Morgunblaðið - 29.03.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Wave stólar
Fáanlegir í mörgum litum
Verð: 12.900 kr.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Viljirðu komast hjá óþægindum
skaltu ekki blanda saman starfi og leik. Ekki
vera með hjartað í buxunum þó þér hafi orðið
á í messunni.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú veist öðrum betur hvað þér er fyrir
bestu svo vertu óhrædd/ur við að fara þínar
eigin leiðir. Gættu þess að ganga ekki um of á
orku þína.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur engar efasemdir varðandi
markmið þín og átt því auðveldara með að fá
fólk til samstarfs við þig. Haltu öllum kvitt-
unum til haga. Það getur margborgað sig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú þarftu að taka þér tak í fjármál-
unum. Reyndu að eyða einhverjum tíma í ein-
rúmi og safna kröftum. Hugmynd vinar fer í
hundana.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér verður boðið í partí, á listviðburð
eða eitthvað af því tagi alveg óvænt og þar
hittir þú áhugaverða persónu. Með samúð
þinni og samkennd gerir þú heiminn betri.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef þú setur þér of stífa dagskrá er hún
dæmd til að mistakast. Mundu að oft er
skammt milli hláturs og gráts. Þér fallast
hendur yfir draslinu heima hjá þér, taktu til í
einu herbergi í einu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær
breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um
nokkurn tíma og þú færð hrós fyrir. Ekki láta
neinn eiga hönk upp í bakið á þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú munt eiga mikilvægar sam-
ræður við yfirmenn í dag. Gefðu þér tíma til
að greiða úr flækjunni í ástamálunum og þá
leysast allir hlutir auðveldlega.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert að velta fyrir þér flutn-
ingum eða breytingum í vinnu. Þú veist hvað
klukkan slær þegar þú færð boð frá yf-
irmanninum um að mæta á fund.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er að mörgu að hyggja þegar
samningar eru gerðir. Með því að tala um þig
og þín innstu mál uppskerðu djúpan skilning.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú átt erfitt með að einbeita þér
að hlutunum og dettur auðveldlega í dag-
drauma. Njóttu kvöldsins meðal þinna bestu
vina.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Farðu varlega í að kaupa hluti að óat-
huguðu máli. Þig langar að víkka sjóndeild-
arhring þinn, skráðu þig á námskeið eða lestu
fróðlegar bækur.
Víkverji veit eiginlega ekki hvaðsnýr upp og niður þessa dagana
og tekur þátt í rússíbanareið þjóð-
arinnar.
x x x
Kjaradeilur fylla einn vagn rússí-banans. Þar er allt í hnút eina
klukkustundina og verkföll yfirvof-
andi. Þá næstu er búið að fresta verk-
föllum þar sem nýr tónn er fundinn.
Víkverji er ánægður með það og veit
að það liggur í hlutarins eðli í kjara-
samningum að þar skipast veður
skjótt í lofti.
x x x
WOW air er í öðrum rússíbana-vagni. Legið hefur fyrir í nokk-
urn tíma að vandræði voru í rekstri
flugfélagsins. Það kemur við fjölda
fólks þegar stórt fyrirtæki eins og
WOW hættir rekstri. Það má segja
að í baráttu WOW við að haldast á
floti hafi veður skipast afar skjótt í
lofti.
x x x
Indigo kemur að borðinu, Indigo fer.Icelandair kemur að borðinu, Ice-
landair fer, kemur aftur og fer. Fjár-
mögnun tryggð, fjármögnun ekki
tryggð. Samið við kröfuhafa og allir
anda léttar. Í gærmorgun vaknaði
Víkverji, leit í fjölmiðla og sá að öllu
flugi hafði verið aflýst hjá WOW
meðan verið væri að klára fjárfest-
ingar og fá nýjan eigendahóp að fé-
laginu. Víkverji settist við eldhús-
borðið og var að setja upp í sig fyrstu
skeiðina af hafragrautnum þegar
hljómaði í útvarpinu að WOW væri
hætt rekstri. Víkverja brá og það
fyrsta sem honum datt í hug var að
hann hefði eitthvað misskilið frétt-
irnar, svo skjótt skipuðust veður í
lofti í það sinn.
x x x
Víkverji er bjartsýnn að eðlisfari.Stuðningur starfsmanna WOW
við fyrirtækið og stjórnanda þess er
ljós í myrkinu. Samhent átak lands-
manna til að koma í veg fyrir misl-
ingafaraldur er ljós í myrkrinu. Unga
fólkið okkar sem stendur upp og læt-
ur í sér heyra í umhverfismálum er
ljós í myrkrinu.
Það er ljós í myrkrinu að öll él birt-
ir upp um síðir. vikverji@mbl.is
Víkverji
Og Jesús sagði við alla: „Hver sem vill
fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki
kross sinn daglega og fylgi mér.
(Lúk: 9.23)
Jón Gissurarson skrifaði eftirlandsleikinn á mánudaginn: „Ís-
lenska landsliðið í knattspyrnu spil-
aði landsleik við heimsmeistara
Frakka fyrr í kvöld. Þrátt fyrir
góðan sigurvilja Íslendinganna fyr-
ir leikinn virtist franska landsliðið
eiga allskostar við það íslenska og
sigruðu Frakkarnir með fjórum
mörkum gegn engu.“
Fyrir leikinn breitt við brostum
burðugt var þá okkar fas,
en franska liðið fór á kostum
fengum því að lúta í gras.
Sigurlín Hermannsdóttir orti á
þriðjudag:
Þessi vísa er varla spes
veit ei hvar mun enda.
Á Boðnarmjöðinn bókar fés
best er hana’ að senda.
Á Boðnarmjöðinn bókar fés
Bragi stundum lítur.
Oft þar vondar vísur les
er visku sumra þrýtur.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason
svaraði:
Viska mín er varla nein
Þar vísur lítt úr bæta
En mér finnst gott ef ein og ein
Einhvern nær að kæta
Og Ingólfur Ómar Ármannsson
bætti við:
Allt er hjal mitt einskinsvert
oft hef beðið krísur.
Verst að aldrei get ég gert
gáfulegar vísur.
Ekki er að furða þótt illa liggi á
kettinum Jósefínu Meulengracht
Dietrich út af veðrinu:
Fólkið mitt er flogið burt
mér finnst það vera ansi hart
og vildi að það væri kjurt
og vorið kæmi hlýtt og bjart.
Og enn mjálmar kötturinn:
Ég þefa upp í heiðið hátt
og horfi á skýin ósköp mædd
því loftslagskvíðinn leikur grátt
litla kisu og ég er hrædd.
Sigurlín Hermannsdóttir kveður:
Ég reyni oft að yrkja smá
en ekkert gengur.
Það er alveg af og frá
ég yrki lengur.
Hreinn Guðvarðarson svarar:
Ef þú hefur ekki lengur af því gaman
Þú eflaust hættir, elskan mín
eða færð þér brennivín.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af landsleik og
gáfulegum vísum
Í klípu
„EF ÞÚ VILT HYSJA ÞÁ VEL UPP MYNDI
ÉG VELJA HNJÁSOKKA.”
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN, PABBI.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hlakka til að
rekast aftur á hvort
annað.
JÁ ODDI, ÍKORNAR ERU
VÆGÐARLAUSIR
ÉG VIL
GANGA Í
LIÐIÐ!!
GETURÐU
FYLGT
SKIPUNUM?
HEFURÐU
ÚTHALD?
ÉG HEF VERIÐ
KVÆNTUR Í
TÍU ÁR!
SKRIFAÐU UNDIR
HÉRNA!
SOKKAR