Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 67
FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 MORGUNBLAÐIÐ 67 FERMING 2019 KRINGLUNNI & SMÁRALIND Blár jakki, 16.990 kr Super slim skyrta, stærðir XS-XL 8.990 kr Þverslaufur í mörgum litum 2.990 kr Gallabuxur 11.990 kr Bomber jakki, 7.590 kr F ermingin er dagurinn sem markar ákveðin kaflaskil í lífi ungmenna. Þegar tekin eru skref úr bómull barnæskunnar og stigið er varlega yfir í unglinga- stigið, diskótekin, fullorðinna manna tölu. Undirrituð man vel eftir sinni fermingu í Ísafjarðar- kirkju árið 2004. Þetta var fyrsta veislan sem ég skipulagði og ég setti allt upp í excel-skjal í heim- ilistölvunni. Gerði gestalista, fann þemalit (appelsínugulan – sem ég ótrúlegt en satt þoli ekki í dag) og fiðrildaskreytingar. Ég fékk fullt af fínum gjöfum en það sem stendur upp úr í dag er gleðin í loftinu og sólin sem skein úti, fólk- ið sem kom. Samfélagið hefur breyst á 15 árum, hvað þá á undanförnum 100 árum. Rithöfundurinn Jakobína Sigurðardóttir skrifaði um ferm- ingu sína í æviminningum sínum, „Í barndómi, en þá var fermingin og undirbúningur hennar stór- viðburður í lífi manns og mikið lagt í andlegan og kristilegan undirbúning fyrir hana. Það var ekki síður eftirvæntingin og/eða kvíðinn fyrir því sem var handan við ferminguna sem spilaði þar stórt hlutverk. Á þessum tíma var vinnualdur oftar en ekki miðaður við fermingu. Að komast í fullorð- inna manna tölu hafði því raun- verulega merkingu á þeim árum. Síðan þá höfum við haldið í þenn- an hugsunarhátt, litið er á ferm- ingu sem ákveðinn vendipunkt þó að hún boði ekki jafn miklar breytingar og áður. Hvort sem ætlunin er að ferm- ast borgaralega eða í kirkju er hefðin að halda veislu, gjafir eru gefnar, fólkið í kringum þig safn- ast saman undir einu þaki og pabbi þinn heldur vandræðalega ræðu. Þetta er allt ákveðin próf- raun fyrir óharðnaða unglinga. Í raun fallegt framhald á skírninni eða nafnaveislunni, þar sem hópur fólks safnast saman í kringum barnið og fagnar veru þess í heim- inum. Tekið er skref yfir ósýni- legan þröskuld og barnið fullvisst um að allt verður í lagi. Gleðin stendur upp úr Nína Guðrún Geirsdóttir blaðamaður fermdist í Ísafjarðarkirkju árið 2004. Hún segir að samfélagið hafi breyst mikið síðan hún fermdist. Nína Guðrún Geirsdóttir | ninagudrun@gmail.com Nína Guðrún Geirsdóttir fermdist árið 2004.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.