Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 17
10.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 um 8 ára hlé á kjarnorkuvopnagerð sem Íran var langt komið með, og að því loknu gætu klerkarnir athugasemdalaust fengið að ljúka verkinu var skammarleg gjörð. Lausnargjaldið Og er þá ekki minnst á alla milljarðatugina sem Obama lét fljúga með til klerkastjórnarinnar í órekj- anlegum notuðum seðlum, í dollurum, evrum og svissneskum frönkum. Þannig líta sjóðirnir út sem glæpagengi heimta að fá fyrir mannrán sín, eins og allir þekkja og er ránsfengurinn þó jafnan eins og hrein skiptimynt hjá fragtinni miklu sem Obama sendi í skjóli myrkurs til Íran. Peningaprentunin mistókst Og á meðan á öllu þessu gengur í Bretlandi, vaxandi gyðingahatri og svikum og brestum við ákvörðun þjóðarinnar um brexit, er fróðlegt að sjá hvernig gengur hjá Evrópusambandinu, sem pólitískir blind- ingjar á Íslandi tala enn um sem fyrirheitna ríkið, af því þeir hafa ekkert annað handfast fram að færa. Fyrir rúmu ári sagði Mario Draghi, bankastjóri seðlabanka ESB, að nú væri loksins hægt að hætta að afhenda bönkum lánsfé vaxtalaust og að „prenta“ óendanlega seðlafjöld til að halda uppi atvinnulífi sem gæti það ekki sjálft. Þegar fólk, sem veit minna en það lætur, harmar að vaxtastig sé hærra hér á landi „en í evrópulöndunum“ þá lætur það eins og „vaxtarstigið“ í ESB sé eftirsóknarvert. Í öndunarvél En hvers vegna hrópaði Mario seðlabankastjóri húrra þegar hann sagði á sínum tíma að á næstu þremur árum myndi bankanum loks takast að hækka vexti í ESB upp í eðlilegt ástand? Það var vegna þess að efnahagslíf ESB náði þá vart að dratt- ast áfram. Það var óvirkt og meðvitundarlítið. Það þurfti bæði blóð- og súrefnisgjöf til að lifa af. Það var sem sagt í gjörgæslu seðlabankans. Seðlabankastjórinn sagði ærlegur að ekkert efna- hagslíf gæti gengið til lengdar bundið bæði í lungna- vél og öndunarvél seðlabankans. Það væri ekkert líf, hvorki fyrir sjúkling né atvinnulíf. Yfirlýsing bankastjórans nú í vikunni að óhjá- kvæmilegt væri að setja „sjúklinginn,“ evrópskt at- vinnulíf aftur í vélarnar, „vonandi þó aðeins um skamma hríð“ (eins og seinast!) var augljóslega þungbær. Og það er ekki að undra. Það eru ekki að- eins Spánn, Ítalía, Grikkland og Frakkland sem eru í erfiðleikum. Þýskaland hikstar nú og það horfir illa þar. Þó var evran sérlega hönnuð sem myntin handa því sem önnur ríki yrðu að standa undir og laga sig að. Og vegna ófremdarástands efnahagslífsins þarf að gera hvað eina til að stöðva útgöngu Breta. Þeir borga fúlgur fjár með sér inn í ESB á hverju ári. Það er bölvað að horfa upp á hverja stórþjóð ESB af annarri breytast í þurfalinga. Það er svo mikill óþarfi og það er síst af öllu fagnaðarefni fyrir neinn. Ekki heldur okkur. Hér heima eru menn þó sem óðast að koma okkur úr góðærinu og í ógöngur. Líka að óþörfu. Og fyrirstaðan er lítil sem engin. Af hverju í ósköpunum? Veit einhver það? Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.