Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 28
Hann var myndarlegur,óræður, hættulegur ogumkomulaus. Stúlkur vildu vera með honum og mæður taka utan um hann, líkt og James Dean í gamla daga. Feðurnir vildu á hinn bóginn ekkert með hann hafa. Mér er ljóst að ég kalla örugglega yfir mig hellidembu með þessari samlíkingu en stað- reyndin er eigi að síður sú að fyr- irmyndin að hinum dularfulla Dyl- an McKay, sem Luke Perry lék í upprunalegu útgáfunni af hinum feykivinsælu dramaþáttum Bev- erly Hills 90210, var augljóslega James Dean, eða öllu heldur kar- akterarnir sem goðsögnin lék á sínum allt of stutta ferli. Þegar blöðum er flett nú að Perry gengnum ber flestum eftirmæl- endum saman um það. Eins og gengur og gerist með unglingadrama lék Perry all- Guð minn, Luke upp gleðihliðum Luke Perry, hjartaknúsarinn úr Beverly Hills 90210, lést í vikunni af völdum heilablóðfalls, 52 ára að aldri. Hans er minnst af hlýju, ekki síst fyrir framlag sitt til unglingamenningar seinni tíma. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Luke Perry eins og hann birtist okkur í þáttunum vinsælu Beverly Hills 90210. Snap/REX/Shutterstock MÁLMUR Færeyska þjóðlagamálmbandið Týr sendi fyrir helgi frá sér áttundu breið- skífu sína, Hel. Sex ár eru frá síðustu plötu, Valkyrju, og hefur aldrei liðið svo langur tími milli platna hjá Tý. „Við nálguðumst þessa plötu öðruvísi en áður vegna þess að ég komst að því að myndi ég gera plötur með sama hætti og fram að þessu myndi ég deyja úr hjartaáfalli fyrir fimmtugt,“ hefur málm- síðan Blabbermouth eftir söngvara Týs, Hera Joensen. „Það er ein ástæðan fyrir því að við breyttum um kúrs og gáfum okkur svona góðan tíma með þessa plötu.“ Nýr maður lemur nú húðir hjá Tý, Tadeusz Rieckmann. Vill ekki fá hjartaáfall fyrir fimmtugt Týsarar njóta mikilla vinsælda hér um slóðir. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2019 LESBÓK KVIKMYNDIR Leikkonan Maggie Gyllenhaal er sér- staklega stolt af nýjustu mynd sinni, The Kindergarten Teac- her, en að gerð hennar stóðu nær eingöngu konur. Myndin fjallar um leikskólakennara sem binst fimm ára gömlu undrabarni sterkum böndum. Í samtali við breska blaðið The Independent segir Gyllenhaal listamenn og menninguna yfir höfuð hreyfast hraðar en fjármagn og enda þótt konur séu óðum að taka að sér fleiri hlutverk við gerð kvikmynda hafi þær alls ekki haft úr nægu fé að moða við gerð The Kindergarten Teacher. „Ekkert mál, við bjuggumst aldrei við því að hafa nægt fé, við erum vanar því, þannig að við gerum þetta bara svona og látum verða af þessu,“ segir leikkonan, sem er hæst- ánægð með útkomuna. Gerum þetta bara svona Maggie Gyllenhaal. AFP Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Skinnhúfa kr. 19.800 Vargur kr. 37.000 Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Hálsmen kr. 13.900 Bíldshöfði 9 Smáratorg 1 He 1 1lluhraun 6- 8 Fiskislóð 1 Við eru í þínu hverfi m Bera Hendrix á höndum sér Jimi heitinn Hendrix. MINNING Hálf öld verður á næsta ári liðin frá andláti Jimi Hendrix. Því fer þó fjarri að gítargoðsögnin sé gleymd; það staðfestir meðal annars sýning sem hrundið var af stokk- unum í Bandaríkjunum um liðna helgi og mun standa fram í apríl og kallast einfaldlega „Experience Hendrix“. Fram kom samtímagít- arséní á borð við Dave Mustaine, Joe Satriani, Zakk Wylde, Eric Johnson, Jonny Lang og Dweezil Zappa en fyrir mannskapnum fer félagi Hend- rix í Band of Gypsies, Billy Cox. „Það er mikill heiður að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Dave Mustaine, kennd- ur við málmbandið Megadeth, við hlaðvarpið The Opus. „Jimi hefur verið viðmiðið allt mitt líf. Í dag er ég sjálfur skilgreindur sem goðsögn en mér finnst Jimi samt standa mér mun framar. Ég dýrka goðsögnina og fólkið sem heldur utan um hana.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.