Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 2
Hvernig hafa sýningar á Fyrsta skiptinu gengið? Þetta hefur gengið vel og uppselt á hverja sýninguna á fætur annarri. Allt erfiðið og baslið er að skila sér. Hverju hefur þú lent í sjálf sem rataði beint í leikritið? Fyrsti kossinn minn fór beint í leikritið, enda var hann vandræðalegri en allt vandræðalegt. Þetta var fyrsti kossinn hjá okkur báðum og ég taldi niður upphátt; 5, 4, 3, 2 og 1 og horfði í augun á honum og kyssti hann svo. Kossinn stóðst ekki vænt- ingar; þetta var hræðilegt í alla staði. Var ekkert erfitt að tala um viðkvæma reynslu unglingsáranna á sviði? Jú, það var smáerfitt á fyrstu sýningum þegar mamma og pabbi voru í salnum og ég að deila einhverju persónulegu. En nú er mér al- veg sama. Hvenær kviknaði leiklistar- bakterían? Ég hef alltaf verið eitthvað að flippa. Ég byrjaði þegar ég var lítil að klæða mig í búninga og vera með atriði fyrir mömmu og pabba. En þetta hófst fyrir alvöru í Versló en þar tók ég þátt í söngleikjunum. Það var rosalega gam- an; ég sakna þess núna þegar ég er hætt þar. Hvað ertu að gera núna í lífinu fyrir utan að leika í Fyrsta skiptinu? Ég er á fullu að undirbúa mig fyrir prufur í leik- listarskóla í London en draumurinn er að fara þangað í leiklistarnám. Það heillar mig meira að læra úti og prófa að fara út fyrir landsteinana. Hefurðu verið að skrifa fleiri leikrit? Nei, en ég er hvergi nærri hætt! Fáum við þá að sjá meira af þér í framtíðinni? Bara 100%. Ég ætla rétt að vona það. M or gu nb la ði ð/ Eg ge rt BERGLIND ALDA ÁSTÞÓRSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2019 Fyrirsögnin vísar í frasa sem er mikið notaður en ekki alltaf uppfylltur. Sévafi á einhverju þá eiga börn að njóta hans í öllum tilvikum. Leiki vafi áeinhverju sem tengist öryggi eða heilsu barna þá tökum við aldrei neina áhættu. Þeirra öryggi, þeirra heilsa gengur fyrir – alltaf. Fréttir af mislingasmituðum börnum hér á landi vekja óhug. Það var líka sérlega sláandi að lesa fréttir af því að foreldrar, sem vilja auðvitað með öllum ráðum tryggja heilsu barns síns, hafi fengið rangar upplýsingar frá heilsu- gæslu um mislingasmit. Það er ótækt að slík mistök geti átt sér stað. Mislingar hafa verið á kreiki beggja vegna Atlantshafsins síðustu ár og hér á Íslandi hefði átt að vera búið að upplýsa heilbrigðisstarfsfólk betur og undirbúa undir það að þessi vá- gestur gæti knúið hér dyra. Foreldrar verða að geta treyst því að fá réttar upplýsingar þegar um heilsu barnanna er að tefla. Foreldrar í Fossvogi (undirrituð þar á meðal) eru þessa dagana ugg- andi vegna fregna af því að skóla- húsnæði Fossvogsskóla sé heilsu- spillandi vegna myglu og umfangsmikilla skemmda. Ótal spurningar vakna þegar svona tíðindi berast. Stærsta sveit- arfélag landsins á skólahúsnæðið og rekur skólann. Hluti af vandanum þegar svona myglumál koma upp er að viðhaldi hefur ekki verið sinnt. Það er skammgóður vermir að trassa viðhald á skólum því með því er hættunni á skemmdum boðið heim, líkt og nú er orðin raunin í Fossvogsskóla. Fá börnin að njóta vafans? er stóra spurningin sem upp kemur. Sveitarfélagið hefur augljóslega ekki látið börnin njóta vafans fram til þessa, heldur sparað í viðhaldi og leyft húsinu að skemmast. Ekki fyrsti og ekki eini skólinn á landinu til að verða rakaskemmdum að bráð. Það er sorglegt þegar börn eru látin gjalda mistaka fullorðna fólksins. Börn eiga alltaf að njóta alls vafa, það má ekki vera innantómur frasi. Börn eiga alltaf að njóta vafans Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Mislingar hafa verið ákreiki beggja vegna Atl-antshafsins síðustu ár og hérá Íslandi hefði átt að vera búið að upplýsa heilbrigð- isstarfsfólk betur og und- irbúa undir það að þessi vá- gestur gæti knúið hér dyra. Ásgrímur Stefán Agnarsson Ég reyni að safna peningum en ég er ekkert rosalega góður í því. SPURNING DAGSINS Safnar þú einhverju? Helga Margrét Agnarsdóttir Ég safna fötum, skóm og peningum. Svanur Herbertsson Ég safna hljóðfærum. Ég á alveg óteljandi. Helga Dís Björgúlfsdóttir Já, hinu og þessu. Bókum og kisu- styttum. Og erlendri mynt! Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Berglind Alda Ástþórsdóttir er ein af leikurum og leikritahöfundum verksins Fyrsta skiptisins í Gaflara- leikhúsinu í Hafnarfirði. Sýningum lýkur 23. mars en einnig verður sýnt í Hofi á Akureyri 13. apríl. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Settu þína ráðstefnu í Hörpu Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur Nánar á harpa.is/radstefnur Talið niður í fyrsta kossinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.