Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2019 LÍFSSTÍLL Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun! SÚKKULAÐIKAKA (6 litlar kökur eða ein stór fyrir 6 manns) 180 g dökkt súkkulaði 55 g ósaltað smjör 4 stk. egg 60 g sykur 80 g hveiti ½ tsk. vanilluduft (eða 1 tsk. van- illudropar) Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í vatnsbaði. Þeytið egg og sykur saman. Setjið eggjablönd- una út í brædda súkkulaðið og sigtið svo hveitið út í blönduna og hrærið öllu saman. Bætið við van- illunni. Ef þið gerið sex litlar kökur, tak- ið til lítil álform eða keramik form og smyrjið þau að innan með smjöri. Deilið súkkulaðikökudeig- inu á milli formanna þannig að þau séu að 2/3 full. Bakið svo kök- urnar í 11 mín. við 180°C. Ef þið gerið eina stóra köku, skulið þið smyrja kökuform með smjöri og hella deiginu í það. Bak- ið kökuna í 20 mínútur við 180°C. PRALÍN SÚKKULAÐIMÚS MEÐ PISTASÍUM 225 g súkkulaði 55 g smjör 1 stk. eggjahvíta 150 ml rjómi 50 g pistasíuhnetur 4 stk. súkkulaðikex að eigin vali Bræðið súkkulaðið og smjörið yfir vatnsbaði. Þeytið eggjahvítuna. Þeytið rjómann. Bætið eggjahvít- unni út í súkkulaðið og bætið svo helmingnum af rjómanum út í og blandið létt saman. Bætið svo restinni af rjómanum út í. Plastið litlar skálar og setjið músina í þær. Kælið svo vel. Takið músina úr skálunum sem ætti að vera lítið mál að losa því plastfilman hjálpar þar. Veltið svo músinni upp úr muldum pistasíum og muldu súkkulaðikexinu. Berið fram með ís og berjum. Súkkulaðikaka og mús með pistasíum Kokkar Fiskmarkaðarins mæla með að nota alltaf bestu fáan- legu sushi-grjón og sjóða þau eftir leiðbeiningum. Þau eru svo krydduð þegar þau eru heit með sushi-ediki og mirin og lát- in kólna og drekka í sig vökvann. Hér eru þrjár hugmyndir að annars vegar maki-bitum og hins vegar nigiri. MAKI NR. 1 lax wakame-salat agúrka chili-majónes nori-blöð Til að búa til maki-rúllur er nori-blað lagt á borð og sushi- grjónum dreift jafnt yfir blaðið. Næst er hráefnið sem fer inn í rúlluna skorið til og í lengjur og sett inn í jafnt alla leið svo rúll- an verði jöfn. Þessu er síðan rúllað upp í bambusrúllu og lát- ið bíða aðeins áður en það er skorið. Sushi má aldrei fara inn í kæli og svo má bara nota tré- og plastáhöld þegar unnið er með grjónin því þau draga í sig allt aukabragð. Þetta kombó klikkar aldrei og má skreyta rúlluna með laxahrognum eða masago til að gefa því smá meira „twist“. MAKI NR. 2 djúpsteikt tigrísrækja í tempura (hægt að kaupa tempura-hveiti í flestum búðum) rjómaostur avókadó enoki-sveppir þunn sneið af bleikju álasósa spírur til skrauts Búið til hefðbundna maki-rúllu með hráefnunum og skerið í sneiðar. Setjið svo ofan á rúlluna þunna sneið af bleikju og skreyt- um það með álasósu og spírum. Sushi á þrjá vegu TERIYAKI LAXA-NIGIRI sushi-grjón, soðin sneið af laxi teriyaki-sósa Mótið litla ílanga bollu úr hrísgrjónunum í höndunum. Það er ágætt viðmið að hrís- grjónin séu 60% og fiskurinn 40%. Setjið sneiðina af lax- inum á hrísgrjónabolluna og penslið teriyaki-sósu yfir fisk- inn. Brennið létt með gas- brennara eða setjið inn í ofn sem er á hæstu grillstilling- unni í örskamma stund. Það er óþarfi að dýfa þessum bita í sojasósu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.