Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Þjóðfélagsgerðin skiptir sköp-um. Starfsumhverfi fyrirtækja og lagaramminn sem þau starfa innan ræður miklu um velsæld al- mennings. Það er ekki sama hvort fólk og fyrirtæki geta um frjálst höfuð strokið eða búa við höft, reglufargan og háa skatta.    Hannes Hólm-steinn Giss- urarson tók athygl- isverð dæmi um þetta í fróðleiks- mola sínum úr sögu og samtíð í Morg- unblaðinu á laug- ardag.    Hann bar saman tvær fyrrver-andi nýlendur Breta, Ja- maíka og Singapúr. Um miðjan sjö- unda áratuginn voru þjóðartekjur á mann „örlitlu hærri á Jamaíku en í Singapúr. En atvinnulíf óx hratt næstu áratugi í Singapúr og lítið sem ekkert á Jamaíku. Árið 2017 var svo komið að þjóð- artekjur á mann voru tíu sinnum hærri í Singapúr en á Jamaíku. Tí- faldar!“    Eins og Hannes bendir á erskýringin einföld. Hagkerfið í Singapúr er „eitt hið frjálsasta í heimi“ og að auki leggja íbúarnir áherslu á „fjölskyldugildi, iðju- semi, sparsemi og hagnýta mennt- un“.    Á Jamaíku sé ekki að finna„sömu samleitni, samheldni og sjálfsaga og í Singapúr“. Aðal- atriði sé þó að hagkerfið sé ófrjálst: „Sósíalistar hrepptu völd á áttunda áratug og héldu þeim lengi. Þeir hnepptu íbúana í ósýni- lega skriffinnskufjötra.“    Íslendingar sem daðra við sósíal-isma þessa dagana munu von- andi kynna sér þennan samanburð. Hannes H. Gissurarson Frelsi og hagsæld STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Rússneskar flugvélar hafa lítið ver- ið á ferðinni í íslenska loftrýmiseftirlitssvæðinu und- anfarin tvö ár. Í síðustu viku var greint frá því að tvær rússneskar flugvélar komu inn í loftrýmiseft- irlitssvæði Atlantshafsbandalagsins (NATO). Tvær orrustuþotur ítalska flughersins, sem voru staddar hér á landi við loftrýmisgæslu, til móts við vélarnar til að auðkenna þær. „Þær hafa hins vegar flogið utan okkar svæðis meðfram strönd Nor- egs reglulega. Í ár hafa rússneskar vélar sem ekki tilkynna sig og voru ekki með ratsjársvara komið tvisv- ar inn í loftrýmiseftirlitssvæðið við Ísland. Í fyrra komu ótilkynntar flugvélar inn á svæðið í eitt skipti. Ekkert flug var 2016 og 2017,“ seg- ir í svari utanríkisráðuneytisins þegar spurt var um viðbrögð við slíku flugi þegar engar orr- ustuþotur eru staddar hér. „[Það] er metið hvort staðsetning þeirra sé slík að hægt sé að fljúga til móts við þær til auðkenningar, til dæmis frá Bretlandi. Ef að- stæður eru hins vegar þannig að það er ekki mögulegt þá fljúga þessar vélar í raun sína leið, en við getum engu að síður fylgst með þeim í gegnum íslenska loftvarn- arkerfið og loftrýmiseftirlitið sem er virkt allan sólarhringinn, allan ársins hring.“ Almennt lítið um rússneskar flugvélar  Tvisvar flogið til móts við slíkar vélar í loftrýmiseftirlitssvæðinu í mars Ljósmynd/Landhelgisgæslan Flug Orrustuþota tekur á loft. Áætlað er að gistinætur hér landi sem ekki var greitt fyrir, þ.e. í húsbílum, tjaldi, tjaldvagni eða hjólhýsi utan gjaldskyldra tjald- svæða, hafi verið tæplega 267 þús- und á síðasta ári. Það er nokkur fækkun frá 2017 þegar talið er að þær hafi verið rúmlega 310 þús- und. Þetta kemur fram í svari ferða- málaráðherra á Alþingi við fyr- irspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni um gistinætur í hús- og ferðaþjón- ustubifreiðum. Samkvæmt svarinu er áætlað að þessar gistinætur hafi verið 6 þúsund í janúar á þessu ári, en nýrri tölur eru ekki fáan- legar. Í gistináttatölum Hagstofunnar eru eingöngu teknar saman gisti- nætur sem greitt er gjald fyrir. Er það í samræmi við evrópskar regl- ur. Hins vegar eru upplýsingar og gögn um dvalarflokkun ferða- manna sem gista í bifreiðum á vegum bílaleiga, þ.m.t. í húsbílum og svokölluðum „campers“ (svefn- bílum), að finna í könnun sem hófst 2017 og framkvæmd er mán- aðarlega í samstarfi Ferðamála- stofu og Hagstofunnar. Gistináttagjald er ekki innheimt vegna húsbíla eða svefnbíla nema viðkomandi dvelji á tjaldsvæði og greiði þar fyrir gistingu. Fram kemur í svarinu að starfs- hópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála, sem kannar leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu, hefur að leiðarljósi í störfum sínum að stuðla að sanngjörnu samkeppn- isumhverfi og auknu jafnræði í innheimtu gistináttagjalds. Ekki er því útilokað gerð verði tillaga um að innheimta gistináttagjald af bílaleigum í ofangreindum tilvik- um og stuðla þannig að því að leigutakar velji að gista á skipu- lögðum ferðamannastöðum þó að á bílum sínum séu. gudmundur@mbl.is Margir gista í hús- og svefnbílum  Fjöldi greiðir ekki gistináttagjald Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Ekki er innheimt gistináttagjald af húsbílum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.