Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við bjóðum upp á óperettur, glimmer, glens og gaman á hádegis- tónleikum í Hafnarborg í Hafnarfirð í dag kl. 12,“ segir Antonía Hevesi píanóleikari sem hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi og píanó- leikari á hádegistónleikum í Hafnar- borg fyrsta þriðjudag í mánuði yfir veturinn. Antonía hefur að þessu sinni valið til samstarfs við sig Sig- rúnu Pálmadóttur óperusöngkonu. „Við Sigrún höfum unnið oft og lengi saman og okkur hefur alltaf langað til þess að setja saman óper- ettuprógramm. Stærsta verkefnið okkar saman var þegar Sigrún söng hlutverk Víólettu Valéry í La trav- iata eftir Verdi hjá Íslensku óp- erunni vorið 2008 og hlaut í kjölfarið Grímuna sem söngvari ársins,“ segir Antonía sem bendir á að margir tengi óperettur við áramót en þeim Sigrúnu finnist óperettustemning eiga við á fleiri tímabilum. Antonía sem er frá Ungverjalandi segist ekki hafa komist hjá því að hlusta á óperettur í uppvextinum. Þær hafi verið spilaðar í útvarpi all- an sólarhringinn og sýndar reglu- lega í sjónvarpi. Hummandi tónleikagestir Antónía segir að það ættu flestir að kannast við eitthvað af aríunum fjórum sem á efnisskránni eru og hún vonist til þess að áhorfendur hummi eitthvað af lögunum á leið- inni út af tónleiknum. Sigrún mun syngja aríur eftir Künneke, Lehár, Siezynski og Strauss. „Öll lögin fjalla um ástina. Loka- lagið fjallar um austurríska hefð- arfrú sem fer í partí í dulbúningi og lætur eins og hún sé Ungverji. Til að sanna það syngur hún ungverska ar- íu, sem samanstendur af klisjum um að Ungverjar séu skapstórar þjóð- rembur sem hafi gaman af því að drekka og séu fljótir að hoppa upp í rúm þegar það bjóðist,“ segir Ant- onía og bætir við að flutt verði falleg aría með Vínarstemningu þar sem máluð sé mynd af Vínarbúum sem krúttlegu, fallegu og fáguðu fólki. Þá verði flutt aría sem fjalli um ástir hressra stelpna frá Ungverjalandi. Sigrún lærði söng við Tónlistar- skólann á Akureyri og Söngskólann í Reykjavík, þaðan sem hún lauk burtfaraprófi 1999. Hún nam við bæði óperu- og ljóðadeild Tónlist- arháskólans í Stuttgart og var fast- ráðin við óperuhúsið í Bonn 2001-12. Frá 2013 hefur hún starfað sem söng- og tónlistarkennari í Tónlist- arskóla Ísafjarðar ásamt reglulegu tónleikahaldi og þátttöku í óp- eruuppsetningum. Tónleikarnir hefjast kl.12 og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Eggert Gleði Sigrún Pálmadóttir óperusöngkona og Antonía Hevesi æfa sig fyrir hádegistónleika í Hafnarborg. Tónleika- gestir fá að heyra aríur um ungverskar drykkfelldar þjóðrembur, ástir hressra stúlkna og krúttlega Vínarbúa. Glimmer og gaman  Sigrún Pálmadóttir og Antonía Hevesi á hádegistón- leikum í Hafnarborg  Austurrísk hefðarfrú fer í partí 1961 GUNNAR H. GUÐMUNDSSON Á sýningunni Húsgögn 1961 sem haldin var af Félagi húsgagnaarkitekta var kynntur nýr hægindastóll eftir Gunnar H. Guðmundsson (1922-2004) sem þróaður var og unninn á smíðaverkstæði Friðriks Þorsteinssonar. Stóll- inn hefur ekki varðveist en er frumgerð Höfð- ingjans, stólsins á myndinni. Hægindastóllinn ásamt skrifborðsstól eftir Gunnar var síðan val- inn á handverkssýninguna „Deutsche hand- werksmesse“ í München árið 1961. Þar hlaut hægindastóllinn gullverðlaun sem féllu í skaut öllum þeim sem að vinnunni við hann komu: Friðriki Þorsteinssyni sem sá um smíðina, Ás- grími Lúðvíkssyni sem vann leðurbólstrunina og Gunnari H. Guðmundssyni sem teiknaði stól- inn. Á sýningunni Húsgögn 1968 var Höfðinginn, framleiddur af Kristjáni Siggeirssyni, kynntur en hann var bein þróun á stólnum frá sýning- unni í München þar sem lítils háttar breytingar voru gerðar til að henta fjöldaframleiðslu. Gunnar teiknaði borð við stólinn sem KS framleiddi líka. Árið 1974 var Höfðinginn sýndur í Olympia Center í London og var valinn athyglisverðasti hluturinn þar af London Times. Höfðinginn var framleiddur af KS til fjölda ára og er talinn til sígildrar íslenskrar hönnunar. Íslensk hönnun – Hönnunarsafn Íslands Höfðinglegur hægindastóll Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir. Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna 100ár100hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum dögum af hönnunargripum í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018. Ljósmynd/ Hönnunarsafn Íslands/Elísabet V. Ingvarsdóttir skráði BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Mið 29/5 kl. 19:00 36. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Fim 30/5 kl. 19:00 37. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Sun 2/6 kl. 19:00 38. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fös 3/5 kl. 19:00 aukas. Mið 5/6 kl. 19:00 39. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Fim 6/6 kl. 19:00 40. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Fös 7/6 kl. 19:00 41. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Mán 10/6 kl. 19:00 42. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Fim 13/6 kl. 19:00 43. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Mið 22/5 kl. 19:00 33. s Fös 14/6 kl. 19:00 44. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Fim 23/5 kl. 19:00 34. s Sun 16/6 kl. 19:00 45. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Sun 26/5 kl. 19:00 35. s Frumsýning 15. mars. Elly (Stóra sviðið) Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Ríkharður III (Stóra sviðið) Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Kvenfólk (Nýja sviðið) Lau 6/4 kl. 20:00 46. s Allra síðustu sýningar! Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Fös 10/5 kl. 20:00 13. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Sun 12/5 kl. 20:00 14. s Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Mið 15/5 kl. 20:00 15. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Club Romantica (Nýja sviðið) Fös 5/4 kl. 20:00 8. s Lau 13/4 kl. 20:00 9. s Síðustu sýningar. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Bæng! (Nýja sviðið) Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s Alltof mikið testósterón Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 13:00 Lau 13/4 kl. 12:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 16:00 Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Sun 2/6 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Lau 8/6 kl. 13:00 Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 Lau 13/4 kl. 19:30 Mið 8/5 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Lau 6/4 kl. 19:30 Fös 12/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30 Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 5/4 kl. 18:00 Aukas. Sun 7/4 kl. 17:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 15:00 Lau 6/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 17:00 Sun 7/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 17:00 Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 24/4 kl. 19:30 Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 Fös 26/4 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor Loddarinn (Stóra Sviðið) Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 3/4 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið) Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 4/4 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 22:00 Lau 6/4 kl. 22:00 Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30 Dimmalimm (Brúðuloftið) Lau 6/4 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 15:30 Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.