Morgunblaðið - 08.04.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019
VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími: 510 1700 • vr@vr.is • vr.is
Rafræn atkvæðagreiðsla félagsmannaVR um nýgerða
kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda
hefst 11. apríl kl. 9:00 og lýkur 15. apríl kl. 12:00.
Kosning fer fram á vr.is. Innskráning á kjörseðil er með Íslykli
eða rafrænum skilríkjum. Ef þú ert ekki með Íslykil eða rafræn
skilríki sækir þú um á island.is. Kjörgögn með nánari
upplýsingum berast félagsmönnum á næstu dögum.
Frekari upplýsingar má einnig nálgast á vr.is
eða í síma 510 1700.
KjörstjórnVR
Kjósum um
kjarasamningaVR
Nú, þegar fyrir liggur skýrslainnri endurskoðunar borgar-
innar á fjórum framúrkeyrslu-
verkefnum, er eðlilegt að önnur
óráðsía verði einnig tekin til skoð-
unar.
Borgarstjóri erannarrar skoð-
unar og segir til að
mynda aðspurður
um Gröndalshús,
sem minnihlutinn í
borginni hefur lagt
til að gerð verði út-
tekt á, að þar sé um
að ræða gamalt verkefni sem unn-
ið hafi verið af Minjavernd. „Ekki
er víst að það myndi hafa mikið
upp á sig að taka það út,“ segir
borgarstjóri.
Út af fyrir sig er „ekki víst“ aðúttekt myndi hafa mikið upp
á sig, en það er þó líklegt. Og í
ljósi þeirrar óreiðu sem ríkt hefur
í tengslum við verkefni borgar-
innar, og þá ekki aðeins Braggans
sem borgarstjóri segir af léttúð að
sé frávik, er sjálfsagt að fram fari
úttekt á því sem snertir Gröndals-
hús.
Ennfremur er sjálfsagt að borg-in fari að tillögu sjálfstæðis-
manna og kanni hvernig staðið var
að samningum og riftun verkefnis
á Grensásvegi 12 og að gerð verði
úttekt á nýja vitanum við Sæbraut,
sem líkt og Gröndalshús og fleiri
verkefni fór langt fram úr áætlun.
Skiljanlegt er að borgarstjórivilji síður að gerðar verði
frekari úttektir á verkum meiri-
hlutans. Verulegar líkur eru á að
slíkar úttektir varpi enn sterkara
ljósi á þá óreiðu sem ríkt hefur í
fjármálum borgarinnar á liðnum
árum. En það eru ekki rök fyrir að
ráðast ekki í úttektir. Þvert á
móti.
Dagur B.
Eggertsson
Feluleikur þjónar
ekki borgarbúum
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Landhelgisgæsla Íslands (LHG) fær
um mánaðamótin mannlausan dróna
til notkunar og verður hann gerður
út frá Egilsstaðaflugvelli. Er um að
ræða samstarfsverkefni LHG og
Siglingamálastofnunar Evrópu
(EMSA) en dróninn verður hér á
landi í þrjá mánuði og prófaður við
ýmis löggæsluverkefni, leit og
björgun auk eftirlits með mengun á
hafinu við Íslandsstrendur.
Flýgur á um 120 km hraða
Dróninn, sem er með 15 metra
vænghaf, er af gerðinni Hermes 900,
vegur rúmt tonn og hefur um 800
kílómetra flugdrægni. Getur hann
því auðveldlega flogið að lög-
sögumörkum Íslands fyrir austan
landið og til baka aftur. Þá flýgur
dróninn á um 120 kílómetra hraða,
er útbúinn afísingarbúnaði og er
stjórnað í gegnum gervitungl. Að
auki er dróninn búinn myndavélum
og radar, en í honum er einnig sér-
stakur búnaður sem greinir neyðar-
boð og sendir þau áfram í stjórnstöð
Landhelgisgæslunnar.
Ásgeir Erlendsson, upplýsinga-
fulltrúi Landhelgisgæslu Íslands,
segir fjölmenna áhöfn fylgja drón-
anum hingað til lands og að tækinu
sé stýrt af flugmönnum.
„Meginhluti verkefnisins er fjár-
magnaður af EMSA. En gert er ráð
fyrir að verkefninu ljúki í lok júlí.
Landhelgisgæslan er spennt að sjá
hvernig dróni sem þessi nýtist við
löggæslu og leit og björgun á hafinu
umhverfis Ísland,“ segir Ásgeir við
Morgunblaðið.
Gæslan prófar dróna hér við land
Vegur rúmt tonn og hefur 800 km flugdrægni Með myndavélar og radar
Nýtt hvala-, fiska- og náttúrugripa-
safn í gömlu fiskiðjunni í Vestmanna-
eyjum var opnað á laugardag. Hið
nýja safn, sem einnig hýsir björgun-
arstöð fyrir lunda o.fl., tekur við af
gamla safninu Sæheimum, sem opn-
að var 1964. Í samtali við Morgun-
blaðið segir Óskar Pétur Friðriksson
Eyjamaður nýja safnið vera mjög
frábrugðið hinu gamla og að allt sé
mun nútímalegra.
„Maður er búinn að fara þúsund
sinnum á gamla safnið, svo kemur
maður á nýja safnið og þetta er algjör
bylting. Búrin eru t.d. miklu stærri,“
segir Óskar og nefnir að mögulegt sé
að fara inn í sum búrin. Þá nefnir
Óskar glaður í bragði að á nýja safn-
inu nái búrin neðar og því þurfi ekki
að halda á yngstu gestunum svo þeir
geti barið dýrin sem þar eru augum.
Áskorun að hanna safnið
Í samtali við Morgunblaðið segir
Bragi Magnússon, verkfræðingur hjá
Mannviti í Vestmannaeyjum, sem
hefur haft yfirumsjón með byggingu
safnsins, það hafa verið áskorun að
hanna safnið, enda séu kröfur eig-
enda um velferð dýranna mjög mikl-
ar. „Þetta er björgunarstöð fyrir
lunda og hvali líka, svo það eru gerð-
ar enn þá ríkari kröfur um að dýr-
unum líði vel.“ Hann segir að lykillinn
felist í því að hafa búrin nægilega stór
fyrir dýrin og að hönnunin sé þannig
að þau truflist sem minnst af gest-
unum, en einnig að gestirnir fái sem
besta yfirsýn.“
Gera má ráð fyrir að mjaldrarnir
hvítu, Litla-Hvít og Litla-Grá, sem
innan tíu daga koma alla leið frá
Sjanghæ til Vestmannaeyja, muni
vekja mikla ánægju hjá áhugamönn-
um um skepnur hafsins. Í hinu nýja
safni er laug fyrir hvalina en framtíð-
arheimili þeirra verður í kví í Kletts-
vík. teitur@mbl.is
Eyjamenn sælir
með nýja safnið
Nýtt hvalasafn opnað í Eyjum
Ljósmynd/Óskar Friðriksson
Búr Börnin geta fylgst með fisk-
unum „innan frá“ á nýja safninu.