Morgunblaðið - 15.03.2019, Side 67
FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 MORGUNBLAÐIÐ 67
FERMING 2019
KRINGLUNNI & SMÁRALIND
Blár jakki,
16.990 kr
Super slim skyrta,
stærðir XS-XL
8.990 kr
Þverslaufur
í mörgum litum
2.990 kr
Gallabuxur
11.990 kr
Bomber jakki,
7.590 kr
F
ermingin er dagurinn
sem markar ákveðin
kaflaskil í lífi ungmenna.
Þegar tekin eru skref úr
bómull barnæskunnar og
stigið er varlega yfir í unglinga-
stigið, diskótekin, fullorðinna
manna tölu. Undirrituð man vel
eftir sinni fermingu í Ísafjarðar-
kirkju árið 2004. Þetta var fyrsta
veislan sem ég skipulagði og ég
setti allt upp í excel-skjal í heim-
ilistölvunni. Gerði gestalista, fann
þemalit (appelsínugulan – sem ég
ótrúlegt en satt þoli ekki í dag) og
fiðrildaskreytingar. Ég fékk fullt
af fínum gjöfum en það sem
stendur upp úr í dag er gleðin í
loftinu og sólin sem skein úti, fólk-
ið sem kom.
Samfélagið hefur breyst á 15
árum, hvað þá á undanförnum 100
árum. Rithöfundurinn Jakobína
Sigurðardóttir skrifaði um ferm-
ingu sína í æviminningum sínum,
„Í barndómi, en þá var fermingin
og undirbúningur hennar stór-
viðburður í lífi manns og mikið
lagt í andlegan og kristilegan
undirbúning fyrir hana. Það var
ekki síður eftirvæntingin og/eða
kvíðinn fyrir því sem var handan
við ferminguna sem spilaði þar
stórt hlutverk. Á þessum tíma var
vinnualdur oftar en ekki miðaður
við fermingu. Að komast í fullorð-
inna manna tölu hafði því raun-
verulega merkingu á þeim árum.
Síðan þá höfum við haldið í þenn-
an hugsunarhátt, litið er á ferm-
ingu sem ákveðinn vendipunkt þó
að hún boði ekki jafn miklar
breytingar og áður.
Hvort sem ætlunin er að ferm-
ast borgaralega eða í kirkju er
hefðin að halda veislu, gjafir eru
gefnar, fólkið í kringum þig safn-
ast saman undir einu þaki og
pabbi þinn heldur vandræðalega
ræðu. Þetta er allt ákveðin próf-
raun fyrir óharðnaða unglinga. Í
raun fallegt framhald á skírninni
eða nafnaveislunni, þar sem hópur
fólks safnast saman í kringum
barnið og fagnar veru þess í heim-
inum. Tekið er skref yfir ósýni-
legan þröskuld og barnið fullvisst
um að allt verður í lagi.
Gleðin stendur
upp úr
Nína Guðrún Geirsdóttir blaðamaður fermdist í
Ísafjarðarkirkju árið 2004. Hún segir að samfélagið
hafi breyst mikið síðan hún fermdist.
Nína Guðrún Geirsdóttir | ninagudrun@gmail.com
Nína Guðrún Geirsdóttir
fermdist árið 2004.