Morgunblaðið - 02.04.2019, Qupperneq 30
AF TILRAUNUM
Ragnheiður Eiríksdóttir
heidatrubador@gmail.com
Músiktilraunir halda áframþaðan sem frá var horfiðog síðasta sunnudag var
komið að öðru undanúrslitakvöld-
inu. Þar öttu kappi níu hljóm-
sveitir frá Reykjanesbæ, Reykja-
vík, Hafnarfirði, Kópavogi,
Garðabæ og Siglufirði. Sveitirnar
voru með fjölbreyttasta móti, og
vel má segja að tilraunirnar hafi
staðið undir nafni þetta kvöld.
Amaurosis var fjölmenn sveit
með sjö liðsmönnum og hafði þá
sérstöðu að aðalsprauta sveitar-
innar, söngvarinn og píanóleik-
arinn Már Gunnarsson, er blind-
ur, en nafn sveitarinnar er nafn
augnsjúkdóms hans. Söngur Más
hljómaði mjög vel og í síðara lag-
inu var eins og sjálfur Billy Joel
væri mættur á sviðið. Hljómsveit-
in var þó ekki alveg nógu tilbúin
og þarfnast lögin yfirlegu og þétt-
ingar.
Kisimja voru fjórmenningar
úr MH sem eru greinilega tón-
listarpælarar og bera með sér að
hafa hlustað mikið og víða, enda
kunnu þeir ýmislegt brúklegt.
Rödd Kristófers Andréssonar
hljómar eins og Ian Curtis og
Eric Burdon með smá skvettu af
Jim Morrison úti í, og bandið var
á svipuðum slóðum: Blanda af
kaldri nýbylgju níunda áratug-
arins, heitu blúsrokki og hráu bíl-
skúrsrokki í anda áttunda áratug-
arins. Framúrskarandi band.
Gugusar voru tvær fimmtán
ára stelpur sem spila melódíska
raftónlist og lýsingin á bandinu
hljómaði vel en ekkert náði að
undirbúa viðstadda fyrir hinar
einbeittu og ofursvölu stöllur sem
voru mættar á sviðið. Fyrra lagið,
„Marthröð“, var mínimalískt og
hættulegt elektró af gamla skól-
anum og innihélt hreyfingar í
takt. Í síðara laginu var söngur
en eitthvert sambandsleysi í
hljóðnemasnúru setti örlítið strik
í reikninginn. Það kom þó vart að
sök og lagið var einnig flott.
Fógeti þurfti að segja fjóra
brandara til að drepa tímann á
meðan verið var að græja snúru-
vandamál og hann fær risaprik í
kladdann fyrir að halda ró sinni
við þær erfiðu aðstæður. Fyrra
lagið hans var betra en hið síð-
ara, en íslenskir textar hans
hljómuðu mjög áhugaverðir.
Kannski þarf þessi réttur samt að
malla aðeins lengur í pottinum.
Fimmta og síðasta hljómsveit
fyrir hlé var Blóðmör frá Kópa-
vogi. Bandið er góð blanda af
pönki og metal og komst ótrúlega
langt í þungum köflum sínum
miðað við að vera einungis þrír í
bandinu. Bassi og gítar náðu að
radda í anda Iron Maiden og
söngvarinn og gítarleikarinn
Haukur Þór datt í nettan Óttar
Proppé þegar hann þandi radd-
böndin í pönkaðri köflunum. Lög-
in tvö voru með íslenskum textum
sem væri gaman að skilja ögn
betur en fyrra lagið fjallaði í það
minnsta um líkþorn! Geri aðrir
betur.
Við tók lögbundið kaffi- og
pissuhlé og þegar allir mættu aft-
ur endurnærðir var komið að
Parasol með liðsmönnum víða að
af höfuðborgarsvæðinu. Hljóm-
sveitin, sem einungis hefur æft í
um þrjár vikur, hljómaði með
mjög tilbúin lög miðað við líftíma,
en þarna er augljóslega pláss til
að þétta sveitina og eru tromm-
urnar veikasti hlekkurinn. Hægt
væri að lýsa tónlistinni sem
,,poppi fyrir intróverta“, eða
nokkurs konar „innipúka-poppi“.
Söngvarinn Tómas Árni Héð-
insson hafði spennandi nærveru
og tón í röddinni og síðara lagið
var einkar vel heppnað og fór á
flug í lokin.
Bjartr var næstur á svið og
var að mæta í annað sinn á
Músiktilraunir. Hann hlaut við-
urkenningu fyrir raftónlist sína í
fyrra og hljóðheimur hans er ekk-
ert síðri í ár. Dreymandi og ljóð-
rænn með allt að því kvikmynda-
tónlistarlegum sprettum hér og
þar. Stundum fannst manni eig-
inlega röddinni ofaukið og gaman
væri að sjá hann einbeita sér bara
að hljóðheiminum. Síðara lagið
var hreinlega epískt.
Þorvaldssynir komu alla leið
frá Siglufirði, tveir bræður sem
léku á píanó og gítar. Tónlist
þeirra var einlægt og vel æft
popp fyrir mjúka menn og konur.
Ég verð að viðurkenna að ég er
greinilega enn of hörð og óslípuð
fyrir svo ljúfa tóna, en röddun
þeirra var hnökralaus og þeir
fluttu rómantískt popp sitt án
óvæntra uppákoma.
Lokasveit Músiktilrauna þetta
annað undanúrslitakvöld var
Little Menace frá Hafnarfirði og
það er sveit sem hljómaði vel en
þarfnaðist meiri æfinga. Það var
einhver kúl tónn í bandinu en
trommuleikarinn á eftir að finna
sig betur á sitt hljóðfæri. Sveitin
er óhrædd við tilraunir, og laga-
smíðar eru á sama tíma undar-
legar og spennandi. Þarna er
sveit í mótun og verður gaman að
sjá hvaða stefna verður tekin.
Eftir töluvert japl, jaml og
fuður meðal dómnefndar var tek-
in ákvörðun um að senda Gugusar
áfram í úrslitin. Salurinn valdi
svo rokkarana í Blóðmör áfram
og þessi tvö bönd eru því komin í
úrslit Músiktilrauna og leika aftur
í Hörpu næsta laugardagskvöld.
Músíktilraunir standa fyrir sínu
» Fyrra lagið hansvar betra en hið síð-
ara, en íslenskir textar
hans hljómuðu mjög
áhugaverðir. Kannski
þarf þessi réttur samt
að malla aðeins lengur í
pottinum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gugusar „[T]vær fimmtán ára stelpur sem spila melódíska raftónlist og lýsingin á bandinu hljómaði vel en ekkert
náði að undirbúa viðstadda fyrir hinar einbeittu og ofursvölu stöllur sem voru mættar á sviðið.“
Parasol „Hægt væri að lýsa tónlistinni sem ,,poppi fyrir intróverta“, eða
nokkurs konar „innipúka-poppi“,“ segir í Músíktilraunapistli.
Blóðmör Bandið er góð blanda af pönki og metal og komst ótrúlega langt í
þungum köflum sínum miðað við að vera einungis þrír í bandinu.
Fógeti Þurfti að segja fjóra brand-
ara til að drepa tímann á meðan
verið var að græja snúruvandamál.
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019
Þór Magnússon,
fornleifafræð-
ingur og fv. þjóð-
minjavörður,
flytur erindi um
skráningu og
rannsóknir
kirkjugripa í
Þjóðminjasafni
Íslands í dag kl.
12. „Fyrirlest-
urinn fjallar um eldri heimildir um
gripi í kirkjum fyrrum og svo
skráningu og rannsóknir þeirra allt
frá því er könnun fornleifa og forn-
minja á Íslandi hófst snemma á 19.
öld. Einnig verður litið til síðari
ára, á varðveizlu gripa í kirkjum og
söfnum og í einkaeigu. Fyrir-
lesturinn tengist yfirstandandi
hátíðarsýningum í Þjóðminjasafni
Íslands. Gestum gefst tækifæri til
að skoða sýningarnar að fyrirlestri
loknum,“ segir í tilkynningu.
Skráning og rann-
sókn kirkjugripa
Þór Magnússon
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Pappelina Mono gólfmotta
27 litir og 8 stærðir
Verð frá 14.500 kr.