Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 02.04.2019, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is PLÍ-SÓL GARDÍNUR alnabaer.is Þrjár gerðir: þunnar, með sólarvörn og myrkvunar. Henta mjög vel í skáglugga og þakglugga. Við erum sérhæfð í gluggatjöldum Zuzana Caputova verður fyrst kvenna til að gegna embætti forseta Slóvakíu eftir sigur í síðari umferð forsetakosninga sem fór fram um helgina þegar kosið var á milli henn- ar og frambjóðanda stærsta stjórnarflokks landsins. Caputova fékk 58,4% atkvæðanna og bar sigur- orð af Maros Sefcovic, forsetaefni Smer-SD, vinstriflokks sem hefur hneigst til þjóðernishyggju og er íhaldssamur í samfélagsmálum. Caputova er frjálslyndur lögfræð- ingur og vakti fyrst athygli fyrir ára- langa baráttu sína gegn ólöglegri landfyllingu í heimabæ sínum, Pez- inok. Hún var einnig á meðal tuga þúsunda manna sem tóku þátt í mót- mælum gegn spillingu í landinu eftir að rannsóknarblaðamaðurinn Jan Kuciak og unnusta hans voru skotin til bana fyrir rúmu ári þegar hann var að undirbúa grein um meint tengsl ráðamanna í Slóvakíu við ítölsku mafíuna. Morðið varð til þess að leiðtogi Smer-SD, Robert Fico, sagði af sér embætti forsætisráð- herra og einn helstu bandamanna hans tók við því. Hlynnt móttöku flóttafólks Caputova lagði áherslu á baráttu sína gegn spillingu fyrir kosning- arnar og lofaði einnig aukinni um- hverfisvernd og bættri stöðu aldr- aðra. Hún kvaðst vera hlynnt því að að heimila hjónabönd samkyn- hneigðra para og sagði að Slóvakía ætti að koma grannríkjum sínum í Evrópu til hjálpar með því að taka við flóttafólki. Smer-SD hefur hins vegar verið andvígur flóttamanna- kvótum Evrópusambandsins og lofað því að „hleypa ekki einum einasta múslíma inn í Slóvakíu“, eins og Fico orðaði það. Í kosningabaráttunni lagði Sefcovic áherslu á „hefðbundin kristileg fjölskyldugildi“ og kvaðst reiða sig á stuðning „þeirra sem vilja að Slóvakía verði áfram kristið land“. Slóvakar hafa verið íhaldssamir í samfélagsmálum eins og margar fleiri þjóðir í Mið- og Austur-Evrópu. Forseti Slóvakíu hefur takmörkuð völd en hann gegnir m.a. því hlut- verki að staðfesta alþjóðasáttmála, er æðsti yfirmaður hersins og getur beitt synjunarvaldi gegn lögum sem þingið samþykkir og gegn tilnefn- ingum í mikilvæg dómaraembætti. Konur í leiðtogaembættum í Evrópu Heimild: Guide toWomen Leaders. Myndir: AFP Dalia Grybauskaite forseti Litháens Marie-Louise Coleiro Preca forseti Möltu Theresa May forsætisráðherra Bretlands Erna Solberg forsætis- ráðherra Noregs Kolinda Grabar-Kitarovic forseti Króatíu AngelaMerkel kanslari Þýskalands Viorica Dancila forsætis- ráðherra Rúmeníu Ana Brnabic forsætisráðherra Serbíu Kersti Kaljulaid forseti Eistlands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands Zuzana Caputova næsti forseti Slóvakíu Frjálslynd baráttukona kjörin forseti Slóvakíu Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Neðri deild breska þingsins hafnaði fjórum tillögum, sem bornar voru undir atkvæði í gærkvöldi til að reyna að leysa deilurnar um brexit, m.a. tillögu um að Bretland yrði í tollabandalagi Evrópusambandsins og annarri um að landið fengi aðild að Evrópska efnahagsvæðinu. Áður hafði þingdeildin þrisvar hafnað brexit-samningi stjórnar Theresu May forsætisráðherra við Evrópu- sambandið. Tillaga íhaldsmannsins Kens Clarke um að Bretland yrði í tolla- bandalagi ESB var felld með aðeins þriggja atkvæða mun, 276 gegn 273. Tillögu íhaldsmannsins Nicks Boles um að Bretland yrði í innri markaði ESB var hafnað með 282 atkvæðum gegn 261. Boles sagði eftir atkvæða- greiðsluna að hann hygðist segja sig úr Íhaldsflokknum vegna þess að þingmenn hans hefðu sýnt að þeir vildu ekki leysa brexit-deilurnar með tilslökunum. Tillaga Boles fól í sér að Bretland segði skilið við ESB en gengi í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæð- ið og fengi þar með aðgang að innri markaði ESB, eins og EFTA-ríkin Ísland, Liechtenstein og Noregur. Tillaga tveggja þingmanna Verka- mannaflokksins um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvers konar útgöngusamning sem gerður yrði við ESB var felld með 292 at- kvæðum gegn 280. Tillaga þing- manns Skoska þjóðarflokksins um að þingið fengi vald til að koma í veg fyrir útgöngu án samnings var felld með 292 atkvæðum gegn 191. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hafði skrifað þing- mönnum hans bréf þar sem hann hvatti þá til að styðja tillögurnar um að Bretland yrði í tollabandalagi ESB og Evrópska efnahagssvæðinu. Þingmenn Íhaldsflokksins voru leystir undan flokksaga í atkvæða- greiðslunum. Stjórnin klofin Þingdeildin greiddi atkvæði um tillögur sem forseti hennar, John Bercow, valdi af átta tillögum sem lagðar höfðu verið fram. Hann valdi ekki tillögu um að Bretar áskildu sér rétt til að geta sagt upp umdeildu ákvæði um írsku landamærin í brexit-samningnum við ESB hvenær sem þeir vildu án samþykkis Evrópusambandsins, tillögu um að Bretland gengi úr ESB 12. apríl án samnings, tillögu um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu ef ekki næð- ist samkomulag um útgönguna og tillögu um að Bretland gengi í EFTA sem fyrst. Ríkisstjórn Íhaldsflokksins hefur verið klofin í deilunni um hvort leita eigi eftir mildari útgáfu af brexit en gert er ráð fyrir í útgöngusamningn- um við ESB. Deilan verður rædd á fundi stjórnarinnar í dag. Breska þingið hafnar fjór- um kostum  Tillaga um aðild að tollabandalagi ESB felld með þriggja atkvæða mun AFP Þjark Andstæðingar brexit mót- mæla fyrir utan þinghúsið í London. Alexej Vlasov, 28 ára gamall ránfuglatemjari, heldur á tuttugu ára göml- um gáshauk, einum af tólf ránfuglum sem verja byggingar rússneskra stjórnvalda í Kreml. Stofnun, sem annast öryggisgæslu í Kreml, stofnaði sérstaka ránfugladeild árið 1984 til að flæma burt krákur. „Þær geta breitt út sjúkdóma, sem stefna hugsanlega heilsu manna í hættu, og skemmt gylltu hvolfþökin með því að rispa þau eða drita á þau,“ segir Vlasov. AFP Ránfuglar verja Kreml Stjórnarflokkur Tyrklands, AKP, beið ósigur í borgar- stjórakosningum í tveimur stærstu borgum landsins, Ist- anbúl og höfuðborginni Ankara, og í Antalya, áttundu stærstu borginni, samkvæmt kjörtölum sem birtar voru í gær. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafði beitt sér mjög í kosningabaráttunni og ósigrarnir í borg- unum þremur eru álitnir mikið áfall fyrir hann. Stjórn- málaskýrendur rekja ósigrana m.a. til efnahagssam- dráttar í landinu. Flokkurinn hefur véfengt úrslitin, sagt að kjörstjórnir í borgunum hafi ógilt tugi þúsunda at- kvæða og krafist þess að þau verði úrskurðuð gild. TYRKLAND Flokkur Erdogans forseta beið ósigur Erdogan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.