Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Blaðsíða 8
lögreglumennirnir báru á sér að hann hafi ekki hlýtt fyrirmælum á vettvangi og að hann hafi aug- ljóslega verið með eitthvað í hend- inni. Í máli Schuberts kom fram að hegðun Clarks hefði verið ógnandi. Í dagblaðinu Sacramento Bee er því haldið fram að Schubert hafi lát- ið rannsaka yfir þrjátíu mál frá árinu 2015, þar sem lögreglumenn hleyptu af vopnum sínum, og engu þeirra hafi lokið með ákæru. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er ekki víst að málinu sé lokið en í yf- irlýsingu sem lögreglan í Sacra- mento sendi frá sér í framhaldi af til- kynningu Schu- berts kemur fram að það on Clark, 22 ára gömlum manni, að bana í borginni í mars í fyrra. Undir þetta sjónarmið tekur ríkissaksókn- ari Kaliforníu, Xavier Becerra, sem einnig skýrði mál sitt á fundi með blaðamönnum. Clark var staddur úti í garði við heimili ömmu sinnar að kvöldlagi 18. mars 2018 þegar tveir lög- reglumenn komu aðvífandi og gáfu Þegar horft er til staðreyndaog aðstæðna spyrjum viðokkur: var glæpur framinn? Svarið við þeirri spurningu er nei,“ sagði Anne Marie Schubert, héraðs- saksóknari í Sacramento, á blaða- mannafundi á dögunum, þar sem hún gerði grein fyrir þeirri ákvörð- un sinni að ákæra ekki lög- reglumennina tvo sem urðu Steph- honum fyrirmæli um að sýna hend- urnar á sér en rannsókn leiddi í ljós að lögreglumennirnir töldu Clark vopnaðan. Innan við tuttugu sek- úndum síðar hófu þeir skothríð og hæfðu Clark átta sinnum, sam- kvæmt krufningarskýrslu. Hann lést af sárum sínum. Það sem lög- reglumennirnir töldu byssu reynd- ist vera farsími. Þeir voru á vett- vangi til að bregðast við ábendingu um að maður væri að mölva bílrúð- ur í hverfinu. Enda þótt Clark hafi verið óvopn- aður er það niðurstaða rannsóknar óháðs aðila að lögreglumennirnir, Terrence Mercadal og Jared Rob- inet, hafi verið í fullum rétti; þeir hafi talið öryggi sínu ógnað og fyrir vikið mátt beita vopnum sínum. Hlýddi ekki fyrirmælum Becerra staðfestir að Clark hafi ítrekað komist í kast við lögin á stuttri ævi og að hann hafi ný- lega verið laus úr fangelsi þegar hann var skot- inn til bana. Þá sé ljóst af myndum úr myndavélum sem komi nú til kasta alríkisins. „Núna þegar rannsókn á dauða Stephons Clarks er lokið á vettvangi yfirvalda á staðnum og í ríkinu munu rík- issaksóknari og alríkislögreglan, FBI, í samstarfi við mannréttinda- stofu dómsmálaráðuneytisins kanna hvort brotið var á mannréttindum hr. Clarks,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að stuðst verði við rannsóknargögn og niður- stöður sem þegar liggja fyrir, auk þess sem frekari skref verða tekin ef þurfa þykir. Niðurstaða saksóknara hefur kall- að á hörð viðbrögð frá fjölskyldu Clarks og stuðningsmönnum. „Þeir tóku son minn af lífi. Þeir tóku hann af lífi í bakgarðinum hjá móður minni. Þetta er ekki rétt,“ sagði Se- ’Quette Clark, móðir hins látna, við blaðamenn eftir að niðurstaðan lá fyrir. Athygli vakti að Schubert vitnaði í símaskilaboð og tölvupósta Clarks og fleira persónulegt á blaðamanna- fundinum til að sýna fram á að hann hefði verið í ójafnvægi dagana áður en hann lést. Talsmenn fjölskyld- unnar hafa gagnrýnt þetta og talað um „karaktermorð“ í því sambandi. „Hún kom aldrei inn á það sem lög- reglumennirnir hennar gerðu en fór í staðinn í ófrægingarherferð gegn syni mínum til að réttlæta það sem átti sér stað. Myndin sem hún dró upp af syni mínum er hennar skoð- un,“ sagði Se’Quette Clark við NPR. Dr. Flojaune Cofer hjá samtök- unum Public Health Advocates tók í sama streng. „Ég hlýddi á rök- stuðning fyrir því hvers vegna þessi maður átti skilið að deyja. Og það sem truflaði mig mest var að ekki var minnst á sambærilega rannsókn á lögreglumönnunum.“ Hörð mótmæli fóru fram í Sacra- mento eftir að Clark lést og mót- mælendur tóku upp þráðinn í vik- unni. Mikill fjöldi marseraði um götur Sacramento undir merkjum Black Lives Matter-hreyfingarinnar á þriðjudaginn og voru um áttatíu manns teknir höndum. Daginn eftir trufluðu mótmælendur svo fund borgarstjórnar og kröfðust meðal annars skýringa á handtökunum. Frekari mótmæli eru fyrirhuguð. Mótmælendur hafa farið mikinn á götum Sacra- mento undanfarna daga. AFP Var glæpur framinn? Nei! Lögreglumennirnir tveir sem skutu ungan blökkumann, Stephon Clark, til bana í Sacra- mento í Bandaríkjunum fyrir tæpu ári verða ekki sóttir til saka. Þetta staðfesta bæði héraðssaksókn- ari í Sacramento og ríkissaksóknari Kaliforníu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Stephon Clark var 22 ára þegar hann lést. Hér er hann ásamt sonum sínum. Xavier Becerra ríkissaksóknari á blaðamanna- fundi í vikunni. AFP HEIMURINN 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.3. 2019 NÁNAR Á URVALUTSYN.IS TALAÐU VIÐ FERÐARÁÐGJAFA Í SÍMA 585 4000 SUÐUR-ENGLAND Á VIT GÓÐRA VINA 7.–14. OKTÓBER ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGI | 585 4000 | UU.IS FYRSTA FERÐIN SELDIST UPP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.