Morgunblaðið - 08.04.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Alicante í morgunflugi
Apríl & maí
Verð m.v. aðra leið 10/05/19 frá KEF til ALC með tösku og handfarangri
Flugsæti frá kr.
19.900
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Daprir unglingar í 10. bekk í Grunn-
skólanum á Þórshöfn sjá nú fram á
að ekkert verði af skólaferðalagi
þeirra til Tenerife um páskana
vegna gjaldþrots WOW air, en ferðin
var staðgreidd með einni millifærslu
til flugfélagsins tveimur vikum fyrir
gjaldþrot þess.
„Við vorum búin að safna fyrir
þessu ferðalagi í fimm ár og áttum
eina milljón,“ sögðu krakkarnir, sem
eru alls tíu í bekknum. „Við vorum
dugleg við fjáraflanir, vorum með
kökubasar, flöskusöfnun, spilakvöld
og fleira öll þessi ár en nú er allt far-
ið,“ sögðu þessir vonsviknu ungling-
ar sem höfðu hlakkað til allan vet-
urinn að komast í sólina eftir langan
og dimman vetur.
„Við eigum núna 60 þúsund og er-
um að spá í að fara kannski til Vest-
mannaeyja fljótlega eftir páska, sem
verður þá náms- og kynningarferð í
staðinn, en það er samt of dýrt fyrir
okkur. Okkur datt í hug að leita eftir
styrk í þá ferð bæði til foreldra og
sveitarfélaganna hér en það er ekk-
ert frágengið ennþá. Okkur finnst
þetta bara hundfúlt, okkur langaði
svo mikið út í sól og hita eftir að hafa
baksað við að safna í öll þessi ár.“
Þessi tíu ungmenni í grunnskólan-
um á Þórshöfn hafa nú kynnst veru-
leikanum í íslenskum viðskiptaheimi
og var á þeim að heyra að sú beiska
reynsla myndi lengi verða þeim
minnisstæð.
Glata skólaferð vegna WOW
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Átta strákar og tvær stelpur eru í 10. bekk Grunnskólans.
Göngugarpar í Reykjavík geta með
litlum vandkvæðum þverað götur
bæjarins oft og mörgum sinnum án
þess að fara tvisvar yfir sömu gang-
brautina, en verið er að koma nýj-
um gangbrautarljósum fyrir á Suð-
urgötu í námunda við HÍ. Fyrir eru
á þeirri götu þrenn gangbrautar-
ljós; við Starhaga, Hjarðarhaga og
Guðbrandsgötu.
Þá er einnig mikill fjöldi gang-
brautarljósa á Snorrabraut en sem
dæmi eru um 80 metrar á milli ljós-
anna við Hverfisgötu og þeirra sem
standa við Laugaveg og 78 metrar
á milli ljósanna við Laugaveg og
þeirra við Grettisgötu. Þá eru 74
metrar á milli ljósa við Flókagötu
og þeirra sem finna má við Egils-
götu.
Í svari borgarinnar við fyrir-
spurn blaðsins segir um hin nýju
ljós á Suðurgötu að gatan liggi í
gegnum háskólasvæðið og HÍ sé
með starfsemi beggja vegna göt-
unnar. Mikilvægt sé að tryggja að-
gengi og öryggi þeirra sem þvera
götuna á mismunandi stöðum.
teitur@mbl.is
Morgunblaðið/Hari
Stutt á milli Á myndinni sjást stórvirkar vinnuvélar við ný gangbrautarljós á Suðurgötu, skammt frá eldri ljósum sem sjá má í forgrunni myndar.
Einungis
tugir metra
á milli ljósa
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Lækkun hámarkshraða á Hring-
braut í Reykjavík mun ekki breyta
neinu um öryggi gangandi vegfar-
enda á svæðinu. Hún mun þó hafa í
för með sér aukna mengun. Slysið
sem varð þegar ekið var á stúlku-
barn við gatnamót Hringbrautar og
Meistaravalla í janúar sl. var ekki
vegna of mikils hraða bifreiðar held-
ur galla á gangbrautarljósunum.
Þetta og fleira segir Ólafur Guð-
mundsson, sérfræðingur í umferð-
aröryggismálum, í samtali við Morg-
unblaðið í tilefni af því að 2. apríl sl.
varð til nýtt þrep í hraðatakmörk-
unum í íslensku umferðarlagakerfi,
40 km/klst.
Formaður skipulags- og sam-
gönguráðs Reykjavíkurborgar segir
að huga ætti að því að breyta al-
mennum hámarkshraða í þéttbýli úr
50 km/klst í 40 km/klst.
Segir umferðarljósin gölluð
„Þetta slys varð af því að það
vantar rauða og græna kallinn.
Þetta hafði ekkert með hraðann að
gera,“ segir Ólafur, en eins og
Morgunblaðið hefur áður sagt frá
eru gangbrautarljósin á umræddum
stað ekki með „rauðum og grænum
karli“ mót gangandi vegfarendum.
Nú segir Ólafur að til standi að
taka ljósin niður, þó ekki vegna um-
rædds ágalla heldur vegna þess að
það sé ekki hægt að tengja ljósin við
stjórntölvu miðlægrar stýringar um-
ferðarljósa, sem staðsett er í Borg-
artúni. Segir hann þessa tegund
ljósa vera á sautján stöðum í
Reykjavík.
Að síðustu nefnir hann að með
nýrri hraðatakmörkun muni meng-
un aukast, enda mengi bílar minnst
á lágum snúningi í háum gír. „Ef öll-
um „50-götum“ í Vesturbænum yrði
breytt í „40-götur“ myndum við
auka CO2-útblástur um 900 tonn á
ári.“
Öllum ljósunum verður skipt út
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for-
maður umhverfis- og samgönguráðs,
segir gangbrautarljósin á svæðinu
ekki vera gölluð en segir þó að á
næstu tveimur árum verði öllum
ljósastýribúnaði á umræddum kafla
Hringbrautar skipt út. Ástæðan sé
að ljósin séu af mismunandi tegund-
um og misgömul. Einnig sé fyrir-
hugað að bæta lýsingu á öllum götu-
þverunum á svæðinu.
„Við ættum að huga að því að
hraði í þéttbýli yrði alla jafna 40 í
stað 50. Lögin eru þannig í dag að ef
þú sérð ekkert skilti þá er hámarks-
hraðinn 50 en í raun er miklu örugg-
ara að hafa hann 40,“ segir hún.
Hún bætir við að nýja þrepið sé
mikil gleðitíðindi. „Fyrsta skrefið er
mikilvægasta skrefið.“ Nýja hraða-
takmarkanaþrepið, 40 km/klst, tek-
ur nú til Hringbrautar milli
Sæmundargötu og Ánanausta, Hofs-
vallagötu milli Hringbrautar og Æg-
isíðu, á Ægisíðu, Nesvegi milli
Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/
Sörlaskjóls.
Nýtt þrep í hraðatakmörkunum
Breytingin eykur ekki öryggi í umferðinni en stuðlar þess í stað að meiri mengun í höfuðborginni
Morgunblaðið/Eggert
Slysstaður Gangbrautin við gatnamót Meistaravalla og Hringbrautar.