Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 15
svona hálfan þjóðsönginn,“ segir Pétur. „Það er ekki hægt að útskýra allar þær til- finningar sem kvikna. Foreldrar mínir voru í salnum og ég horfði í augun á mömmu sem há- grét. Mitt mottó hefur alltaf verið: maður upp- sker eins og maður sáir.“ Stefna á fleiri titla Pétur og Polina segjast vinna vel saman og ekki sé mikið um árekstra. „Auðvitað gengur þetta stundum upp og stundum niður en við ræðum sporin og á endanum finnum við takt- inn. Við stefnum að sömu markmiðum í lífinu. Við erum ekki alltaf sammála en komumst að niðurstöðu á endanum. Við þurfum auðvitað oft að ræða sporin; hvernig við viljum hafa þau. Við erum alltaf að skapa eitthvað ein- stakt,“ segir hann og bætir við að þau séu bæði ákaflega metnaðarfull. „Við kæmumst ekki svona langt nema að viljinn og metnaðurinn væri til staðar. Við æf- um mikið og gerum okkar besta.“ Framtíðin er björt hjá unga dansparinu og þau eru hvergi nærri hætt. „Við höfum nú þegar keppt í Open World Champions Amateur Latin, sem er líka heims- meistaramót, og okkur gekk mjög vel; við lent- um í níunda sæti sem er góður árangur. Þetta var aðeins tveimur dögum eftir að við unnum heimsmeistaramótið 21 árs og yngri nú í des- ember síðastliðnum,“ segir hann. Þau setja markið hátt að sjálfsögðu. „Tak- mark okkar er að verða heimsmeistarar í at- vinnuflokki fullorðna. Það er okkar æðsta tak- mark. Og kannski að vinna það þrisvar!“ segir Pétur og hlær. Morgunblaðið/Ásdís Pétur og Polina byrjuðu að dansa saman árið 2016. Þau segja dansinn lífsstíl og vita ekkert skemmti- legra en að dansa. Þau æfa stíft alla daga og leggja mikið á sig til þess að ná árangri. ’Það er ekki hægt að útskýraallar þær tilfinningar semkvikna. Foreldrar mínir voru ísalnum og ég horfði í augun á mömmu sem hágrét. Mitt mottó hefur alltaf verið: maður uppsker eins og maður sáir. Pétur lenti í 1. sæti í danskeppni í standard ásamt Anítu Lóu Hauksdóttur árið 2009. Bræðurnir Alex og Pétur hafa báðir lagt dans- inn fyrir sig í lífinu og styðja þeir vel við bakið hvor á öðrum. Alex býr nú í Hong Kong og keppir reglulega í ballroom-dansi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Mamma hágrét úti í sal Við ræðum heimsmeistaratitlana þrjá sem voru allir unnir í heimsmeistarakeppni sem haldin er í París á hverju ári í desember. „Við unnum þarna þrjú ár í röð en þarna keppa yfir 200 pör hvaðanæva úr heiminum. Þetta hafa verið erfiðar keppnir. Á fyrsta árinu vorum við mjög ung og vorum þá að keppa við eldri keppendur en hvert ár var ný áskorun og nýir keppendur. Það var mikill heiður fyrir okkur að vinna en árið 2018 náðum við yfirburðasigri; 55 atkvæði í fyrsta sæti af 60 mögulegum,“ segir hann. „Samvinna okkar á dansgólfinu skilar sér og við erum hið fullkomna par. Það er gott sam- ræmi á milli okkar sem er okkar helsti styrk- ur. Svo er mjög góð tenging á milli okkar á dansgólfinu,“ segir hann og útskýrir að keppt sé í fimm dönsum. „Þetta er eins og spretthlaup og maður gef- ur allt í þetta. Þegar maður er búinn að dansa svífur maður út af dansgólfinu í leiðslu. Maður leggur allt í sölurnar eftir allar æfingarnar alla ævina og hugsar svo: tekst það eða tekst það ekki?“ Þau segja bæði tilfinninguna að vinna heimsmeistaratitla engri lík. „Ef ég tala beint frá hjartanu þá er maður búinn að vera alla ævi að vinna að þessu og manni finnst á því augnabliki þegar maður dansar að það sé alltaf eitthvað sem maður gæti gert betur. En stund- in þegar maður stendur á verðlaunapallinum og það er verið að spila íslenska þjóðsönginn er einstök og tárin spretta fram. Við sungum bæði hástöfum íslenska þjóðsönginn, en við dönsum fyrir Ísland. Polina er búin að læra 10.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.