Morgunblaðið - 08.04.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.04.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Lucca glös Verð 1.590 kr. stk. Verð 7.950 kr. 6 stk. Veður víða um heim 7.4., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Hólar í Dýrafirði 2 léttskýjað Akureyri 8 heiðskírt Egilsstaðir 3 léttskýjað Vatnsskarðshólar 4 skýjað Nuuk 3 léttskýjað Þórshöfn 6 heiðskírt Ósló 8 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 léttskýjað Stokkhólmur 6 skýjað Helsinki 9 heiðskírt Lúxemborg 14 rigning Brussel 18 þoka Dublin 9 skýjað Glasgow 6 þoka London 11 rigning París 14 heiðskírt Amsterdam 20 heiðskírt Hamborg 19 heiðskírt Berlín 19 heiðskírt Vín 17 skýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 16 skýjað Madríd 10 rigning Barcelona 11 skúrir Mallorca 15 léttskýjað Róm 14 léttskýjað Aþena 16 skýjað Winnipeg 4 þoka Montreal 8 skýjað New York 17 heiðskírt Chicago 13 rigning  8. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:21 20:39 ÍSAFJÖRÐUR 6:20 20:50 SIGLUFJÖRÐUR 6:03 20:34 DJÚPIVOGUR 5:49 20:10 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag og miðvikudag Austan og suðaustan 3-8 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Léttskýjað á Norður- og Vesturlandi, annars skýjað og stöku skúrir eða él suðaustanlands. Hiti 3 til 8 stig. Austan 10-15 m/s syðst, annars 3-8. Skýjað með köflum og stöku skúrir eða él suðaustanlands, en bjartviðri nyrðra og eystra. Hiti víða 2 til 8 stig. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Verkið sækist nokkuð vel og er á áætlun. Við stefnum á að klára fyrir nýtt skólaár,“ sagði Kristján Sigur- geirsson verkefnisstjóri um fram- kvæmdir við Fossvogsskóla. „Þetta lítur miklu betur út en rannsóknir sem gerðar voru gáfu til kynna. Það er okkur í hag,“ sagði Kristján. Hann sagði að gerðar hefðu verið athugasemdir við ákveðna staði og verið væri að laga þá. Mygluskemmdir í skólahúsinu reyndust minni en talið var í upphafi. Töluvert mikið hafði lekið með gluggum á austurhlið austasta húss skólans, þar sem bókasafnið er. Glerið var illa þétt en gluggarnir í góðu standi og enginn fúi í þeim. Þar er verið að glerja upp á nýtt og er verkið um það bil hálfnað. Kennarastofan er í miðhúsinu og þar lak þakið þegar gerði hláku og pollur myndaðist í rennu. Til hafði staðið að skipta um járn á þakinu. Óskað hefur verið eftir tilboði í verk- ið og verður skipt um þak fljótlega. Einnig verður skipt um loftræsti- kerfi í miðhúsinu og í Vesturlandi, vestasta húsinu, sem er elst. „Í Vesturlandi skiptum við um öll loft og förum yfir einangrun og raka- sperru. Við skiptum líka um alla gólfdúka þar. Gerðar voru athuga- semdir við örfáa staði þar sem hægt var að rækta upp myglu. Við förum líka yfir þá staði,“ sagði Kristján. Þar sem búið er að opna í Vestur- landi lítur loftaefnið og burðarvirkið mjög vel út. Einhvern tíma hafði lek- ið með glugga sem liggur eftir endi- löngum mæninum. Gert var við það á sínum tíma og sú viðgerð hefur alveg staðið sig. Mygluskemmdir minni en talið var  Vel gengur að gera við Fossvogsskóla  Stefnt á að klára viðgerðir fyrir nýtt skólaár  Töluvert lak með gluggum  Skipt verður um loftræstikerfi að hluta Morgunblaðið/Eggert Fossvogsskóli Viðgerð á skólahúsinu er hafin og gengur vel. Stefnt er að því að ljúka henni fyrir næsta skólaár. Nemendur í 2.-7. bekk eru fluttir með sex rútum hvern skóladag frá Fossvogsskóla í Laugardal og til baka að lokinni kennslu. Fyrsta bekk er kennt í færan- legum stofum, Útlandi, við Fossvogsskóla og þar er frí- stundastarf einnig til húsa. „Það eru allir ákveðnir í að láta þetta ganga,“ sagði Árni Freyr Thorlacius Sigurlaugsson aðstoðarskólastjóri. „Þetta mun koma skólastarfinu til góða. Það er mikil samvinna og mikil teymiskennsla. Heilu ár- gangarnir eru í sama rými. Í Þróttarheimilinu er 2.-3. bekkur í stórum sal. Uppi í stúkunni eru 4.-7. bekkur og er hver árgangur er með sinn sal. Með hvern ár- gang eru tveir til þrír kennarar. Þetta er svolítið vesen en á eftir að verða skólastarfinu til góðs.“ Mikil samvinna KENNT Í LAUGARDAL Í ár eru 100 ár frá því að fyrsta íslenska frímúrarastúkan, Edda, tók til starfa og frímúrarastarf með reglubundnum hætti hófst hér á landi. Af því tilefni var haldin hátíðarathöfn í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöld. Starfs Frímúrarareglunnar var minnst í tali og tónum en fjöldi stórsöngvara steig á stokk, og komu skemmtikraftarnir bæði að utan og úr röðum reglunnar. Þá var einnig frumsýnd ný heimildarmynd um sögu reglunnar. Klæðareglur kvöldsins voru, líkt og hefð er fyrir þegar hópur frímúrara kemur saman, strangar en einfaldar – kjóll og hvítt. Morgunblaðið/Hari Frímúrarar fögnuðu aldarstarfi sínu á Íslandi Vegagerðin segir ómögulegt að segja til um það nákvæmlega hve- nær Landeyjahöfn opnast fyrir Herjólf. Vegna spár um óhagstætt veður er útlit fyrir að lengri tíma taki að opna höfnina en vonast var til. Engu að síður verður unnið að dýpkun svo sem kostur er og á með- an fært er. Ölduhæð og einnig öldu- lengd er það sem mestu ræður um hvort hægt er að vinna að dýpkun hafnarinnar. Stundum getur veðrið sjálft verið gott en ölduhæð engu að síður mikil og hamlað dýpk- unarstörfum. Dýpkað er í Landeyjahöfn allan sólarhringinn þessa dagana. Björg- un er þar með dæluskipið Dísu, dýpkunarprammann Reyni sem er búinn stórri gröfu og efnisflutn- ingaskipið Pétur mikla. Ágætis gangur hefur verið í dýpkuninni hingað til en stíf austanátt og ókyrrð hafa tafið dýpkunarstörf í hafn- armynninu, að sögn Vegagerð- arinnar. Dýpið var mælt á laugardag og stendur til að endurtaka dýptarmæl- inguna í dag, samkvæmt upplýs- ingum frá Björgun. gudni@mbl.is Landeyja- höfn ekki opin enn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.