Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2019 Voltaren Gel er bæði verkjastilland og bólgueyðandi Vöðva eða liðverkir? Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. i va dlega upplýsingar á umbúðum . 15% afslátturaf 100g og 150gVoltaren Gel HEILSA Því er lokið! Sex mánaða verkefni semhófst með pistlaskrifum hér í blaðið 9.september í fyrra. Það er alltaf góð til- finning að ljúka átaki af þessu tagi og það hef- ur sitthvað gengið á þennan tíma. Tímamótin eru að einhverju leyti ljúfsár enda hef ég náð mikilvægum markmiðum en önnur náðust ekki. Fagnað að klassískum sið Af þeim sökum þótti mér við hæfi (hvað sem heilsufræðingarnir segja) að skála í kampavíni til að fagna á þessum tíma. Og þá þýddi heldur ekki að gera það í einhverju „venjulegu“ kampavíni. Fyrir valinu varð flaska sem mig hefur lengi dreymt um að dreypa á. Sir Win- ston Churchill framleiðslan frá Pol Roger. En af hverju hún? Í fyrsta lagi vegna þess að framleiðandinn er góður og hefur lengi verið í uppáhaldi en einnig vegna skírskotunarinnar til Churchills. Þegar maður hefur sigrað og tapað í senn – eins og í mínu tilviki – rifjast eðlilega upp orðin sem karlinn lét eitt sinn falla um neyslu sína á þessum höfuga drykk: „Ég á það skilið þegar ég sigra og ég þarfnast þess þegar ég tapa.“ Drakk ógrynnin öll af Pol Það væri efni í heillangan pistil að segja frá þessu víni en að þessu sinni læt ég þess aðeins getið að Pol Roger var uppáhalds-kampavíns- framleiðandi Churchills allt frá 1908 og hann keypti ógrynnin öll af flöskum þaðan allt fram á dánardægur. Hann varð mikill vinur Odett Pol-Roger og þegar karlinn féll frá 1965 voru sendingar fyrirtækisins sem rötuðu til Bret- landseyja sveipaðar sorgarböndum. Frá 1985 hefur fyrirtækið á nokkurra ára fresti kynnt árgangsvín sem bera nafn hins mikla Breta. Þegar ég varð mér úti um flöskuna – sem reyndist ekki létt verk, enda hefur þetta vín ekki verið í boði í ÁTVR – fékk ég þær gleði- fréttir að senn yrði breyting þar á. Maður hefur því ástæðu til að hefja nýtt átak hið fyrsta! Enn þyngri en stefnt var að Ég náði ekki aðalmarkmiðinu sem ég setti mér í september síðastliðnum þegar ég ákvað að „snúa skipinu við“ eins og það var orðað þá. Ég ætlaði að losna við 10 kíló. Í upphafi ferlisins vó ég 92,9 kg og því hefði ég viljað standa á vigt með töluna 82,9 nú á þessum tímapunkti. En vigtin lýgur ekki – birtir bara kaldan sann- leikann og ég er 84,1 kg. Þarna munar 1,2 kg eða 12% af því sem ætlaði að skera af mér. En get ég þá leyft mér að fagna, fyrst aðal- markmiðið náðist ekki? Og svarið er hátt og snjallt já. Ekki vegna þess að það hefði ekki verið æskilegt að léttast meira, heldur vegna þess að með því að einblína á þetta einfalda og auðskiljanlega markmið, náði ég öðrum minni markmiðum sem bætt hafa heilsuna til mikilla muna. Þar með vannst ýmislegt sem ég hafði ekki lagt áherslu á en veit nú að er eftirsóknar- vert og gott. Ferðin sem aldrei var farin? Þegar ég horfi á árangurinn, bæði þann sem náðist og einnig þann sem stefnt var að, hugsa ég óhjákvæmilega til hinnar frábæru sögu Sig- urðar Nordal, Ferðin sem aldrei var farin. Ég stefndi að markmiði eins og ungi maðurinn sem Markús Árelíus blekkti. Og þótt ekki hafi orðið af því sem lagt var upp með þá vannst með undirbúningnum eitthvað sem er eftir- sóknarvert og gott. Það á við um markmiða- setningu sem miðar að því að bæta heilsuna. Maður verður kannski aldrei allra besta útgáf- an af því sem maður sér fyrir sér. En með há- leitu markmiði er líklegra en ella að maður þokist í rétta átt. Og ég hef haldið góða tölfræði yfir það sem ég hef verið að gera. Það hefur hjálpað til og haldið mér þokkalega við efnið. Vissulega ætl- aði ég að hreyfa mig meira en ég gerði en mér hefur þó tekist að halda þannig dampi að í hverri viku hef ég náð virkri álagsæfingu í 2 til 5 klst. Að meðaltali hafa þetta reynst ríflega 3 klst. og 12 mínútur í viku hverri. Hvergi nærri hættur Það var í raun af fullkominni eigingirni sem ég ákvað að skrifa opinberlega um átakið. Ég vissi að það yki líkurnar til muna á því að ég héldi mig að verki. Og það hefur reynst rétt. Það er kannski ekki vitlaust fyrir þá sem oft hafa reynt, en jafn oft runnið á rassinn, að tjá sig op- inberlega um yfirstandandi átak. Ef maður er ekki að pukrast með það einn, og ef einhver er áhugasamur um árangurinn, er erfiðara að gefa eftir og falla frá því sem stefnt var að. En þótt skrifum mínum um átakið sé lokið finnst mér ég enn í svipuðum sporum og fyrr. Ég hef enn margt að stefna að sem mig langar til að áorka þegar kemur að heilsufarinu. Hvort ég slái slöku við, þegar skrifunum slepp- ir, skal ósagt látið. En pressan síðasta hálfa ár- ið, og allt það sem ég hef lært á þessum tíma, með aðstoð manna eins og Ívars Guðmunds- sonar og ýmissa fleiri, mun líklega fleyta mér áfram. Og að lokum þetta. Takk fyrir að fylgjast með þessu brölti öllu saman. Og ef þú ert að velta fyrir þér hvort það sé þess virði að snúa skipinu við, þá er svarið einfalt. Góð heilsa, færri kíló og sterkari vöðvar – eru gulli betri. Á það skilið þegar ég sigra Nú er átakinu góða lokið en ég er hvergi nærri hættur. Ég á enn eftir að ná stóra markmiðinu en önnur minni eru í höfn og nokkur sem ég sá ekki við sjóndeildarhring þegar ég hófst handa fyrir sex mánuðum. Mér fannst ég eiga skilið við lok átaksins að opna flösku sem mig hefur lengi dreymt um að njóta. Og nú ætla ég í fleiri „átök“ svo ég hafi ástæðu til að opna fleiri. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 84,3 kg 84,1 kg Upphaf: Vika 25: Vika 26: 21.529 29.529 14.259 13.525 3 klst. 4 klst. HITAEININGAR Prótein 26,7% Kolvetni 35,1% Fita 38,2%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.