Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 ÍSLANDSMÓTIÐ í Pepsí Max-deild karla og kvenna í knattspyrnu sumarið 2019 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir miðvikudaginn 17. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569 1105 –– Meira fyrir lesendur 26. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um SÉRBLAÐ Árni Matthíasson arnim@mbl.is Í kvöld lýkur undankeppni Músík- tilrauna þegar síðustu átta hljómsveit- irnar keppa um lokasætin í úrslitum. Þegar hafa sex hljómsveitir komist í úrslitin og í kvöld bætast tvær við. Til- raunirnar eru haldnar í Norður- ljósasal Hörpu og hefjast kl. 19.30. Verðlaun á Músíktilraunum eru veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti, en einnig eru veitt verðlaun fyrir hljóðfæraslátt, söng og íslenska texta og fyrir rafheila Músíktilrauna. Hljómsveit fólksins er valin í símakosningu. Þeim hljóm- sveitum sem komast í úrslit er boðið að taka þátt í svonefndum Hitakassa, nýliðanámskeiði Útflutningsskriftofu íslenskrar tónlistar og Tónlistarborg- arinnar Reykjavíkur í hljómsveita- mennsku. Í kvöld velur salur eina hljómsveit áfram í úrslit og dómnefnd eina, en síðan getur dómnefnd bætt við í úrslit hljómsveitum úr undankeppninni. Á úrslitakvöldi velur dómnefnd vinn- ingssveitir. Dómnefndina 2019 skipa ofanritaður og Arnar Eggert Thor- oddsen, Hildur Guðný Þórhallsdóttir, Kristján Kristjánsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir, Ragnheiður Eiríks- dóttir og Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir. Síðasta tilraunakvöldið  Undankeppni Músíktilrauna lýkur í kvöld í Norðurljósasal Hörpu Remony’s Voice Remony’s Voice er tríó þeirra Maríu Carmela Torrini, sem syngur og leikur á kassagítar, Guðmundar Elí Jóhannssonar, sem leikur á hljómborð og bassa, og Þorsteins Steinberg All- anssonar, sem leikur á gítar. María og Guðmundur eru 19 ára, Þorsteinn 25 ára. Þau segjast gefa ævintýrum og þjóðsögum nýjan búning með leikandi og ljúfum tónum með þjóðlaga- rokkbrag. Global Á síðasta ári tók tríó frá Hvolsvelli þátt í Músíktilraunum sem mætir nú sem kvartett undir nýju nafni, Glob- al. Sveitina skipa Jón Ágústsson gít- arleikari, Karel Örn Tryggvason bassaleikari söngkonurnar Freyja og Oddný Benónýsdætur og Bjarni Sigurðsson trommuleikari. Þau eru 14 til 16 ára gömul. Boiling Snakes Grafarhyltingarnir Ómar Smári Sigurgeirsson, Óttarr Daði Garðarsson Proppé, Haukur Ingi Tómasson og Árni Jökull Guðbjartsson nefna hljómsveit sína Boiling Snakes. Ómar og Óttarr, sem báðir eru sautján ára, spila í gítara, Haukur á bassa og Árni á trommur, en þeir eru báðir sextán ára. Ómar syngur líka. Á sviði gegna þeir nöfnunum Lúsi, Eagle, Hawk og Noname og flytja lög á ensku fyrir alla svala unglinga. Dread Lightly Arnaldur Ingi Jónsson kallar sig Dread Lig- htly. Hann er 22 ára og leik- ur á gítar og skælifetlabretti og syngur um sorgir, ást og tilgangsleysi allra hluta. Þess má geta að hann var í Lucy in Blue sem hreppti önnur verðlaun í Músíktil- raunum 2014. THOR Úr Dalvíkurbyggð kemur hljómsveitin THOR skipuð þeim Þormari Erni Guðmundssyni söngv- ara og Þorsteini Jakob Klemenzsyni píanó- og gítarleikara. Þeir eru í 9. bekk í Dalvíkurskóla, verða báðir 15 ára á árinu, og hafa þeir verið í hljómsveit á vegum Tónlistarskólans á Trölla- skaga, komið fram á úrslitum Söngkeppni Sam- fés tvö ár í röð, 2018 og 2019. Undanfarin tvö ár hafa þeir unnið að eigin tónsmíðum. Hákon Hjaltalín Hljómsveitina Há- kon Hjaltalín skipa Hákon Magnús Hjaltalín gítarleik- ari og söngvari, Al- bert Arason bassa- leikari og Haukur Snær Gunnarsson trommuleikari. Þeir eru 18 til 22 ára. Hákon Magnús Hjaltalín er uppal- inn í Skagafirði og býr nú í Reykjavík. Hann hefur spilað á hljóðfæri frá fjög- urra ára aldri og vinnur nú að útgáfu á plötu. Karma Brigade Karma Brigade tók þátt í síðustu Músíktilraunum og var þá valin hljómsveit fólksins. Hún snýr nú aftur aðeins breytt. Liðsmenn hennar eru 16 til 17 ára úr Reykjavík og Garðabæ. Agla Bríet Einarsdóttir syngur, Kári Hlynsson leikur á hljóm- borð, Hlynur Sævarsson leikur á bassa, Jóhann Egill Jóh- ansson leikur á trommur, Steinunn Hildur Ólafsdóttir leikur á hljómborð og syngur og Killian Briansson leikur á gítar. Ásta Ásta Kristín Pjetursdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr um þessar mundir á Flateyri. Hún er klass- ískt menntaður lágfiðluleikari en segist hafa leiðst alveg óvart út í að syngja og spila á gítar nú í ársbyrjun. Kamilla Ein- arsdóttir hlaut Rauðu hrafnsfjöðr- ina, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu árs- ins 2018 í íslensk- um bókmenntum. Viðurkenningin var veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma, en þetta er í 14. sinn sem hún er veitt. Lýsing Kamillu birtist í bókinni Kópavogskrónika – til dóttur minnar með ást og steikt- um og hljóðar svo: „Við skutluðum ljóðavini okkar heim og lögðum svo bílnum og ég saug á honum typpið. Það gekk vel en eftir á fékk ég smá móral. Fannst þetta skyndilega eitthvað svo smáborg- aralegt. Að sjúga svona typpið á kapítalista í smábíl í Grafarvogi. En svo sá ég að smá brundur hafi klínst í pilsið mitt og það minnti mig á Með ský í buxum eftir Ma- yakovskí svo mér leið aðeins bet- ur.“ Fyrri hrafnsfjaðrarhafar eru Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur 2006, Elísabet Jök- ulsdóttir fyrir Heilræði lásasmiðs- ins 2007, Hermann Stefánsson fyr- ir Algleymi 2008, Steinar Bragi fyrir Himininn yfir Þingvöllum, 2009, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Magnús Þór Jónsson, Megas, fyrir Dag kvennanna – ástarsögu 2010, Sigríður Jónsdóttir fyrir Kanil 2011, Auður Ava Ólafsdóttir fyrir Undantekninguna 2012, Sjón fyrir Mánastein 2013, Soffía Bjarnadóttir fyrir Segulskekkju 2014, Bergsveinn Birgisson fyrir Geirmundar sögu heljarskinns 2015, Sigurbjörg Þrastardóttir fyr- ir Óttaslegna trompetleikarann og aðrar sögur 2016 og Þórarinn Leifsson fyrir Kaldakol 2017. Glöð Lárus Blöndal afhendir Kamillu Einarsdóttur verðlaunin Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir 2018. Kamilla hlaut Rauðu hrafnsfjöðrina 2018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.