einnig fjölda minninga, m.a. um allar skemmtilegu jólagjafirnar sem þau hafa fengið frá þér. Þú varst svo hjartahlýr og hafðir alveg einstakt lag á að velja gjafir sem ávallt hittu beint í mark. Bangs- ar, spil, bækur, púsl, bíómyndir; alltaf breiddist bros yfir andlit barnanna þegar pakkinn var opnaður. Þrátt fyrir fáa hittinga yfir árið var alltaf eins og þau hefðu hitt þig „í síðustu viku“ þegar við loks hittumst á ný. Þú sagðir líka oft hvað þér þætti vænt um börnin okkar og sýndir það með því að spyrjast fyrir um þau og fylgjast vel með þeim, svona á hliðarlínunni. Allt sem fyrir þig var gert varst þú ævinlega þakklátur fyr- ir. Það sýndir þú í orði og verki. Þú varst svo glaður þegar þér var boðið í brúðkaupin okkar, skírnir og afmælisboð og það þótti okkur vænt um. Við munum sakna þín, elsku Þorfinnur frændi, þú átt alltaf sérstakan stað í hjarta okkar. Minningarnar um þig munu lifa áfram í hugum okkar. Hvíl í friði. Eva Guðrún, Erna Svanhvít og fjölskyldur. Frændi okkar er dáinn og það er skrítið. Hann var alltaf mjög góður við okkur öll. Á hverjum jólum gaf hann okkur gjafir og það var greini- legt að hann var að fylgjast með okkur og gaf okkur alltaf mjög fínar gjafir sem pössuðu vel við okkur. Það var líka gaman að hitta hann í Sundhöllinni, þar sem hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla við okkur. Einu sinni hleypti hann okkur inn og við þurftum ekki að borga. Við munum sakna hans og það verður skrítið að hitta hann ekki. Arnar Logi, Atli Hrafn og Eldey Lilja Tómasarbörn. Þorfinnur Pétursson ✝ Sigríður Dóro-thea var fædd í Vík í Mýrdal 11. júlí 1952. Hún lést á Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík 16. mars 2019. Foreldrar hennar voru Árni Sigur- jónsson frá Vík, f. 21. mars 1926, d. 22. ágúst 2016, og Ásta Hermannsdóttir frá Vík, f. 6. mars 1930, d. 26. ágúst 1993. Systkini Sigríðar Dórotheu eru Þorsteinn, f. 4. júlí 1951. Sig- urjón, f. 9. júlí 1957. Hermann, f. maki Hanna Arnardóttir, f. 12. febrúar 1973. Áttu þau einn son. Jón Þór átti eina dóttur úr fyrra sambandi. Solveig Sigríður Gunnarsdóttir, f. 5. ágúst 1986, maki Guðmundur Kristján Ragnarsson, f. 16. júlí 1983. Eiga þau sex börn. Þegar Sigríður var 16 ára fluttist hún að heiman og lá leið hennar til Reykjavíkur að vinna, en vera hennar þar varð ekki löng og fluttist hún aftur austur til Víkur þar sem hún hóf störf hjá Kaupfélagi Skaftfellinga. Þaðan lá leiðin í bankann þar sem hún starfaði fram til ársins 2009. Var hún ötul við ýmis félagsstörf í gegnum tíðina og hvar sem hún kom var mikið um að vera. Henn- ar helstu áhugamál var hesta- mennska, ferðalög og útivist. Útför hennar fer fram frá Víkurkirkju í dag, 29. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. 4. október 1958. El- ín, f. 22. júlí 1961, d. 11. október 1997. Oddur, f. 6. maí 1965. Þann 31.desem- ber 1972 giftist Sig- ríður Dórothea Gunnari Braga Jónssyni, f. 6. júní 1952. Áttu þau þrjú börn: Árni Gunn- arsson, f. 14. apríl 1973, maki Guðlaug Þorvalds- dóttir, f. 25. september 1972. Eiga þau þrjár dætur og tvö barnabörn. Jón Þór Gunnarsson, f. 22. apríl 1974, d. 6. mars 2009, Elsku stóra systir mín er borin til hinstu hvílu í dag eftir langa bar- áttu við veikindi sem tekið hafa sinn toll af lífi hennar. Ekki bara eitt einvígi, heldur mörg. Ég veit ekki hvar maður byrjar þegar svo nákominn aðili hverfur úr lífi manns. Sigga Dóra er stóra systir mín, sem er staðgengill for- eldra. Hún stóð vel undir þeirri nafnbót og maður áttar sig kannski ekki vel á því fyrr en misst hefur. Þegar maður er barn eru allavega mikil forréttindi að eiga stóra syst- ur sem er á unglingsaldri og er manni eins og önnur móðir. Þetta breyttist reyndar aldrei, þó svo að árin bættust við. Sigga Dóra vissi alveg hvar ástin ætti upptök sín og gladdi mann oft með einhverju ánægjuaukandi í magann. Hún ól á því sem maður hafði áhuga á, að búa til mat, borða, baka brúna með kremi, fara í bíltúra o.fl. Enda sótti maður í að vera nálægt henni, það fengu nefnilega alltaf allir að taka þátt í því sem hún var að gera. Ungum gat manni meira að segja þótt gaman að ryksuga hjá henni. Takk fyrir allt, elsku systir, minningarnar um endalausa vin- áttu og hjartahlýju eru vel varð- veittar. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Oddur Árnason, litli bróðir. Í Spámanninum eftir Kahlil Gi- bran segir: Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Þessi orð koma upp í hugann þegar við þurfum nú að kveðja hana Siggu Dóru, kæra systur og mágkonu en minnumst um leið með gleði liðinna samverustunda. Sigga Dóra var önnur í röðinni af sex systkinum og var eitt ár og ein vika á milli Steina stóra bróður og hennar. Fyrstu árin bjó fjölskyldan á neðri hæðinni á Helgafelli í Vík. Ásta mamma þeirra sagði oft að Steini hefði byrjað að labba um leið og Sigga Dóra því fyrsta árið sitt hljóp hann. Eftir að hún fór að ganga leiddi hann hana og gætti vel að litlu systur. Sigurjón, Hermann og Ella bættust svo í hópinn og þá flutti fjölskyldan hinum megin við götuna í stærra húsnæði, Háeyrina. Oddur litli bróðir þeirra er sá eini sem fæddist þar. Odda systurdóttir Ástu bættist í barnahópinn á unglingsaldri og var eftir það alltaf talin ein af börnum þeirra Ástu og Árna. Sigga Dóra var mikið náttúru- barn, hafði unun af hestum, veiði og ferðalögum. Við minnumst veiði- ferða og bústaðaferða, sólarferða til Spánar og Tenerife. Siglingu með Norrænu og akstur um Danmörku og Noreg þegar við urðum fimm- tug. Sextug endurtókum við ferð um Danmörku. Við heimsóttum Þórdísi Mjöll í Þýskalandi og svo Þóru í Danmörku síðasta vor. Þá átti aldeilis að sleikja sólskinið enda komnir páskar. En ekki rættist sá draumur því við fengum kulda og meira að segja snjókomu. Ekki má gleyma að minnast á átta manna grúppu sem við köllum Baunavini. Frá þeim samveru- stundum kom maður endurnærður á sál og líkama og með harðsperrur í hláturtaugum. Í mörg ár var venjan að eyða verslunarmannahelgum í Akurhól. Þá flykktust þangað Háeyringar og góðir vinir og skemmtu sér saman. Sumir fóru í messu í bænahúsið á Núpsstað og þáðu messukaffi hjá hinum öldnu bræðrum og fjölskyld- um þeirra. Háeyringar vildu lengi vel helst dvelja í Vík um áramót og meðan pláss var á Háeyri var gleðin haldin þar. Með stækkandi ættlegg fluttist teitið heim til Siggu Dóru og Braga. Allan gamlársdag nostruðu karlar- nir við steik og rjómasósu í Sig- túninu og kerlurnar sáu um barna- hópinn. Þarna var kynjaskipting á hreinu og ekki alveg að allra skapi, en allt látið kyrrt liggja. Maturinn yrði ekki í lagi nema karlarnir stæðu yfir pottunum. Sósan var vel rauðvínslöguð og reyndar flestir karlarnir líka. Við hjónin höfum víða búið og í flutningum mættu Sigga Dóra og Bragi oftast, boðin og búin að hjálpa til. Þegar þau stóðu svo í húsbygg- ingu og flutningum úr Sigtúninu og niður á Mánabraut fyrir nokkrum árum, þá var okkur mikil ánægja að geta aðeins liðsinnt þeim. Eftir það var okkur sagt að nú ættum við okk- ar herbergi í húsinu þeirra og höf- um við nýtt það óspart og dvalið hjá þeim annað kastið. Að leiðarlokum þökkum við Siggu Dóru af alhug allar góðar stundir og sendum ástvinum henn- ar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin lifir í hjörtum okkar sem þekktum hana Þorsteinn Árnason og Arndís Ásta Gestsdóttir. Sigríður Dórothea Árnadóttir Elsku pabbi minn. Ég sendi þér kærar kveðjur nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér og það er svo margs að minnast svo margt sem um huga minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. þín minning er ljós sem lifir og lýsir upp ókomna tíð (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt. Þín pabbastelpa Erla. Bjargmundur Einarsson ✝ BjargmundurEinarsson fæddist 21. janúar 1933. Hann lést 9. mars 2019. Útför hans fer fram frá Hofs- óskirkju í dag, 29. mars 2019, klukkan 15. Elsku afi minn. Mikill er söknuð- urinn og sár, og minningarnar renna um hugann. Þú varst náttúrubarn og þótti þér gaman að ferðast um landið með sykurlaust app- elsín og harðfisk. Oft náðirðu í mig og við fórum bara tvö í ferðalag út í Fljót eða út á Skaga. Okkur fannst skemmtilegast að fara út á Skaga í góðu veðri, alltaf einu sinni á ári að skoða Sævarlandsvíkina og Ketilbjörgin voru okkar falleg- asti staður. Þú komst líka oft til mín á Siglufjörð þegar ég var þar og hingað á Akranes. Þú varst mín stoð og stytta og hjálpaðir mér á erfiðum og gleðilegum stundum í lífinu. Ég á eftir að sakna þín og ég veit að þú ert kominn á góðan stað ég kveð þig í hinsta sinn með ljóði sem ég orti. Í ferðalag þú ferð og augun lokast hljótt þá renna minningar og tárin renn hljótt og ég veit þú sefur rótt. Þín afastelpa Jóhanna Eva. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.