Morgunblaðið - 29.03.2019, Síða 27
Reykjavík 1986-2016 þegar hann lét
af störfum.
Bragi hefur ásamt Jóni Torfasyni,
Sverri Tómassyni, Örnólfi Thorssyni
og Bergljótu S. Kristjánsdóttur o.fl.
unnið að útgáfu fornsagna, Íslend-
ingasagna og þátta (1985-86, 1987,
2018), Sturlungu (1988 og 2010) og
Heimskringlu (1991) auk skóla-
útgáfna fornsagna með Knúti Haf-
steinssyni (Fóstbræðra sögu 1995 og
Íslendingaþátta 1999). Með honum
gaf Bragi einnig út Ljóðamál (1994
og síðar) og með honum og Ólafi
Oddssyni Orminn langa (2004 og síð-
ar). Þessar kennslubækur eru mikið
notaðar á framhaldsskólastigi.
Ásamt Sverri Tómassyni og Einari
Sigurbjörnssyni gaf hann út Heil-
agra karla sögur árið 2007. Einnig
gaf Bragi út Ævintýri frá miðöldum
árið 2016.
„Helsta áhugamál mitt er skák og
ég hef frumsamið tvær bækur um
skák, Heimsbikarmót Stöðvar 2
1988, og ásamt Helga Ólafssyni og
Jóni Torfasyni bókina Benóný 1999
sem er um skákmeistarann Benóný
Benediktsson. Auk þess hef ég þýtt
allnokkrar bækur um skák eftir m.a.
Tal, Bronstein, Averbak og Hort.“
Á skáksviðinu hefur Bragi um tíð-
ina hlotið ýmsar viðurkenningar,
m.a. Norðurlandameistaratitil í hrað-
skák 1971, sigur á móti blaðamanna á
ólympíuskákmótinu í Luzern 1982 og
hann var liðsstjóri íslenska liðsins á
ólympíuskákmótinu í Haífa 1976. Sex
sinnum tefldi hann í landsliðsflokki á
Skákþingi Íslands og er þá fátt eitt
nefnt. Á yngri árum tefldi hann tví-
vegis fyrir Íslands hönd á heims-
meistaramótum stúdenta í sveita-
keppni. „Næsta verkefni á skák-
sviðinu er þátttaka í heimsmeistara-
móti öldungasveita 65 ára og eldri á
Ródos í apríl næstkomandi.“
Bragi starfaði nokkuð að félags-
málum kennara, var m.a. í stjórn
HÍK og lengi formaður kjörstjórnar
KÍ.
Fjölskylda
Eiginkona Braga er Anna Ragn-
hildur Ingólfsdóttir, f. 18.9. 1946,
kantor og þýðandi. Foreldrar: Hjón-
in Ingólfur Jónsson, f. 25.6. 1920, d.
13.1. 2015, framkvæmdastjóri í
Reykjavík, og Ingibjörg Björgvins-
dóttir, f. 30.9. 1924, húsmóðir í
Reykjavík. Fyrri eiginkona Braga er
Kristín Þorvaldsdóttir, f. 31.10. 1942,
hárgreiðslukona.
Dóttir Kristínar og Braga er
Hrefna, f. 14.7. 1981, myndlistar-
maður og háskólakennari í Bourne-
mouth á Englandi. Börn Kristínar:
Þorvaldur S. Arnarson, f. 28.4. 1967,
verkfræðingur í Reykjavík, og Sif
Arnardóttir, f. 18.8. 1977, tölvu-
sérfræðingur, bús. í Auckland á
Nýja-Sjálandi, sonur Sifjar: Ryan, f.
2010. Börn Önnu eru: Linda Vil-
hjálmsdóttir, f. 7.9. 1971, verkefnis-
stjóri í HR, dætur Lindu: Þórdís
Anna Sigtryggsdóttir, f. 2009, nemi,
og Ingbjörg Lára Sigtryggsdóttir, f.
2015; Þrúður Vilhjálmsdóttir, f. 31.3.
1973, leikkona og flugfreyja, sonur
Þrúðar: Róbert Vilhjálmur Ásgeirs-
son, f. 1999, nemi; Ingólfur Vil-
hjálmsson, f. 15.3. 1976, klarinettu-
leikari í Berlín.
Systkini Braga: Oddný, f. 2.1.
1942, d. 10.7. 1997, tækniteiknari og
skrautskrifari; Halldóra, f. 19.2. 1943,
d. 10.7. 1997, smurbrauðsdama, og
Hreinn, f. 5.1. 1945, húsasmíða-
meistari í Reykjavík.
Foreldrar Braga voru hjónin Hall-
dór Benediktsson, f. 21.7. 1912, d. 7.3.
1984, verkstjóri í Reykjavík, og Þór-
unn Sigurbergsdóttir, f. 19.3. 1919, d.
30.11. 2004, húsmóðir í Reykjavík.
Úr frændgarði Braga Halldórssonar
Bragi Halldórsson
Stefanía Jónsdóttir
húsfreyja á Eyri
Þorsteinn Lúðvíksson Kemp
hreppstjóri á Eyri
Oddný Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Eyri í Fáskrúðsfirði
Þórunn Sigurbergsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Sigurbergur Oddsson
útvegsbóndi á Eyri, síðar verkamaður í Rvík
Þórunn Björnsdóttir
húsfreyja í Hvammi
Oddur Oddsson
útvegsbóndi í Hvammi í Fáskrúðsfirði
Oddur Sigurbergsson
kaupfélagsstjóri í Vík
og á Selfossi
Margrét Oddsdóttir
dagskrárstjóri hjá
RÚV
Karl G.
gurbergsson
skipstjóri og
þm. í Keflavík
Si
al
Bjarni
Frímann
Karlsson
ektor í HÍl
Bjarni Frímann
Bjarnason
aðstoðarhljóm-
sveitarstjóri SÍ
Katrín Jakobsdóttir
húsfreyja á Valdastöðum
Halldóra Jakobína Guðmundsdóttir
húsfr. í Miðengi og formaður
Sambands sunnlenskra kvenna
Guðmundur Sveinbjarnarson
bóndi á Valdastöðum í Kjós
Benedikt Einarsson
bóndi í Miðengi í Grímsnesi, áður
kennari og bústjóri á Lágafelli (Mos.)
og í Fífuhvammi (Kóp.) og frkvstj.
á Álafossi, fósturfor.: Guðmundur
Sveinbjarnarson og Katrín Jakobsdóttir
Halldóra Sveinbjarnardóttir
húsfreyja á Elínarhöfða
Einar Jónsson
bóndi og sjósóknari á Elínarhöfða á Akranesi
Halldór Benediktsson
verkstjóri í Reykjavík
Árni M. Mathiesen
aðstoðarforstj. FAO
og fv. ráðherra
Þorgils Óttar Mathiesen
handboltakappi
Þorgils Guðmundsson
kennari í Reykholti
og gjaldkeri á
Fræðslumálaskrifst. Rvíkur
Þorgils Óttar Þorgilsson
starfsm. NATO í Brussel
Birgir Þorgilsson
ferðamálastjóri
Sigrún Þorgilsdóttir
Mathiesen húsfr. í
Hafnarfirði
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019
Guðrún Þ. Stephensen fæddist íReykjavík 29. mars 1931.Foreldrar hennar voru hjón-
in Dóróthea Breiðfjörð, f. 1905, d.
2001, húsfreyja og starfsmaður á
Þjóðminjasafni Íslands og Þorsteinn
Ö. Stephensen, f. 1904, d. 1991, leik-
ari.
Guðrún lauk prófi frá Leiklistar-
skóla Þjóðleikhússins árið 1954. Hún
hóf strax að námi loknu að leika hjá
Leik-félagi Reykjavíkur þar sem hún
starfaði í tvo áratugi. Meðal minn-
isstæðra hlutverka hennar hjá LR
má nefna Madge í Tíminn og við,
Marinu í Vanja frænda, Magdalenu í
Húsi Vernörðu Alba, Marisku í Það
er kominn gestur, og tvær kostulegar
konur í leikritum Jökuls Jakobs-
sonar, Dómínó og Kertalogi.
Hún var síðan fastráðin við Þjóð-
leikhúsið um árabil og lék þar á
fimmta tug hlutverka. Meðal eft-
irminnilegra persóna sem hún lék
þar eru kerlingin í Gullna hliðinu,
Soffía frænka í Kardemommubæn-
um, Sólveig í Lúkasi, Stella í Sól-
arferð, og Valborg í Valborgu og
bekknum. Á síðari árum lék Guðrún
meðal annars bangsamömmu í Dýr-
unum í Hálsaskógi, tengdamóðurina í
Blóðbrullaupi, Doris í Kirkjugarðs-
klúbbnum og Anfísu barnfóstru í
Þremur systrum.
Síðasta hlutverk Guðrúnar við
Þjóðleikhúsið var Fríða í hinni geysi-
vinsælu sýningu Manni í mislitum
sokkum, en þar lék hún meðal annars
með öðrum þekktum leikurum af
sinni kynslóð.
Hún sat um árabil í þjóðleik-
húsráði, starfaði við barnakennslu
meðfram leiklistinni, lengst af í Kárs-
nesskóla, leikstýrði hjá áhuga-
leikhópum víðsvegar um landið og
lék í fjöldanum öllum af hlutverkum í
útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum.
Má þar nefna Löggulíf, Kristnihald
undir jökli og Benjamín dúfu.
Eiginmaður Guðrúnar er Haf-
steinn Austmann, f. 19.7. 1934, mynd-
listarmaður. Dætur þeirra: Dóra, f.
1954, d. 2019, og Kristín, f. 1956.
Guðrún lést 16. apríl 2018.
Merkir Íslendingar
Guðrún Þ.
Stephensen
95 ára
Sigurbjörn Ágústsson
90 ára
Guðmundur Óskarsson
85 ára
Jóhanna Vernharðsdóttir
Sigrún Ámundadóttir
80 ára
Anna Margrét
Jóhannsdóttir
Anna Þorgrímsdóttir
Árni H. Kristinsson
Ólöf Guðríður
Sigursteinsdóttir
Sigurður Jón Kristjánsson
75 ára
Guðrún Hólmfríð
Ólafsdóttir
Katrín Lovísa Magnúsdóttir
Stefán Árnason
Vilborg Ásgeirsdóttir
Þorgrímur Björn Björnsson
Þórir Valgeir Baldursson
70 ára
Bragi Halldórsson
Guðleifur M.
Kristmundsson
Ingimundur B. Garðarsson
Margrét Gústafsdóttir
Ragnheiður Brynjólfsdóttir
Svanhildur
Guðmundsdóttir
60 ára
Arnar Hilmarsson
Fanney Ísfold Karlsdóttir
Guðný Óskarsdóttir
Guðríður Jónasdóttir
Helga S. L Bachmann
Maren Ósk
Sveinbjörnsdóttir
Rosa Hermiena Leixo
Sigríður Kristín Gísladóttir
Tryggvi Edwald
50 ára
Arnar Kristinsson
Gheorghe Neagu
Guðlaug Einarsdóttir
Hildigerður M. Gunnarsd.
Laufey Einarsdóttir
Ófeigur Fanndal Birkisson
Sóley Halla Möller
Þórður Aðalsteinsson
40 ára
Antonio Costanzo
Eurico M. Duarte Amorim
Gunnar Þorkelsson
Inga Sóley Kristjönudóttir
Jón Tryggvi Arason
Júlía Bjarney Björnsdóttir
Kári Jóhann Sævarsson
Logi Sigurjónsson
Margrét Hreinsdóttir
María Bjarkadóttir
Ottó Björgvin Óskarsson
Sigurður Bjarni
Sigurðsson
Sindri Guðjónsson
Sunna Björk Bragadóttir
Theodór Guðmundsson
30 ára
Andrea Matejovicová
Brynjar Guðjónsson
Daniela Bejcková
Elva Ósk Jónsdóttir
Hlíf Berry
Jón Rúnar Jónsson
Martyna Zawadzka
Mateusz Mateja
Mathias Valentin
Jensen
Pálmar Magnússon
Rakel Gunnarsdóttir
Sigrún Ella Helgadóttir
Sigurgeir Búi Daníelsson
Teitur Ingi Sigurðsson
40 ára Gunnar er frá Mel
á Mýrum en býr á Þor-
finnsstöðum í Vesturhópi.
Hann vinnur við smíðar.
Maki: Kristbjörg S. Birg-
isdóttir, f. 1982, rekur
Hótel Hvítserk.
Börn: Hallbjörn Gísli, f.
2005, Hjalti, f. 2007, Silja,
f. 2011, og Trausti, f. 2014.
Foreldrar: Þorkell Guð-
brandsson, f. 1952, og
Guðrún Jónasdóttir, f.
1955, bús. á Furumel á
Mýrum.
Gunnar
Þorkelsson
40 ára Sunna er Dalvík-
ingur, hún er menntaður
sjúkraliði en rekur ferða-
þjónustufyrirtækið Berg-
menn ehf.
Maki: Jökull Bergmann, f.
1976, ferðaleigsögu-
maður.
Börn: Ísól Anna, f. 2006,
Úlfur Berg, f. 2009, og
Álfgrímur Bragi, f. 2012.
Foreldrar: Bragi Jónsson,
f. 1941, og Ragnhildur
Jónsdóttir, f. 1944, d.
2013.
Sunna Björk
Bragadóttir
30 ára Jón Rúnar er Reyk-
víkingur, hann er mennt-
aður félags- og markaðs-
fræðingur og er
framkvæmdastjóri Bækl-
ingadreifingar.
Maki: Kolbrún Halla Guð-
jónsdóttir, f. 1993, iðju-
þjálfanemi.
Bræður: Ingi Björn, f. 1979,
og Ólafur Bragi, f. 1981.
Foreldrar: Jón Sigurðs-
son, f. 1950, og Sólrún
Ástþórsdóttir, f. 1953, d.
2015.
Jón Rúnar
Jónsson
Til hamingju með daginn
KANNAÐUVERÐ OG ÚRVAL
AF RÚLLUPLASTI HJÁ OKKUR .
HÁGÆÐAVÖRUR SEM BÆNDURTREYSTA !
www.fodur.is