Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Seðlabanki Íslands greip tvívegis inn í á gjaldeyrismarkaði í síðustu viku. Fyrst á þriðjudaginn þar sem bank- inn seldi erlendan gjaldeyri fyrir að jafnvirði 1,2 milljarða króna og síðast á fimmtudag fyrir um 828 milljónir í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW air. Gjaldeyrisforði Seðla- bankans nemur rúmum 700 millj- örðum króna. Að sögn Jóns Bjarka Bentsson- ar, aðalhagfræð- ings Íslands- banka, voru inngripin á þriðju- dag líklega tengd útflæði aflands- króna en höft á þær voru losuð í upphafi síðasta mánaðar. Jón Bjarki segir inngripin í takti við stefnu pen- ingastefnunefndar Seðlabankans sem ítrekað hefur sagst hafa þann vilja og þau tæki til þess að halda verðbólgu og verðbólgumarkmiðum við markmið til lengri tíma. Til skemmri tíma gæti það birst í lægra atvinnustigi, að sögn Jóns Bjarka, en peningastefnunefndin hefur gefið út að hið lægra atvinnustig geti orðið fórnarkostnaðurinn vegna harðara taumhalds peningastefnunnar. Jón Bjarki segir að á meðan að tíðni inngripa bankans sé ekki of há og ekki sé verið að halda aftur af markaðnum í stórum stíl, séu inngrip Seðlabankans af hinu góða. „Á meðan að Seðlabankinn fer ekki að streitast við að halda genginu hærra en efni standa til, með tilliti til jafnvægis í ut- anríkisviðskiptum, eða áframhald- andi sterkri, erlendri stöðu, er þetta í lagi,“ segir Jón Bjarki. Hann segir inngripin enn sem komið er mjög hóf- leg, en gengi krónunnar hefur veikst um 1% á rúmri viku. Nóg til að róa markaðinn Skömmu eftir gjaldþrot WOW air veiktist krónan töluvert að sögn Jóns Bjarka. „Fyrstu viðbrögð er hugsan- lega þau að minni gjaldeyristekjur komi til landsins og eitthvað sé að fara að harðna á dalnum. En sem bet- ur fer voru það aðeins þessi einu inn- grip og þau virðast hafa dugað til þess að róa markaðinn,“ segir Jón Bjarki. Spurður hvort það þekkist önnur dæmi þess að Seðlabankinn bregðist á gjaldeyrismarkaði vegna gjald- þrots eins fyrirtækis segir Jón Bjarki svo ekki vera. „Við höfum svo stutta sögu af nú- verandi fyrirkomulagi. Seðlabankinn vinnur með verðbólgumarkmið og hefur þá stefnu að lágmarka skamm- tímasveiflur með inngripi á markaði. Þessi saga byrjaði að taka á sig mynd vorið 2013 og síðan þá hefur ekki orð- ið skellur af neinu líku lagi og var með þessu gjaldþroti WOW air á fimmtu- dag,“ segir Jón Bjarki en bendir aft- ur á móti á að Seðlabankinn hafi brugðist við fréttum af fjárhagsstöðu WOW air í haust sem ollu óróa á gjaldeyrismarkaði. Tveggja milljarða inngrip Seðlabankans í liðinni viku Morgunblaðið/Samsett mynd Gjaldeyrir Seðlabankinn þurfti að grípa inn í á gjaldeyrismarkaði í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW air Inngrip Seðlabankans » Seðlabankinn greip tvívegis inn í á gjaldeyrismarkað í síð- ustu viku. » Inngripin á þriðjudag má rekja til losunar aflandskróna. » Bankinn seldi gjaldeyri fyrir 828 milljónir í kjölfar gjald- þrots flugfélagsins WOW air á fimmtudag. » Samtals námu inngripin um tveimur milljörðum króna í síð- ustu viku.  Inngrip Seðlabankans eru enn sem komið er hófleg að sögn sérfræðings Jón Bjarki Bentsson 16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. 2. apríl 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.28 122.86 122.57 Sterlingspund 159.33 160.11 159.72 Kanadadalur 90.98 91.52 91.25 Dönsk króna 18.365 18.473 18.419 Norsk króna 14.146 14.23 14.188 Sænsk króna 13.179 13.257 13.218 Svissn. franki 122.71 123.39 123.05 Japanskt jen 1.1034 1.1098 1.1066 SDR 169.53 170.55 170.04 Evra 137.12 137.88 137.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.07 Hrávöruverð Gull 1291.15 ($/únsa) Ál 1899.5 ($/tonn) LME Hráolía 68.01 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Icelandair Group hefur tekið tvær Boeing 767-200-breiðþotur á leigu í því skyni að koma í veg fyrir að kyrr- setning nýrra Boeing 737-MAX 8-véla hafi áhrif á flugáætlun félagsins. Félagið er fyrir með fjórar vélar af þessu tagi í flota sínum en þær voru teknar í notkun 2016 og 2017. Boeing 767-breiðþoturnar eru 262 sæta og eru búnar tveimur farrýmum. Þær verða í rekstri út septembermán- uð. Félagið hefur einnig greint frá því að það vinni að því að fá þriðju vélina leigða sömu tegundar og að stefnt sé að því að hún bætist einnig við flota þess í sumar. Þá hefur félagið einnig tilkynnt að það vinni að endurskoðun flugáætl- unar sinnar í sumar vegna mikilla breytinga á samkeppnisumhverfi fé- lagsins. Bendir Icelandair á að þegar MAX-vélarnar, sem nú hafa verið kyrr- settar, verði aftur komnar í loftið verði hægt að auka framboð í háönn frá því sem áður var áætlað. Icelandair bætir við breiðþotuflota sinn STUTT Sala á fólksbílum heldur áfram að dragast verulega saman í ár. Í mars í ár voru 1.079 bílar seldir samanborið við 1.833 í sama mánuði í fyrra. Er það um 41% lækkun á milli ára. Séu fyrstu þrír mánuðir ársins bornir saman við árið í fyrra hefur 2.721 bíll verið seldur í ár samanborið við 4.615 bíla í fyrra. Nemur samdrátturinn um 41%. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Bílagreinasambandinu. „Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif og bílaumboðin eru að stilla sína starf- semi í takt við þennan markað sem er til staðar. En það þarf að hafa í huga að ýmsir óvissuþættir hafa ver- ið til staðar,“ segir Jón Trausti Ólafs- son, formaður Bílgreinasambands- ins, og nefnir kjarasamningagerð og málin í kringum flugfélögin. Hann nefnir einnig að bílasala hafi verið róleg í haust vegna vörugjaldabreyt- inga og mengunarmælinga sem nú er búið að leysa. Mikil endurnýjunarþörf „Við teljum að það sé mikil end- urnýjunarþörf til staðar á markaðn- um. Flotinn hefur elst á síðustu ár- um,“ segir Jón Trausti. Hann telur forsendu fyrir því að bílasala fari af stað þegar óviss- an minnkar enn frekar. „Vonandi leys- ast kjarasamn- ingar á næstu dögum og ljóst er að vörugjöld voru ekki hækkuð sem þýðir að nýir bílar eru jafnvel hag- stæðari en áður. Að þessu gefnu tel ég allar forsendur fyrir því bílasala fari af stað svo framarlega sem það verða einhverj- ar sterkar mótvægisaðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar gagnvart öðru í atvinnulífinu.“ Jón Trausti tel- ur að svigrúm til hagræðingar- aðgerða í bílgreininni sé ekki mikið en að atvinnurekendur hugi eðlilega að enn frekari hagræðingu líkt og aðrir en nokkur þúsund manns starfa í bílgreininni. Að sögn Jóns Trausta hefur gjaldþrot WOW air áhrif á innkaup bílaleiganna en það sem af er ári eru innkaup þeirra 38% niður frá því í fyrra. Gerir hann enn fremur ráð fyrir því að kaup þeirra muni dragast saman um 30-40% á árinu. Bílasala dregst saman um 41%  Lítið svigrúm til hagræðingaraðgerða Jón Trausti Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.