Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 77
FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 MORGUNBLAÐIÐ 77 áhuga. Spyrja þau um skólann, áhuga- málin eða bara spjalla um daginn og veginn. Þau kunna alveg að meta það, finnst mér. Svo sendi ég foreldrana aðeins afsíðis og næ tíma með börn- unum einum. Ef allir eru að horfa á mann í myndatöku getur fylgt því óþarfa pressa, þó það séu bara mamma og pabbi. Svo bara reyni ég að hafa þetta skemmtilega og ánægju- lega stund fyrir þau í staðinn fyrir ein- hverja kvöð.“ Hvað skiptir mestu máli að hafa í huga þegar teknar eru ljósmyndir af fólki? „Það skiptir máli að ná góðu sam- bandi við þá sem maður er að mynda. Fólk þarf líka að finna að það geti treyst ljósmyndaranum. Ég legg mik- ið uppúr því að mynda fólk nákvæm- lega eins og það er, ekki þvinga það í neitt sem er úr karakter eða slíkt. Ég næ bestu myndunum af fólki þegar það veit kannski ekki af því, þegar það lítur undan eða er að brosa til ein- hvers. Svo þarf auðvitað að passa lýs- ingu, líkamsstöðu, uppstillingar, myndskurð og annað. En ég reyni líka stundum að brjóta reglurnar og gera eitthvað öðruvísi. En ég met það hverju sinni hver á í hlut.“ Það þarf að sleppa sér í augnablikinu Fyrir okkur sem finnst ekki gott að láta mynda okkur, hvað getum við haft í huga? „Fjölskyldutökurnar mínar taka yf- irleitt ekki langan tíma, svo það þarf svolítið að sleppa sér í augnablikinu bara og reyna að slaka á. Eins er gott að taka fram ef það eru séróskir varð- andi eitthvað. Sumir vilja síður sitja eða standa, aðrir vilja vera myndaðir frá sérstakri hlið og enn aðrir við- kvæmir fyrir einhverju varðandi sjálf- an sig o.s.frv. Þetta þarf ljósmyndar- inn að vita fyrirfram og kunna að vinna með fólki. Ég vinn aðeins öðru- vísi með fólki sem finnst myndatökur mjög óþægilegar og reyni að gera þetta sem þægilegast fyrir alla.“ Rán er á því að ljósmyndir séru mikill fjársjóður og því mikilvægt að leita til fagmanna tengt ljósmyndum á merkilegum stundum. „Að mínu mati ætti að horfa til gæða frekar en í verð þegar mynda- töka er bókuð, sérstaklega ef það er fyrir fólkið sem maður elskar mest. Ég vildi óska að fleiri tímdu að eyða jafn miklu í myndatökur og það gerir í fatnað, skrautmuni, símtæki og annað. Ég sá flott veggspjald um daginn sem var á þá leið að ef manni þætti ljósmyndir ekki mikilvægar, þá ætti maður að bíða þar til þær væru það eina sem maður á eftir.“ Ljósmynd/Rán Bjargardóttir Það getur verið gaman að eiga mynd af allri fjölskyldunni í tilefni fermingar. Afslappaðar ljósmyndir úti í náttúrunni eru fallegar myndir að mati Ránar. Rán er mikið fyrir að taka myndir af fermingarbörnum úti í náttúrunni. Falleg mynd með fermingarbarninu er gulls ígildi. Ljósmyndir Ránar eru afslappaðar og skemmtilegar, þar sem náttúran og mild birta kallast á við djúpa skugga. Rán segir að áhugi sinn á ljósmyndum hafi kviknað ómeðvitað þegar hún var barn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.