Morgunblaðið - 02.04.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.04.2019, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert í góðu skapi í dag, enda ástæða til. Leyfðu öðrum að njóta sann- mælis. Þú færð atvinnutilboð sem þú ættir að íhuga. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert með óþarfa áhyggjur af fjár- hagnum, því hann er ekki eins slæmur og þú heldur. Styrkur þinn mun leiða þig áfram og ryðja öllum hindrunum úr vegi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Finndu leið til að koma hug- myndum þínum á framfæri og gættu þess að misskilningur skemmi ekki fyrir. Taktu gjöfum lífsins með þakklæti. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú færð einstakt tækifæri í dag til að hrinda hugmyndum þínum í fram- kvæmd. Rólegar stundir í einveru gefa þér orku til að takast á við lífið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér hættir til að leita langt yfir skammt og það á við í máli sem þú þarft að fást við. Gakktu ótrauð/ur til verks og mundu að hálfnað er verk þá hafið er. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Allir bera ábyrgð á sínum eigin gjörðum. Þér er margt til lista lagt. Taktu frá tíma hvern dag til að slaka á. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gefðu þér tíma til þess í dag að hugsa um það hvert þú stefnir. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að bíða. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú færir út kvíarnar og eign- ast nýja vini. Ekki ögra makanum og gára vatnið bara af því að þér leiðist. Allt fell- ur í ljúfa löð varðandi unglinginn á heim- ilinu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur unnið vel að undan- förnu og mátt vera ánægð/ur með sjálfa/n þig. Farðu varlega að öðrum og sýndu fólki einlægan áhuga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er erfiðara að finna jafn- vægið á milli ástar og vinnu en að leið- rétta fjárlagahallann. Taktu lítið skref í einu í áttina að því hvernig þú vilt lifa líf- inu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að fást við þýðingar- mikið mál í dag. Hlustaðu á hjartað og þá fer allt vel. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er auðvelt að gagnrýna fólk úr fjarlægð, sérstaklega þá sem hafa mikil völd og virðast misnota þau. Sam- starf þitt við aðra byggist á því að þú getir breytt til. Sigurlín Hermannsdóttir skrifaðiá Leirinn á laugardag að enn fór hún í Borgarfjörðinn að leita að vorinu. Enn bólar ekkert á því: Ösla fönn í fari djúpu finna þrái merki um vor fótspor lít þar refs og rjúpu og raunar einnig músaspor. Frostið bítur fast í kinn feykist snjór um gættir. Engir fuglar enn um sinn að utan virðast mættir. Daginn áður hafði Pétur Stef- ánsson skrifað: Þó hér sé mikið vol og væl og veröld full af trúðum, taktu lífi létt með stæl og láttu vaða á súðum. Það var bjart yfir Ingólfi Ómari: „Það gengur á ýmsu hér á Fróni en þó dugar ekkert minna en að vera bjartsýnn og jákvæður.“ Oft þó vilji hrella hug harmkvæli og gremja vísa skaltu böli á bug og bjartsýni þér temja. Og Davíð Hjálmar í Davíðshaga sagði: „Ég er alltaf bjartsýnn.“ Sést í heiði sólin blíða, syngur fugl og hvítnar brok þegar verður hætt að hríða hérna fyrir ágústlok. Góður vinur minn benti mér á, að í ritgerð Kjartans Ólafssonar fyrr- verandi alþingismanns og ritstjóra Þjóðviljans, sem birtist í nýjasta Ársriti Sögufélags Ísfirðinga, er að finna þessa vísu hins fræga manns Sigurðar Jóhannssonar, Sigurðar skurðar. Vísuna orti hann til al- þýðuskáldsins Magnúsar Hjaltason- ar vinar síns: Heyrðu kæri Magnús minn mér finnst aukin gleðin fyrir skýran skáldskap þinn af skjóma runni kveðinn. – „Skjóma (sverð) runnur“ er kenning fyrir hermann eða mann. Sigtryggur Jónsson er vel að sér í gamla tímatalinu. Hann skrifaði á þriðjudag: „Í gær lauk góu með góuþræl. Í dag hefst einmánuður“: Vetri hallar, vaknar líf og vor í einmánuði. Á vængjum inn í vorið svíf, vosbúð frá og puði. Bjarni Gunnlaugur Bjarnason skrifar sem athugasemd við vísu um viskurýrar vísur á Boðnarmiði: Viska mín er varla nein þar vísur lítt úr bæta. En mér finnst gott ef ein og ein einhvern nær að kæta. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorleit og auðvitað bjartsýni „GETUM VIÐ SLEPPT HASARNUM?” „ég fékk loksins frídag!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... umhyggja. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann STUNDUM GET ÉG EKKI HÆTT AÐ BROSA ÉG SAGÐI „stundum” HVERNIG ER BÓKIN? FRÁBÆR, AFBRAGÐS, AFBURÐA, FRAMÚRSKARANDI, ÓVIÐJAFNANLEG, GLÆSILEG, SNILLDARLEG! SAM-HEITI Öll þekkjum við Steve McQueen,Steve Harris og Steve McMan- aman. En hver er hann þessi Steve Sunnanátt sem veðurfræðingarnir eru alltaf að tala um í sjónvarpinu? Svo eiga þeir félagar nafna sem er alltaf að þvælast í kringum kjara- viðræður – Steve Samningalota. x x x Það snjóaði duglega á höfuðborg-arsvæðinu í gærmorgun og Víkverji var, eins og margir, ríflega helmingi lengur á leiðinni í vinn- una. Svo hægt gekk umferðin á löngum kafla. Víkverji þurfti meira að segja að nema staðar einu sinni til að berja af klaka sem safnast hafði saman á rúðuþurrkunum. Það hefur ekki gerst fyrr á þessum vetri, sem hefur þrátt fyrir allt ver- ið frekar snjóléttur. Eða er það ekki? x x x Eftir átján daga hlé tóku leik-menn enska úrvalsdeild- arfélagsins Arsenal loksins fram skóna í gærkvöldi. Það þýðir að þrjár helgar liðu án þess að stuðn- ingsmenn liðsins sæju það leika keppnisleik. Víkverji hefur ekki framkvæmt rannsókn á málinu en gæti eigi að síður best trúað því að það sé einsdæmi á þessum árstíma. x x x Þetta hvimleiða hlé helgaðist afþví að fyrstu helgina voru bikarleikir á Englandi og Arsenal hafði áður stimplað sig út úr þeirri ágætu keppni; síðan kom lands- leikjahlé og loks féll leikur Arsenal gegn Newcastle í úrvalsdeildinni á mánudagskvöld. Af þessum ástæðum lék Arsenal aðeins tvo deildarleiki í mars sem hlýtur að vera sárasjaldgæft. Mögulega einsdæmi. x x x Ekki svo að skilja að leikmennArsenal hafi verið með fæturna upp í loft allan þennan tíma. Sumir fóru til liðs við landslið sín og léku með þeim; aðrir skelltu sér til Dubai að skoða hallir auðmanna og leika æfingaleik. Já, æfingaleik í mars. Hugsanlega enn eitt eins- dæmið. vikverji@mbl.is Víkverji Innan skamms mun heimurinn ekki sjá mig framar. Þér munuð sjá mig því ég lifi og þér munuð lifa. (Jóh. 14.19) DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík • Neðri hæð með sér garði • Efri hæð með sér þakverönd • 2 svefnherbergi – 2 baðherbergi • Sameiginlegur sundlaugargarður • Frábær staðsetning • Göngufæri í verslanir og veitingastaði Verð frá 24.100.000 Ikr. (177.000 evrur, gengi 1evra/136Ikr.) TILBOÐ: Húsgögn að eigin vali fyrir Ikr. 500.000 fylg ja öllum íbúðum keyptum í apríl og maí. Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 DONA PEPA – COSTA BLANCA VANDAÐAR OG FALLEGAR ÍBÚÐIR – GOTT VEÐUR ALLT ÁRIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.