Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Fylgist með á facebook Skipholti 29b • S. 551 4422 Litríkur vorfatnaður E va María segir að það hafi margt breyst tengt ferm- ingarkökum á liðnum ár- um. Eva er mikil áhuga- manneskja um eldamennsku og veit fátt betra en að elda og borða góðan mat. Átti í fyrstu eina hrærivél og bakarofn Hefurðu alltaf haft áhuga á kökum? „Bakstursáhuginn byrjaði ekki fyrr en ég varð móðir fyrir 10 árum. Ætli ég geti ekki sagt að hann hafi síðan aukist samhliða afmælum hjá syni mínum. Hugmyndin að Sætum syndum varð til fyrir rétt rúmlega sex árum en ég byrjaði bara með litla Kitchenaid-hrærivél sem ég átti og lítinn heimilisbakarofn.“ Á þessum tíma langaði Evu Maríu að prófa sig áfram og sjá hvort hún gæti verið með sitt eigið fyrirtæki á þessu sviði. „Ég hugsaði með mér að í versta falli færi ég þá bara aftur að vinna fyrir aðra.“ Fyrirtækið hefur gengið vel þótt hún geti ekki sagt að þetta hafi verið leikur einn. „Blóð, sviti og tár hafa komið fyrirtækinu á þann stað sem það er á í dag. Langur vinnudagur, engin frí og lítil laun var það sem þurfti til að láta þetta ganga fyrstu árin.“ Gat ekki átt annað barn og stofnaði þá fyrirtækið Hún segir Sætar syndir annað barnið sitt, en hún á soninn Hilmi og ætlaði sér alltaf að eignast fleiri börn. „Hilmir sonur minn kom löngu fyrir tímann í heiminn. Ég fékk mikla meðgöngueitrun. Hann átti að fæðast í byrjun september en var tekinn með bráðakeisara í lok júní. Það gekk svo illa að ná blóðþrýstingnum hjá mér niður að ég þurfti að vera inni á spítala í tvær vikur eftir keisarann. Hár blóðþrýstingur er eitt af einkenn- um meðgöngueitrunar. Eftir með- gönguna var mér ráðlagt að eign- ast ekki fleiri börn þar sem það þótti líklegt að ég fengi með- göngueitrun aftur. Mig langaði alltaf í fleiri börn en varð að sætta mig við að fyrirtækið yrði eins og mitt annað barn.“ Eva María segir að stundum hafi læðst að sér spurningin hvað hún væri búin að koma sér í. Þurfti að hringja í frænku fyrst „Við erum tíu konur sem vinnum í fyrirtækinu í dag, sumar í fullri vinnu og aðrar í hlutastarfi. Við erum allar mjög góðar vinkon- ur og andinn hjá okkur er góður.“ Eva María segir að frænka sín sé búin að gera mikið grín að sér þar sem í fyrstu hafi hún hringt í hana og spurt hvernig ætti að gera skúffuköku! Hvað er í tísku tengt kökum í fermingu? „Marmaraáferð á kökum er vin- sæl sem og „drip“-kökur. Rósagull, gull og silfur svo ekki sé gleymt að minnast á pastellitina.“ Hún segir hringlaga kökur á hæðum algjörlega búnar að taka við af kassalaga kökum. „Þegar ég byrjaði fyrir sex árum voru kassalaga fermingartertur vinsælar og gömlu góðu sálmabæk- urnar. Þessar kökur eru sjaldséðar á veisluborðum í dag þótt auðvitað komi ein og ein slík pöntun reglu- lega inn á borð til okkar.“ Mikið fyrir einfaldar kökur sjálf Evu Maríu finnst sjálfri einfald- leikinn oft fallegastur þegar kemur að kökum. „Naktar kökur með lifandi blóm- um eða „drip“-kökur í fallegum lit- um finnst mér yfirleitt fallegustu kökurnar.“ Áttu ráð fyrir þá sem eru að undirbúa ferminguna? „Ég mæli með að fólk hafi veisl- una alla, skreytingar, veitingar og kökurnar, bara eftir eigin smekk. Tískan kemur og fer og skiptir ekki öllu máli. Að setja eigin stíl á veisl- una ætti alltaf að vera í forgrunni.“ Kleinuhringir það nýjasta Sérðu eitthvað alveg nýtt um þessar mundir? „Kleinuhringir og makkarónur hafa vaxið í vinsældum. Við bjóðum upp á yfir 25 bragðtegundir af makkarónum. Síðan vorum við að hefja framleiðslu á okkar eigin kleinuhringjum sem eru dásamlega bragðgóðir og auðvitað fallegir líka. Punkturinn yfir i-ið er að setja Kleinuhringir og makkarónur vin- sælt góðgæti í fermingarveislum Eva María er eigandi Sætra synda. Hún stofnaði fyrirtækið fyrir sex árum með eina hrærivél og heim- ilisofn. Síðan þá hefur það stækkað hægt og rólega. Í viðtalinu segir hún okkur allt það nýjasta um kökur og önnur sætindi í fermingarveisluna. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Litlar bollakökur og makkarónur í fallegum þema litum fermingarinnar gera mikið fyrir veisluborðið. Eva María hefur þróað hæfni sína í bakstri heilmikið á undanförnum árum.  SJÁ SÍÐU 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.