Morgunblaðið - 29.03.2019, Page 36

Morgunblaðið - 29.03.2019, Page 36
Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og Katherine Wren víóluleikari koma fram á tónleikum í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20. Á efnis- skránni eru m.a. Farewell to Strom- ness eftir Peter Maxwell Davies, Qaanaaq, sónata eftir Adrian Ver- non Fish, og Kvinnan fróma eftir Oliver Kentish. Tónleikarnir eru hluti af verkefni Wren sem nefnist Nordic Viola, þar sem hún leikur verk tengd eyjum í Norður- Atlantshafi. Tónleikar í Fella- og Hólakirkju í kvöld FÖSTUDAGUR 29. MARS 88. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Keflvíkingurinn Davíð Snær Jó- hannsson sló í vikunni 25 ára leikja- met Eiðs Smára Guðjohnsen og Vals Fannars Gíslasonar. Þetta gerði Davíð Snær þegar hann spil- aði sinn þrítugasta leik fyrir U17- landslið Íslands. Eyjamærin Clara Sigurðardóttir sló sömuleiðis tveggja ára gamalt met yfir leikja- fjölda í U17-landsliði stúlkna. »1 Davíð Snær sló met Eiðs Smára og Vals ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Aðstandendur sýningarrýmisins Open á Grandagarði 27 fagna eins árs afmæli með opnun Skartvagns- ins í kvöld kl. 19. Open hefur tekið upp á arma sína gamlan purpura- litaðan skartvagn sem fannst í annarlegu ástandi úti á Granda, lappað upp á hann og boðið átta manneskjum að sýna verk í hon- um. Sýnendur eru Brynhildur Páls- dóttir, Carl Boutard, Elín Hansdóttir, Kristján Guðmundsson, Pétur Már Gunnarsson, Re- becca Erin Moran, Valgerður Sig- urðardóttir og Þór Sig- urþórs- son. Skartvagninn opnaður í sýningarrýminu Open Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þjóðræknisþing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku (INLofNA) verður haldið í 100. sinn í vor. Félagið var stofnað 1918 og fyrsta þingið fór fram í Winnipeg í Manitoba í Kanada 25. mars 1919. Afmælisþingið verður í sömu borg 16.-19. maí nk. og er gert ráð fyrir um 275 þátttak- endum. Íslensku forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, verða sérstakir heið- ursgestir. Íslendingafélagið Frón í Winni- peg sér um skipulagningu í sam- starfi við stjórn INL. Susan Hjalmarson er í stjórn Fróns og formaður undirbúningsnefnd- arinnar ásamt Serenu Goebel. Hún segir að nú séu 245 manns skráðir og fleiri eigi eftir að bætast í hóp- inn. „Við gerum ráð fyrir um 275 manns og um 75 manns að auki í hátíðarkvöldverðinn,“ segir hún. Lengi vel var þingið alltaf í Winnipeg, síðan bættust fleiri bæ- ir og borgir í Kanada við sem þingstaðir og 2002 var þingið í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. Þar hefur það verið fjórum sinnum, tvisvar í Minneapolis (2002 og 2015), í Seattle 2013 og Grand Forks 2017. Susan Hjalmarson segir að þingið í ár verði með hefð- bundnum hætti í grunninn. „Engu að síður verður þetta sérstakt þing haldið undir einkunnarorð- unum Honour, Celebrate, Build,“ segir hún og leggur áherslu á að tímamótanna verði sérstaklega minnst með ýmsum hætti. Fögn- uður og gleði verði í fyrirrúmi. „Nú þegar eru 45 manns frá Ís- landi skráðir og þátttaka forseta- hjónanna lyftir þinginu á enn hærri stall.“ Íslensk menning mikilvæg Fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku hefur haldið tryggð við arfleifðina með ýmsum hætti og þar leikur INL stórt hlutverk. Undir hatti Þjóðrækn- isfélagsins starfa deildir víða í Kanada og Bandaríkjunum og samskiptum við Ísland og Íslend- inga hefur verið haldið við á marg- an hátt og böndin treyst. Susan Hjalmarson bendir á að INL og félög innan samtakanna vinni markvisst að því að vernda ís- lenska menningu í Vesturheimi og efla samskiptin við föðurlandið. „Við tökum mið af þessu við skipu- lagningu afmælisþingsins með því að minnast þess sem liðið er, njóta nútíðarinnar og efla starfið með framtíðina í huga.“ Susan Hjalmarson segir að sú staðreynd að INL hafi starfað eins lengi og raun ber vitni sýni trausta stöðu félagsins. Það byggi á því sem vel hafi verið gert í hundrað ár og félagsmenn horfi björtum augum til framtíðar með það að leiðarljósi að öll þjóðrækn- isþing séu mikilvæg. Það sé góður vettvangur til þess að bera saman bækur sínar, skiptast á hug- myndum og vinna saman að sam- eiginlegum markmiðum. „Þjóð- ræknisþingið í ár er líka mikilvægt fyrir þjóðræknisfélagið Frón í Winnipeg, því það fagnar einnig 100 ára afmæli,“ segir hún. Winnipeg Susan Hjalmarson er í stjórn Fróns og formaður undirbúnings- nefndar þjóðræknisþingsins í maí ásamt Serenu Goebel. Þjóðræknisþing árlega í Vesturheimi í 100 ár  Íslensku forsetahjónin sérstakir heiðursgestir í Winnipeg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.