Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 36
Hverfishátíð nefn- ist smásaga eftir Gerði Kristnýju sem frumflutt er í öllum grunn- skólum landsins í dag í tilefni af degi barnabók- arinnar. Síðustu níu ár hefur IBBY á Íslandi fagnað deginum með því að færa grunn- skólabörnum smásögu að gjöf. Sagan verður flutt á Rás 1 kl. 9.10 svo að öll þjóðin getur lagt við hlustir. Gerður Kristný verður gestur þáttarins Segðu mér sem hefst kl. 9. Hverfishátíð er ætluð börnum á aldrinum 6-16 ára og kennsluefni tengt sögunni verður aðgengilegt á vefnum: 123skoli.is, endurgjaldslaust. Hverfishátíð í boði IBBY á Íslandi ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 92. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Það var svo sannarlega sögulegt kvöld í úrslitakeppni Dominos- deildar karla í gærkvöld þegar ÍR og Þór úr Þorlákshöfn tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Hvort lið vann þrjá síðustu leiki sína í úr- slitarimmum við Njarðvík og Tindastól auk þess að vinna odda- leikina á útivelli. Um er að ræða ein óvæntustu úrslit síðari ára. »3 Sögulegt kvöld í úrslitakeppninni ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Það var alveg vitað mál að það lið sem Helena myndi velja að fara í yrði langlíklegasta liðið til að taka titilinn,“ segir Ívar Ásgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, sem spáir í spilin fyrir úrslitakeppnina um Íslands- meistaratitil kvenna í íþrótta- blaðinu í dag. Ívar á von á því að Valur og Keflavík leiki til úr- slita og að sú rimma geti hæglega farið í fimm leilki. Keflavík og Stjarnan mæt- ast í fyrsta leik undanúrslitanna í kvöld en Valur og KR annað kvöld. »1 Vitað að lið Helenu yrði langlíklegast Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Margvíslegar framkvæmdir standa nú fyrir dyrunum á Breiðinni á Akra- nesi, það er fremst á Skipaskaga þar sem Akranesvitar standa. Eldri vit- inn var reistur árið 1918 en hinn á stríðsárunum og tekinn í notkun árið 1947. Sá er 23 metra hár og slær ljós- leiftri sem nær langt út á Faxaflóann og veitir sjófarendum þannig öryggi. Með samningum við Akranesbæ og Vegagerðina fékk Skagamaðurinn Hilmar Sigvaldason vitann til afnota árið 2012 og hefur með kynningar- og menningarstarfi komið vitunum á kortið, ef svo mætti segja, enda mæta þúsundir nú á svæðið á ári hverju. Akranes þurfti aðdráttarafl „Aðsóknin er sífellt að aukast. Árið 2012, fyrsta sumarið sem ég var með vitann opinn komu hingað 3.200 manns og 4.000 árið á eftir. En þá var boltinn líka farinn að rúlla og í fyrra voru gestirnir um 10.000,“ segir Hilmar. „Síðan tel ég þumalputtaregluna þá að aðeins fimmti hver sem kemur hingað á Breiðina fari upp í vitann. Samkvæmt því koma um 50.000 manns á svæðið á ári, það finnst mér ansi gott. Akranes þurfi fjölbreytt að- dráttarafl svo ferðamenn komi hing- að. Þegar Hvalfjarðargöngin komu og siglingar Akraborgarinnar lögðust af datt Skaginn svolítið úr alfaraleið, en nú vonast ég til að með vitanum og raunar mörgu fleiru sé búið að vinna þann missi upp.“ Fölbreyttir listviðburðir Í úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, sem kunngerð varð í síðustu viku, eru Akranes- kaupstað eyrnamerktar 35 milljónir króna til framkvæmda á Breiðinni. Þar stendur meðal annars til að leggja nýtt yfirborðsefni á svæðinu og skipta um jarðveg í hluta þess. Akranesviti er opinn fyrir gesti og gangandi frá kl. 11-17 þriðjudag til laugardags yfir vetrartímann – en alla daga vikunnar frá kl. 10-18 frá 1. maí til 15. september. Á und- anförnum árum hefur verið efnt til fjölmargra menningarviðburða í vit- anum, svo sem myndlistarsýninga auk þess sem fjöldi kóra hefur komið á staðinn og hafið upp raust sína. Þá hafa myndbönd með ýmsum tónlist- armönnum verið tekin upp þarna og þau má finna á myndbandarásinni YouTube. Nýtt hlutverk vitanna „Strax þegar ég opnaði vitann vaknaði sú hugmynd að vitinn gæti verið ákjósanlegur vettvangur fyrir ýmsa listviðburði. Það hefur heldur betur gengið eftir,“ segir Hilmar vitavörður sem getur þess að í sumar verði í Akranesvita myndlistarsýn- ingar – en óvíst sé enn hverjir lista- mennirnir verði. Atburðirnir komi gjarnan inn án langs fyrirvara. „Á síðustu misserum hafa farið af stað ýmis verkefni þar sem vitar landsins fá nýtt hlutverk. Nú eru þeir gjarnan til sýnis og jafnvel nýttir til ferðaþjónustu. Einnig hafa þar verið listviðburðir, svo sem á Garðskaga, Galtarvita á Vestfjörðum, Horn- bjargi og víðar. Þetta er skemmtileg þróun og vitar eru áhugaverðir stað- ir,“ segir Hilmar að lokum. Morgunblaðið/Eggert Vitavörðurinn Hilmar Sigvaldason í vitanum háa sem reistur var á stríðsárunum og sá eldri og lægri er í baksýn. Vitarnir komnir á kortið  Ljósleiftrið á Skipaskaga nær langt og lýsir mörgum leið TRATTO model 2811 L 207 cm Aklæði ct. 70 Verð 310.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla SAVOY model V458 L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 310.000,- L 223 cm Leður ct. 10 Verð 435.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 249.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,- RELEVE model 2572 L 250 cm Áklæði ct. 70 Verð 315.000,- L 250 cm Leður ct. 15 Verð 459.000,- MENTORE model 3052 L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 335.000,- L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 365.000,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.