Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019 Ferming Veislulist sér um veitingar fyrir fermingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal eða heimahús Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu. FERMINGAVEIsluR Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl. 3ja rétta sTEIKARhlaðborð Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl. PINNAMatur Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við kransaköku 30 manna á kr. 16.500 kaffihlaðborð Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is 30 umsagnir og athugasemdir höfðu í gær borist atvinnuveganefnd Alþing- is vegna frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskeldi. Meðal annars höfðu nokkur sveitar- félög sent nefndinni athugasemdir og koma ýmis sjónarmið þar fram. Í umsögn sveitarstjórnar Þingeyj- arsveitar er lýst andstöðu við frum- varpið og segir þar að ljóst sé að verði fyrirliggjandi frumvarp samþykkt óbreytt sem lög frá Alþingi „er efnt til stórfelldra átaka um fiskeldi um ókomna framtíð. Með frumvarpinu er rofin sú sátt sem undirrituð var um meðferð áhættumats í lögum af öllum nefndarmönnum í starfshópi um stefnumörkun í fiskeldi“. Ennfremur segir í umsögn sveitar- stjórnar Þingeyjarsveitar að sjókvía- eldi muni hafa verulega neikvæð áhrif á veiðihlunnindi landeigenda og verð- mæti jarða og valda þannig stórkost- legu tjóni. Í umsögn frá Húnaþingi vestra er bent á að þar hafi tekjur íbúa af laxveiði og tengdri þjónustu aukist á liðnum árum og sé um tekjur að ræða sem skipti verulegu máli fyr- ir eigendur margra jarða. Byggð- arráð Borgarbyggðar hvetur Alþingi til að gera nauðsynlegar endurbætur á frumvarpinu svo tryggt verði að lífsafkomu íbúa á þeim svæðum landsins, þar sem virði laxveiðiáa skiptir verulegu máli í viðhaldi búsetu og afkomu almennings, verði ekki ógnað. Samræmist stjórnarsáttmála Sveitarstjórn Húnaþings vestra telur að uppbygging fiskeldis á Ís- landi þurfi að vera fyrirsjáanleg og byggjast á bæði sérfræðiþekkingu úr nærsamfélagi viðkomandi sveitarfé- laga og ráðgjöf stofnana ríkisins, svo unnt sé að ná meiri sátt um atvinnu- greinina. Sveitarstjórnin telur nauð- synlegt að Alþingi geri nauðsynlegar endurbætur á frumvarpinu þannig að það samræmist stjórnarsáttmála rík- isstjórnarinnar um að gætt skuli var- úðar við uppbyggingu fiskeldis á Ís- landi og stuðlað að sjálfbærni með vernd lífríkisins að leiðarljósi. Byggð- arráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur í sama streng varðandi stjórn- arsáttmálann. Tryggi betri stöðuleika Bæjarstjórn Vesturbyggðar sendi atvinnuveganefnd bókun bæjar- stjórnar frá 27. mars. Þar er þeim markmiðum fagnað sem frumvarpinu sé ætlað að ná fram, að tryggja betri stöðuleika í rekstrarskilyrðum fyr- irtækja í fiskeldi og auka gegnsæi. Sérstaklega er fagnað markmiðum frumvarpsins um að efla stjórnsýslu og auka eftirlit með fiskeldi þannig að vernd og sjálfbærni í nýtingu auð- linda og náttúrugæða verði betur tryggð. Þrátt fyrir áherslur í frum- varpinu um innra eftirlit þá sé ljóst af efni þess að aukin eftirlitsskylda sé lögð á opinberar stofnanir sem hafi eftirlit með fiskeldi, þ.e. Mat- vælastofnun, Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun. Bent er á uppbyggingu í laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum og ítrek- ar bæjarstjórnin kröfu sína um að störf þeirra sem sinna eftirliti með fiskeldi verði staðsett þar sem fisk- eldið fer fram. Sömu kröfu um staðsetningu eftir- litsstarfa í sveitarfélaginu er að finna í umsögn frá Fjarðabyggð. Þá er þar m.a. lagt til að Hafrannsóknastofnun verði gert skylt að leita álits hjá stað- bundnum stjórnvöldum og að við úthlutun eldissvæða verði tekið mið af stöðu einstakra byggða í at- vinnulegu tilliti. Fiskeldið nái að dafna Í umsögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er farið yfir nokkur at- riði í frumvarpinu, en síðan segir í lokaorðum: Atvinnulífið og sam- félagið allt, að frumkvæði löggjafans með þessari fyrirhuguðu lagasetn- ingu, verða því að ýta undir að fisk- eldið nái að dafna sem sterk og öflug atvinnugrein með vernd lífríkisins að leiðarljósi. Löggjafinn geti ekki að loknu afgreiðslu á byggðaáætlun sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum, lagt stein í götu einstaka atvinnugreina sem hafa reynst mikill drifkraftur í annars einhæfu atvinnu- lífi í hinum dreifðari byggðum. Uppbygging fiskeldis þarf að vera fyrirsjáanleg og byggjast á ráðgjöf sérfræðinga stofnana hins opinbera og sérfræðiþekkingar úr nærsam- félagi viðkomandi sveitarfélaga. Með því móti gefst tækifæri til að auka enn frekar á sátt um atvinnugrein- ina.“ Eftirlitið verði í heimabyggð  Þingeyjarsveit vill breytingar á frumvarpi um fiskeldi til að forðast stórfelld átök  Tekjur íbúa af laxveiði skipta verulegu máli fyrir eigendur margra jarða Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Í Berufirði Atvinnuveganefnd Alþingis fjallar nú um frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi. Í fyrsta skipti er kveðið á um lofts- lagsráð, í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mælti fyrir á Al- þingi í gær. Tekið er fram að ráðið sé sjálfstætt og óhlutdrægt í störfum sínum. Markmið frumvarpsins er að styrkja umgjörð og stjórnsýslu lofts- lagsmála hér á landi. Mælt er fyrir um loftslagsstefnu ríkisins og lögð sú skylda á Stjórn- arráð Íslands, stofnanir ríkisins og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að setja sér loftslagsstefnu. Setja skal fram skilgreind markmið um sam- drátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjöfnun starfseminnar ásamt aðgerðum svo þeim markmið- um verði náð. Áætlun um aðlögun Lagt er til að sett verði nýtt ákvæði sem fjallar um aðlögun ís- lensks samfélags að loftslagsbreyt- ingum. Verði frumvarpið að lögum verður fest í lög sú skylda ráðherra að láta vinna áætlun um aðlögun ís- lensks samfélags að loftslagsbreyt- ingum, á grundvelli bestu vísinda- legu þekkingar. „Frá því að lög um loftslagsmál voru sett fyrir sjö árum hefur lofts- lagsvandinn vaxið og meðvitund um hann stóraukist. Margt hefur breyst og rík þörf er á að uppfæra lögin. Ríkisstjórnin hefur sett loftslags- málin á oddinn og mikil vinna á sér nú stað varðandi þennan málaflokk. Loksins hafa loftslagsmálin fengið þann sess sem þeim ber,“ er haft eft- ir umhverfisráðherra í fréttatilkynn- ingu. Sett verði lofts- lagsstefna ríkisins  Ráðherra mælir fyrir frumvarpi um loftslagsmál Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Loftslag Umhverfisráðherra kynnti aðgerðaáætlun ríkisins í haust. Í umsögn frá samtökunum Vakandi, sem vilja stuðla að vitundarvakningu um sóun matvæla og bættri velferð dýra við matvælaframleiðslu, segir að gríðarlegur laxadauði sé vandamál í sjókvíaeldi við Ísland. Í umsögn frá Vakanda segir m.a.: „Kröfurnar um meðferð fiska eru skýrar og skal þeim hlíft við sársauka sem hægt er að komast hjá. Rík ástæða er til að huga rækilega að dýravelferð í laxeldi. Það er óviðunandi að fyrirtæki búi svo að skepnum sínum að gert sé ráð fyrir að 20 prósent þeirra lifi ekki ræktunina af, eins og komið hefur fram að gert er í rekstr- aráætlunum sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Mjög mikilvægt er að breytingar á lögum um fiskeldi taki á þessum þætti.“ Hugað sé að dýravelferð SAMTÖKIN VAKANDI Í byrjun síðasta mánaðar dvöldu 76 aldraðir á Landspítalanum og biðu eftir dvöl á hjúkrunarheimili eða öðru úrræði. Þetta eru 18% af virk- um legurýmum á spítalanum. Kostn- aður vegna þessa nemur rúmlega 5 milljónum króna á dag. Þetta kemur fram í svari heil- brigðisráðherra á Alþingi við fyr- irspurn frá Ingu Sæland um aldraða sem dveljast á Landspítalanum. Fram kemur að 4. mars sl. biðu 45 aldraðir með gilt færni- og heilsumat á spítalanum eftir dvöl á hjúkr- unarheimilum, 31 aldraður án slíks mats beið á spítalanum eftir end- urhæfingu á Landakoti eða Eir. Til viðbótar þessum fjölda eru 64 biðrými á nokkrum heilbrigðisstofn- unum, svo sem Vífilsstöðum, Höfða á Akranesi og Brákarhlíð í Borg- arnesi, fyrir aldraða sem bíða eftir varanlegri dvöl í hjúkrunarrými en geta ekki beðið heima eftir slíku úr- ræði. Daglegur kostnaður ríkissjóðs af að hýsa og annast um eldri borgara sem dveljast á hjúkrunarheimili er um 35 þúsund krónur að meðaltali. Sambærilegur kostnaður á Land- spítalanum er á bilinu 64 til 140 þús- und. Er þar ekki meðtalinn mögu- legur kostnaður vegna aðgerða, rannsókna eða annarra meðferða. Biðtími aldraðra á spítalanum kost- ar því heilbrigðiskerfið háar fjár- hæðir. gudmundur@mbl.is 18% legu- rýma vegna biðstöðu  76 aldraðir bíða á Landspítalanum Morgunblaðið/Eggert Bið Nærri fimmtungur legurýmis er upptekinn vegna fólks í biðstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.