Morgunblaðið - 02.04.2019, Side 26

Morgunblaðið - 02.04.2019, Side 26
Reynir Hauksson fyllir 30 ár í dag, 2. apríl. Reynir fæddist á sjúkrahúsinu á Akranesi snemma morguns á snjó- þungum degi. Hann ólst upp á Hvanneyri og gekk í Andakílsskóla og síðar Kleppjárnsreykjaskóla, Borgarfirði. Reynir fluttist síðar út á Akranes til að nema húsasmíði í Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Að námi loknu stundaði hann gítarnám í Tónlistarskóla FÍH þar sem hann útskrifaðist sem einleikari árið 2015 sem og tónlistarkennari. Á námsárum sínum í FÍH spilaði hann með hljómsveitunum Þoku og Eldberg en eftir liggja þrjár hljóðritaðar plötur þessara hljómsveita. Að auki starfaði hann samhliða námi sem einleikari og við tónlistarkennslu. Reynir flutti síðan til Mæri og Romsdal í Noregi og dvaldist þar í hálft annað ár og starfaði þar sem tónlistarkennari og hljóðfæraleikari. Fyrir um þremur árum fluttist Reynir aftur búferlum og þá suður á bóginn til Andalúsíu, Spáni til að nema Flamenco gítarleik. Hann býr nú í Granada, Spáni og starfar þar sem Fla- menco-listamaður. Reynir er um þessar stundir staddur á Íslandi í tilefni tón- leikaferðar sinnar um landið og kemur fram í heimabæ sínum, Hvanneyri í kvöld á Hvanneyri Pub. Aðspurður segist Reynir hvergi annars staðar vilja vera á afmæli sínu heldur en á sviði, að spila Flamenco. Foreldrar hans eru Haukur Júlíusson og Ingibjörg Jónasdóttir. 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Lífið er mér gott í alla staði og ef afmælisdagurinn á að vera sér-stök hátíð gildir það um alla mína daga. Ég mun því ekkibrydda upp á neinu sérstöku á sextugsafmælinu og verð staddur úti í Noregi þar sem ég ætla að flytja fyrirlestur,“ segir Guð- mundur Hrafn Guðmundsson sem er sextugur í dag. Hann er prófess- or við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, verkfræði- og náttúruvísindasvið, og á langan starfsferil að baki. „Mér finnst verkefnin og fræðin öll afar spennandi og þau eru líka áhugamálið,“ segir Guðmundur. „Ónæmisfræðin hefur verið mitt sér- svið og úti í Noregi ætla ég á skandinavískri ráðstefnu að segja frá nýjum rannsóknum mínum og vísindamanna á Karólínsku stofnuninni í Stokkhólmi á því hvernig nota má pepíð, lítil prótín, til þess að berj- ast á móti sýklum, meðal annars sýklalyfjaónæmum stofnum, þeim mikla vágesti. Þetta er mikilvægt mál; betri afmælisgjöf get ég ekki beðið um en að þeir sem völd og áhrif hafa setji meira fé til rannsókna í vísindum.“ Guðmundur Hrafn flutti með foreldrum sínum á unglingsárum í Breiðholtið og segir rætur sínar liggja þar. „Við fluttum úr Vogunum; hverfinu sem Einar Már bróðir minn hefur svo mikið skrifað um í skáldsögum sínum,“ segir Guðmundur, sem er ókvæntur og barnlaus, kveðst reglulega sækja leikhús, fara í bíó, út að ganga og fari reglu- lega í sundlaugarnar. Þá lesi hann mikið og sé nú með í takinu sænska bók um Paolo Macchiarini, lækninn í plastbarkamálinu svonefnda. Ljóst sé af bókinni að mörg mistök hafi verið gerð í málinu, sem mikil- vægt sé að bregðast við og draga lærdóm af. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vísindamaður Ónæmisfræðin eru mitt sérsvið, segir Guðmundur Hrafn. Fræðin eru áhugamál Guðmundur Hrafn Guðmundsson sextugur B erglind Pétursdóttir fæddist 2. apríl 1989 á Landspítalanum í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði fyrstu átta árin. „Ég flutti þá í Smáíbúðahverfið og átti þar heima þangað til ég flutti að heiman.“ Berglind gekk í Ísaksskóla, Hvassaleitisskóla, Menntaskólann við Hamrahlíð, Listdansskóla Ís- lands og Listaháskóla Íslands og lauk þaðan BA-gráðu í samtímadansi árið 2011. Hún er einnig menntaður jógakennari. Berglind bjó um stund í Cornwall í Englandi sem skiptinemi. Berglind hefur starfað við auglýs- inga- og markaðsstörf frá útskrift úr Listaháskólanum auk dagskrár- gerðar í sjónvarpi. „Ég fékk fyrst starf á Íslensku auglýsingastofunni og var í hugmyndavinnunni, fór síðan að vinna á auglýsingastofunni Berglind Pétursdóttir, dagskrárgerðark. og markaðssérfr. – 30 ára Mæðginin Kári og Berglind á kaffihúsinu Bismút á Hverfisgötunni þar sem sonurinn er fastagestur. Það er af nógu að taka til að grínast með Feðginin Pétur fékk heiðursverðlaun Dags íslenskrar tónlistar í fyrra og þátturinn Vikan með Gísla Marteini fékk verðlaun fyrir einstakt atfylgi við íslenska tónlist í sjónvarpi, en Berglind er hluti af teyminu í þættinum. FLJÓTANDI SMJÖRLÍKI Í ALLA MATARGERÐ Árnað heilla 30 ára Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.