Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þegar ég vann við fréttir og hafði þaðstarf að setja saman fréttatíma spurðiég vinnufélagana oft að því hverju þeir héldu að fólk myndi muna eftir úr fréttatím- anum. Þegar við veltum því fyrir okkur var það nánast aldrei nein af fyrstu fréttunum. Miklu frekar einhver erlend frétt um einhvern furðuskap eða þegar Magnús Hlynur talaði við sóknarprestinn sem fór alltaf út að ganga með geitinni sinni. Þannig verður það örugglega líka þegar við gerum þessa viku upp. Í stað þess að muna það sem stefnir í að verða einhver harðvítugustu verkföll síðustu ára eða að umboðsmaður Al- þingis hafi skammað seðlabankastjóra eins og hund, þá er miklu líklegra að við munum eftir álftinni sem tókst að bjarga. Álftinni sem gekk um allt með Red Bull-dós í goggnum en var bjargað hetjulega. Endaði svo á því að útskrifa Álft vikunnar Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2019 Aftur partur af samfélaginu Vegurinn er rosalega flotturog breytir öllu fyrir mig,“sagði Sveinn Sigurjónsson í Þverárkoti á Kjalarnesi eftir að hafa ekið glænýjan veg í gær, föstudag, sem lagður hefur verið heim að bænum. „Það var mjög sérstök tilfinning að aka veginn; núna er þetta allt annar staður en það var og ég aftur orðinn partur af samfélaginu. Ég er kominn í samband,“ bætti Sveinn við. Eins og Sunnudagsblað Morgun- blaðsins fjallaði um á liðnu ári þurfti Sveinn að leggja bíl sínum í Frá framkvæmdum við Þverárkot í vikunni. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vegur sem Sveinn Sigurjónsson í Þverárkoti hefur barist lengi fyrir var tekinn í notkun fyrir helgi og nú getur hann loksins ekið heim í hlað á veturna. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.