Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Þetta eru tveir vondir kostir“  Airport Associates býður 205 starfsmönnum endurráðningu  Margir eiga aðeins kost á hlutastarfi Helgi Bjarnason Þorsteinn Ásgrímsson „Þetta eru tveir vondir kostir. Ég öf- unda ekki fólkið af að þurfa að taka afstöðu. Það er erfitt fyrir það að hafna boði um hlutastarf en einnig erfitt að þiggja það,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, um ráðningarsamn- inga sem starfsfólki Airport Associa- tes á Keflavíkurflugvelli eru boðnir. Fyrirtækið sagði 315 af 400 starfs- mönnum sínum upp störfum fyrir helgina í kjölfar gjaldþrots WOW air sem var langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Hafin er vinna við að bjóða aftur 205 starfsmönnum nýjan ráðningarsamning. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri félagsins, segir nauðsynlegt að breyta vaktatöflum og starfshlutfalli. Hann segir að með því að minnka starfshlutfall gefist kostur á að bjóða fleirum að halda starfi. „Með því viljum við minnka höggið,“ segir Sigþór. Guðbjörg hefur ekki fengið ná- kvæmar upplýsingar um þær að- gerðir sem unnið er að. Hún segist skilja viðbrögð fyrirtækisins sem lent hafi í þessari aðstöðu. Það hafi ekki mikið val og geri þetta af illri nauðsyn. Hún segir að fólk geti ef til vill ekki framfleytt sér með hlutastarfi. Afstaða Vinnumálastofnunar skipti því máli. Reglurnar segi að fólk sem hafni starfi fái ekki atvinnuleysis- bætur um tíma. Hún veltir því fyrir sér hvort það sama eigi við fólk sem hafni lækkuðu starfshlutfalli vegna þess að það geti ekki framfleytt sér af þannig starfi. Vilja auka flug til landsins Flugfélög sem eru í viðskiptum við Airport Associates eru að athuga möguleikana á því að fjölga flugferð- um hingað til lands. „Það er verið að skoða hvort hægt sé að fylla þetta stóra skarð sem WOW skilur eftir sig,“ segir Sigþór. Hann tekur þó fram að skammur tími sé til stefnu fyrir sumarið. Tilkynnt var í gær að hollenska lágfargjaldaflugfélagið Transavia mundi fljúga frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku frá 5. júlí nk. »15 Morgunblaðið/Hari Þjónusta Helmingur verkefna Airport Associates hvarf með falli WOW air. Fundi fulltrúa Isavia og Air Lease Corporation (ALC), sem er eigandi tveggja Airbus-flugvéla sem WOW air var með á leigu og enn standa á Keflavíkurflugvelli, lauk síðdegis án þess að niðurstaða fengist. Isavia kyrrsetti aðra vélina til tryggingar fyrir skuldum WOW air. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir að fundurinn hafi verið fyrsta skref og að farið hafi verið yfir málið. Til standi að fulltrúar ALC skoði vélarnar á Keflavíkurflugvelli og síðan verði viðræðunum haldið áfram einhvern næstu daga. Ekki liggi fyrir hvenær það verði. Vélarnar sem enn eru á Keflavík- urflugvelli eru TF-SKY og TF-GPA, báðar af gerðinni Airbus A320. Að- eins TF-GPA var kyrrsett og ættu eigendurnir því að geta fengið hina vélina í sína umsjá um leið og gengið hefur verið frá formsatriðum. helgi@mbl.is Ræða saman næstu daga  Fulltrúar ALC skoða Airbus-vélar WOW air í Keflavík Morgunblaðið/Hari Þota TF-SKY stendur úti á Keflavíkurflugvelli og hefur ekki verið kyrrsett. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Um 1.130 einstaklingar hafa sótt um atvinnuleysisbætur frá því WOW air varð gjaldþrota á fimmtudags- morgun, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Flestir eru fyrrverandi starfsmenn flugfélags- ins. Skipting á milli sveitarfélaga lá ekki fyrir í gærkvöldi en í gærmorg- un voru 750 af þeim 1.000 sem þá höfðu skráð sig búsettir í Reykjavík og 146 á Suðurnesjum. Í þessum tölum eru ekki starfs- menn fyrirtækja í flugþjónustu eða ferðaþjónustu sem hafa verið að segja upp starfsfólki að undanförnu. Þeir hafa mislangan uppsagnarfrest og gætu skráð sig síðar. Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra sagði í svörum við fyrir- spurnum þingmanna á Alþingi í gær að opinberar framkvæmdir væru fyrirhugaðar á Suðurnesjum og myndu þær þjóna þeim tilgangi að tryggja atvinnustig. Kom fram í svörum hennar að búið væri að tryggja fjármagn í fleiri námsbrautir við Keili og viðbygg- ingu við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. »10 1.130 hafa sótt um bætur  Boða framkvæmd- ir á Suðurnesjum Jón Jónsson tónlistarmaður frumflutti í gær lag- ið Draumar geta ræst, við opnun Barnamenning- arhátíðar í Reykjavík í fullum sal í Breiðholts- skóla. Lagið, sem er við texta Braga Valdimars Skúlasonar, er tileinkað hátíðinni þetta árið. Það varð til í góðu samstarfi við nemendur í 4. bekk í grunnskólum borgarinnar; Bragi fékk send svör nemenda um hverjir draumar þeirra væru. Féll lagið vel í kramið eins og sjá má. Morgunblaðið/Eggert Draumar geta ræst á Barnamenningarhátíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.