Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019 Ný heimildarmynd um sænsku söng- og leikkonuna Josefin Nilsson hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð. Mynd- in, sem nefnist Älska mig för den jag är, var frumsýnd í SVT Play á föstu- dag og verður sýnd í SVT2 í kvöld kl. 19. Nilsson, sem var bæði þekkt og ástsæl listakona í heimalandi sínu, lést 46 ára 2016, en banamein hennar var ofskömmtun lyfseðils- skyldra lyfja. Í myndinni kemur fram að Nilsson hafi á tíunda ára- tugnum orðið fyrir ítrekuðu og al- varlegu ofbeldi af hendi þáverandi sambýlismanns síns, sem markaði djúp spor í heilsu hennar. Að sögn systur hennar, Marie Nilsson-Lind, jafnaði Josefin Nilson sig aldrei á því andlega og líkamlega ofbeldi sem hún varð fyrir. Áður en Nilsson lést var hún byrj- uð að skrifa bók um reynslu sína og byggist myndin að stórum hluta á gögnum frá henni, m.a. bréfum og símsvaraskilaboðum frá sambýlis- manninum þar sem hann hótar henni öllu illu. Þau gögn voru á sín- um tíma lögð fram í málaferlum gegn manninum, en 1997 hlaut hann þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldið. Hvorki nafn mannsins, sem er þekktur leikari í Svíþjóð, né dómurinn var á vitorði almennings þá og nafn hans hefur ekki verið birt í fjölmiðlum í yfir- standandi umfjöllun. Í sænskum fjöl- miðlum kemur fram að mað- urinn hefur verið á samningi hjá sænska þjóðleik- húsinu, Dramat- en. Í kjölfar sýn- ingar myndar- innar hófust hávær mótmæli í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og við Dramaten, en þúsundir skrifuðu undir heit þess efnis að sniðganga leikhúsið meðan maðurinn starfaði þar. Í kjölfarið ákváðu stjórnendur að hætta sýningum á verki sem hann lék í. Félag leikara við húsið krefst þess nú að stjórnendur tryggi öruggt vinnuumhverfi, en síðla árs 2017 var hætt við aðra sýningu sem hann átti að vera í þegar fram komu ásakanir um ofbeldi hans í garð sam- starfsfélaga. Menntamálaráðherra Svíþjóðar fundaði í vikunni með stjórnendum leikhússins og krafðist þess að tekið yrði á málum. Í gær til- kynnti Eirik Stubø leikhússtjóri að maðurinn yrði ekki ráðinn í fleiri verkefni hjá Dramaten. Sænskir fjölmiðlar hafa síðustu daga rifjað upp að tvær aðrar fyrr- verandi sambýliskonur mannsins, Ewa Fröling og Lena Olin, hafa tjáð sig um ofbeldi fyrrverandi sambýl- ings án þess að nefna hann á nafn. Ný heimildarmynd vekur hörð viðbrögð Josefin Nilsson Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal þótti hálfgert töfrabarn í tónlistinni þegar hún, tæplega tvítug, kom fram á sjónarsviðið með fyrstu sólóplöt- una sína árið 2003. Strax árið eftir fékk hún Íslensku tónlistar- verðlaunin fyrir bestu plötuna og var jafnframt valin besta söng- konan. Síðan hefur hún fjórum sinn- um hampað fyrrnefndum verðlaun- um og jafnoft verið tilnefnd. Samhliða námi í klassískum píanó- leik, djasssöng og djasspíanóleik – og æ síðan – hefur Ragnheiður verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og komið fram á fjölda tónleika hér heima og erlendis. Nýlega sendi hún frá sér sína níundu sólóplötu, Töfra- börn, og efnir af því tilefni til útgáfu- tónleika kl. 20 í Gamla bíói á sunnu- daginn kemur, 31. mars. Eitt lagið af níu er samnefnt plöt- unni, hin eru „Mannshjörtu“, „Amma“, „Freyja“, „Fótfesta“, „Bláa blómið“, „Sléttuúlfur“, „Allt- umkring“og „Móðuraflið“. Þegar Ragnheiður er beðin að lýsa tónlist- inni á plötunni segir hún hana bræð- ing af þjóðlagatónlist og tilrauna- poppi. „En ég mun aldrei yfirgefa djassinn, áhrifa hans gætir í öllu sem ég geri. Ég er djasssöngkona í hjart- anu,“ segir hún með áherslu og held- ur áfram: Tilraunagleðin ræður ríkjum „Ég hef lengi haft þessa sýn að bræða saman öll þau ólíku áhrif sem ég hef orðið fyrir í tónlist í gegnum tíðina. Ég hef fengist við marga stíla og hlustað mikið á alls konar tónlist úr öllum áttum. Þótt tónlistin hafi verið minn besti vinur nánast alla ævi finnst mér í fyrsta skipti veru- lega erfitt að lýsa tónlistinni á þess- ari plötu.“ Má kannski segja að kveði við annan tón hjá þér? „Ég myndi ekki beinlínis kalla þetta annan tón því platan er í raun- inni framhald af mörgu sem ég hef verið að gera. Lögin hafa orðið til á síðustu fimm árum, eða um það bil frá því síðasta plata mín kom út árið 2014. Töfrabörn tók tvö ár í vinnslu og var unnin í London með upp- tökustjóranum Gerry Diver ásamt fleiri tónlistarmönnum. Diver, sem stjórnaði upptökunum, setur mjög sterkan svip á verkið og ber ábyrgð á því að við ákváðum að láta til- raunagleðina ráða ríkjum og leit- uðumst við að skapa spennandi og kannski pínu óvenjulegan hljóm.“ Spurð hvers vegna hún lét taka plötuna upp þar ytra segist hún hreinlega hafa átt erfitt með að koma sér að verki hér heima og klára hugmyndir. „Síðan fékk ég stuðning frá góðu fólki, sem segja má að hafi ýtt verkefninu úr vör með því að fá mig til að ráða mér upp- tökustjóra í London.“ Auðmjúkur farvegur Þótt Ragnheiður vilji ekki fara djúpt ofan í saumana á lögunum og textunum telur hún að í þeim sé óhjákvæmilega eitthvað af henni sjálfri. Enda búi listamaðurinn jafn- an til tónlist til að melta eitthvað sem hann hefur orðið fyrir og komi því í orð og tóna sem verða síðan að sjálfstæðri heild. „Ég vil helst bara halda þessum lögum þannig að leyfa fólki að túlka þau á sinn hátt. Mér finnst ég vera að setja tónlistina á lægra plan með því að vera of sjálfdramatísk – ég er aðeins auðmjúkur farvegur fyrir fegurð,“ segir Ragnheiður, en dreg- ur þó ekki dul á að með laginu „Amma“ hafi hún viljað þakka ömmu sinni fyrir allt sem hún stóð fyrir og skildi eftir sig. „Mig langaði bara til þess að búa til lag til að heiðra minningu og ævi kvenna af eldri kynslóðum, sem bjuggu ekki við sömu tækifæri og konur af minni kynslóð,“ bætir hún við. Er eitthvert lag á þessari nýju plötu þér hjartfólgnara en annað? „Mér finnst mjög erfitt að gera upp á milli þeirra, þau hafa öll sinn karakter. Líkt og plöturnar mínar, sem hafa allar svipað tilfinningalegt gildi og þýðingu fyrir mig. Ég er hægt og rólega að komast nær mín- um eigin kjarna. Smám saman hefur mér farið að standa æ meira á sama um viðtökur og þvíumlíkt og það gaf mér mikið og kærkomið frelsi í þessu plötuferli. Annars er ég bara eins og aðrir listamenn; alltaf hrifn- ust af því nýjasta sem ég er að búa til.“ Þróa lögin áfram Ragnheiður tekur fram að hún sé ekki eini aðstandandi Töfrabarna, fleiri hafi lagt þeim lið, þar á meðal unnusti hennar, Guðmundur Pét- ursson, en hann og Diver sáu mest- megnis um hljóðfæraleikinn. Töfra- og listakonan Martyna Daniel bjó til myndefni fyrir alla plötuna sem varpað verður á skjá á tónleikunum til að ýta undir áhrif tónlistarinnar. „Einnig kemur við sögu á plötunni strengjakvartettinn Santiago Quart- et, bróðir minn kær, Haukur Grön- dal, slagverksleikarinn Claudio Spieler og söngkonurnar Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Rakel Páls- dóttir.“ Hins vegar verða ekki alveg sömu tónlistarflytjendur á útgáfutónleik- unum. Matthías Hemstock verður til dæmis á trommum og Kjartan Valdemarsson spilar á hljómborð. „Við reynum eftir fremsta megni að endurskapa hljóðheim og stemningu plötunnar. Ég legg samt upp með að tónleikarnir standi sem heild og þar kemur djassinn og spuninn inn. Ég vil ekki reyna að líkja fullkomlega eftir einhverjum augnablikum sem eru horfin heldur vera á tánum og þróa lögin áfram í lifandi flutningi.“ Ekki þarf að undra að Ragnheiður segist elska að syngja góð lög. Hún veit að hennar styrkleikar liggja í að syngja tónlist með góðum textum og innihaldi, en hvorki játar né neitar þegar hún er spurð hvort henni finn- ist skemmtilegra að syngja eigin lög eða annarra. „Sjálf er ég meira fyrir að hlusta á upprunalega útgáfu laga. Aðallega finnst mér þó nauðsynlegt að tengja við innihald laga sem ég er að flytja og finna þörf hjá mér til að deila því með öðrum – og gera þau þannig að mínum,“ segir Ragnheið- ur að lokum. Djasssöngkona í hjartanu  Ragnheiður Gröndal heldur útgáfutónleika í Gamla bíói á sunnudagskvöld  Töfrabörn er níunda sólóplatan  Bræðingur af þjóðlagatónlist og tilraunapoppi  Lögin urðu til á síðustu fimm árum Morgunblaðið/Hari Á æfingu „Við reynum eftir fremsta megni að endurskapa hljóðheim og stemningu plötunnar,“ segir Ragnheiður, en leggur samt upp með að tónleikarnir standi sem heild og þá skerist djassinn og spuninn í leikinn. : Glæsilegt páskablað fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 13. apríl NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 – kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir þriðjudaginn 9. apríl –– Meira fyrir lesendur MATUR – HEFÐIR – FERÐALÖG – VIÐBURÐIR SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.