Morgunblaðið - 08.04.2019, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019
✝ Birkir FreyrSteingrímsson
fæddist í Reykja-
vík 9. júlí 1999.
Hann lést 28. mars
2019.
Hann var elstur
í þriggja systkina
hópi. Foreldrar
hans eru Nanna
Hlín Skúladóttir, f.
25. febrúar 1972,
og Steingrímur
Birkir Björnsson, f. 27. júní
1966. Systkini eru Björn Breki
Steingrímsson, f. 10. apríl
2002, og Sunneva
Rán Steingríms-
dóttir, f. 2. maí
2007.
Birkir Freyr bjó
alla tíð í Kópavogi,
gekk í Salaskóla
og Menntaskólann
í Kópavogi, þaðan
sem hann stefndi á
að útskrifast sem
stúdent af al-
þjóðabraut í vor.
Útför hans fer fram frá
Lindakirkju í dag, 8. apríl
2019, klukkan 13.
Skrifuð á blað
verður hún væmin
bænin
sem ég bið þér –
en geymd
í hugskoti
slípast hún
eins og perla í skel
við hverja hugsun sem hvarflar til þín.
(Hrafn Andrés Harðarson)
Björn afi.
Fallegi, blíði og ljúfi frændi
minn er fallinn frá. 19 stutt ár er
allur sá tími sem okkur auðnaðist
að njóta samvista við hann og búa
til minningar sem eiga að endast
okkur alla ævina.
Minningar streyma fram um
fallegan ljóshærðan dreng sem
þroskaðist í brosmildan myndar-
legan ungan mann sem átti alltaf
til knús handa okkur hinum. Ljúf-
sárar minningar um yndislegar
stundir í fjölskylduferðum hér
heima og að heiman eru nú sem
dýrmætur fjársjóður. Minning um
lítinn snáða í sundi með frænku
sem fær að setja gel í hárið hans
svo hann yrði „töffari“. Gjaldið er
Brynjuís handa honum og far á
háhesti heim því hann var svo
þreyttur eftir allt labbið enda bara
fjögurra ára. Minning um börn að
busla í heitum potti um bjarta
sumarnótt, mikil hlátrasköll, búið
að lauma sápu í vatnið og hvítur
freyðandi straumur lekur letilega
út á tún meðan þau busla og
skvetta hvert á annað – Birkir
Freyr skartar voldugu yfirvara-
skeggi úr sápufroðu. Minning um
gleðibrosið þegar hann fékk
súkkulaði-éclair í rúmið á afmæl-
inu í Frakklandi vermir hjarta-
rætur. Minning um unglinginn
sem situr hlæjandi á tröppunum í
Kötuhúsi að þurrka gönguskóna
okkar með hárblásara eftir svað-
ilför í sveppamó og svo kláraði
hann ólífuolíuna hjá húsráðanda á
skóna svo þeir yrðu ekki „eins og
skorpnir sveppir“.
Netflix-kósíkvöld og umræður
um hver væri heitasta ofurhetjan
hjá Marvel meðan óheyrilegt
magn af snakki hvarf sisvona.
„Hvar seturðu þetta allt sam-
an?“ spurði ég einhverju sinni for-
viða. „Ætli ég sé ekki með „hollow
bones“ eins og pabbi,“ var svarið.
Ég grínaðist með að hann líktist
nafna sínum í landsliðinu þegar
hann lét sér vaxa bæði skegg og
hár og fékk skot til baka að hann
vissi allt um mitt „crush“ á þeim
manni. Alltaf stutt í húmorinn.
„Getum við haft amerískar
pönnukökur Sivva frænka?“ var
viðkvæðið ef foreldrarnir skruppu
frá og ég naut þeirra forréttinda
að passa systkinin í Lómasölum.
„Með miklu beikoni“ kom svo frá
guðsyninum og geislandi bros sem
bræddi hjartað og allar varnir
brustu.
Vinur vina sinna, sem hann
sagði mér að væru sér mikilvægir
því þeir gerðu hann að betri manni
og hann sæi ekki sólina fyrir þeim.
Ég spurði hann hvort þeir vissu af
því og væru sama sinnis – já hann
hélt það. Ég vona það því betri
dreng var ekki hægt að eiga fyrir
vin.
Ég man einungis eftir að hafa
séð hann einu sinni virkilega reið-
an – einu sinni á 19 árum! Og varð
mjög fegin að sjá að hann hafði
erft smá „Arnanesskap“ en reiðin
varði ekki lengi – alltaf stutt í
brosið.
Milljón minningar sem gætu
fyllt heila bók en samt ekki nógu
margar til að fylla tómarúmið sem
skapast hefur við þetta ótímabæra
fráhvarf. Augasteinn foreldra
sinna og gleðigjafi okkar hinna
sem getum ekki ímyndað okkur
framtíðina án hans.
Ég hélt að ég hefði allan tímann
í veröldinni til að njóta meiri sam-
vista og skapa minningar með
þessum fallega og hæfileikaríka
unga manni, sjá hann fara í gegn-
um lífið og eiga bjarta framtíð.
En lífið er hverfult og menn-
irnir ráðgera en guð ræður.
Hvíl í friði fallega mannvera.
Sigurveig.
Birkir Freyr Steingrímsson
var minn elsti vinur og táknaði
margt í mínu lífi. Hann var mín
uppáhalds þungarokksalfræðibók
og tókst okkur að tengjast mikið í
gegnum tónlist þrátt fyrir að við
værum með gjörólíkan smekk, en
hann var mjög opinn fyrir því sem
ég hlusta á. Ástríða hans fyrir tón-
list hefði ekki getað verið meira
smitandi og ég þakka honum eilíf-
lega fyrir þær umræður sem við
áttum um tónlist.
Mörg kvöld hafa horfið í gegn-
um kvikmyndir eftir að við vinirn-
ir fengum brennandi áhuga á
kvikmyndagerð og gagnrýni. Eft-
ir að hafa horft á oftast tvær eða
jafnvel fleiri myndir gleymdum
við okkur langt fram á nótt við að
ræða skoðanir okkar á myndun-
um. Við Birkir áttum það sameig-
inlegt að vera með sterkar skoð-
anir á myndum en vorum
sammála um margar þeirra.
Grunnurinn að skoðunum Birkis
var augljóslega faðir hans, Stein-
grímur, og átti hann mikið í
smekk hans á myndum, ekki ólíkt
mér. Þrátt fyrir að við byggðum
okkar persónulega smekk í gegn-
um tíðina hætti hann aldrei að
nefna pabba sinn í umræðum og
var það ljóst hversu mikla virð-
ingu Birkir bar fyrir honum.
Fjölskylda hans var honum yfir
höfuð mjög mikilvæg. Við töluðum
oft um hvað yngri bræður okkar
gátu pirrað okkur eins og gerist
og sem elstu bræður þurftum við
ósjaldan að passa yngri systkini
en í einrúmi talaði hann ávallt eins
og hann hefði unnið í lottóinu þeg-
ar kom að fjölskyldunni.
Ég varð vinur hans sem dreng-
ur og sá fram á að vera vinur hans
til enda og ég varð harmi sleginn
þegar ég frétti af láti hans þegar
hann var aðeins rétt byrjaður að
lifa. Ég hætti samt sem áður aldr-
ei að vera vinur hans. Hann verð-
ur vinur minn alveg til enda, sama
hvað gerist, og verður ávallt með
okkur í umræðum og anda þrátt
fyrir allt annað.
Takk fyrir allt, elsku Birkir
Freyr. Þinn vinur og aðdáandi,
Kristófer Númi.
Það er með miklum söknuði
sem við minnumst Birkis Freys
Steingrímssonar.
Birkir var skemmtilegur
drengur.
Þegar hann byrjaði hjá okkur í
leigunni var hann óharðnaður
unglingur, rétt tæplega 17 ára, af-
skaplega ljúfur og með skemmti-
lega kæki og takta. Með sinni
hæglátu og ljúfu framkomu vann
hann fljótlega hug og hjörtu allra
sem með honum störfuðu og við-
skiptavina einnig.
Eftir því sem tíminn leið slíp-
uðust þessir taktar og kækir
nokkuð til, en það sem einkenndi
ávallt Birki, þann alltof stutta
tíma sem við þekktum hann, var
einskær ljúfmennska, gleði og til-
litssemi við aðra. Ávallt tilbúinn til
að rétta hjálparhönd við hvers-
kyns störf og athafnir.
Birkir mætti á alla viðburði
með starfsfélögum sínum, hvort
sem um var að ræða fundi,
skemmtun eða ferðalög.
Í ferðum með okkur, í jeppa- og
fjórhjólaferðum, fundum við
glöggt fyrir því hversu mikið
Birkir naut sín úti í náttúrunni og
var fróðleiksfús með afbrigðum.
Hér í Leigumarkaði BYKO
eignaðist Birkir góða félaga og
vini sem allir sem einn sakna hans
og syrgja. Við vottum fjölskyldu
Birkis Freys okkar dýpstu samúð
og biðjum fyrir styrk þeim til
handa á þessum erfiðu stundum.
Fyrir hönd starfsmanna Leigu-
markaðs BYKO,
Bragi Jónsson
Pétur Jónsson
Ívar Jón Arnarson.
Kveðja frá Mennta-
skólanum í Kópavogi
Á þessum lokavikum vorannar,
þegar líður á kennsluna og í sjón-
máli eru væntingar um birtu og yl,
kennslulok og útskrift, berst okk-
ur sú sorgarfrétt að einn af vænt-
anlegum útskriftarnemendum
Menntaskólans í Kópavogi, Birkir
Freyr Steingrímsson, hafi látist
skyndilega hinn 28. mars. Við er-
um óþyrmilega minnt á hve lítils
megnug við erum andspænis
dauðanum. Okkur verður sú
spurn á vörum því forsjónin hrífi
svo skyndilega brott ungan og
efnilegan mann í blóma lífsins frá
ástvinum, ættingjum og skóla-
félögum. Þegar slíkir sorgarat-
burðir gerast verður mönnum
orða vant.
Við fráfall Birkis Freys Stein-
grímssonar langar okkur að
heiðra minningu hans með nokkr-
um fátæklegum orðum. Birkir
Freyr hóf nám við Menntaskólann
í Kópavogi haustið 2015 á alþjóða-
braut. Hann var góðum námsgáf-
um gæddur, hæglátur og kurteis
og hafði allt til að bera til að farn-
ast vel í lífinu. Hann sinnti náminu
vel, var farsæll námsmaður og var
á lista þeirra nemenda sem ljúka
áttu stúdentsprófi í vor. Sagn-
fræði var ein af hans uppáhalds-
námsgreinum og var hann vel les-
inn á því sviði. Birkir átti sér
framtíðaráform um að ferðast um
heiminn áður en hann héldi áfram
námi í háskóla.
Það er flókið að vera ungur í
dag og erfitt að gera sér í hug-
arlund hvað bærist innra með
okkar unga fólki. Fréttin af
skyndilegum dauða þessa unga og
efnilega manns kom eins og reið-
arslag yfir okkur. Kennarar og
samnemendur Birkis Freys hafa
sýnt mikinn styrk og samstöðu á
þessum erfiða tíma.
Birkis Freys er sárt saknað af
starfsfólki og samnemum
Menntaskólans í Kópavogi en eftir
lifir minning um góðan dreng og
þakklæti fyrir að hafa mátt njóta
samvistanna við hann. Fyrir hönd
allra í Menntaskólanum í Kópa-
vogi sendum við aðstandendum og
vinum Birkis Freys okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og biðjum
góðan guð að styrkja þá og blessa
í sorg þeirra.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Margrét Friðriksdóttir
skólameistari.
Birkir Freyr
Steingrímsson
✝ Þorvaldur Þórar-insson fæddist 12.
nóvember 1969 í
Sydney í Ástralíu.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 26. mars
2019.
Þorvaldur var son-
ur Ástu Þorvalds-
dóttur, dáin 17. apríl
2016, og Þórarins Sæ-
mundssonar.
Þorvaldur ólst upp hjá móður
sinni og uppeldisföður, Halldóri
Waagfjörð. Þorvaldur á einn
bróður sammæðra, Jón Waag-
fjörð, og einnig systkini samfeðra.
Þorvaldur stundaði ýmis störf
um ævina, hann var á sjó í nokk-
ur ár, hóf 1987 störf í Skipalyft-
unni í Vestmannaeyjum, hann
lærði þar plötusmíði. Hann flutti
síðan til Danmerkur þar sem
hann bjó um árabil. Eftir að Þor-
valdur flutti aftur heim til Ís-
lands vann hann lengi hjá HB
Granda og síðan hjá Þorsteini
frænda sínum í Frystitækni.
Þorvaldur var einn af frum-
kvöðlunum hér á landi í frisbí-
golfi og varð sex sinnum Íslands-
meistari í þeirri íþrótt.
Útför Þorvalds fer fram frá
Hlöðunni, Gufunesbæ, Reykja-
vík, í dag, 8. apríl 2019, kl. 15.
Þorvaldur var í
Ástralíu fyrstu tvö
æviárin en fluttist
þá til Íslands. Frá
fimm ára aldri ólst
hann upp í Vest-
mannaeyjum.
Þorvaldur lætur
eftir sig þrjú börn:
Ragnar Smári,
fæddur 19. júlí 1999,
og Selma Huld,
fædd 6. október
2003, sem hann eignaðist með
Guðbjörgu Ragnarsdóttur, og
Helena Nhi Uyen Þorvaldsdóttir,
fædd 18. apríl 2010, sem hann
eignaðist með Thi Dung Nguyen.
Í dag kveðjum við ástkæran
frænda minn, Þorvald Þórarins-
son, sem lést langt fyrir aldur
fram eftir stutt, snörp og erfið
veikindi. Það er svo sárt að sjá á
eftir þessum yndislega, ljúfa
manni. Ég man Þorvald sem lítinn
glókoll sem heillaði alla við fyrsta
augnatillit. Orkumikinn pjakk
sem tók upp á ýmsu, ef hann náði
að festa tá þá var hann floginn upp
um alla skápa og veggi. Ein elsta
og eftirminnilegasta minningin
um Þorvald er þegar hann var
heima hjá okkur og týndist, hann
hefur varla verið meira en tveggja
eða þriggja ára. Það var leitað og
leitað að drengnum, allur stiga-
gangurinn var farinn að taka þátt í
leitinni. Hann fannst loks þar sem
hann hafði lokað sig inni í frysti-
hólfi með stóra vörubílinn sinn og
gat ekki opnað aftur. Mamma
sagði alltaf að það hefði einhver
tekið í höndina á henni og leitt
hana að skápnum áður en illa fór.
Skápurinn sá var reyndar bilaður
eftir að Þorvaldur hafði tekið hann
úr sambandi án þess að nokkur
tæki eftir!
Ég man Þorvald sumarið þegar
ég réð mig í vist til Ástu frænku að
passa. Þorvaldur var átta eða níu
ára og það sem hann plataði
frænku sína út í, það voru bornar
heim grálúsugar lundapysjur og
skriðið eftir golfvellinum þverum
og endilöngum til að safna golf-
kúlum sem mig minnir nú að Þor-
valdur hafi síðan reynt að selja
golfurunum til baka.
Ég man Þorvald sem ungling
og sem ungan mann. Ég man kær-
leiksríka nærveruna og brosið
bjarta. Ég man blíða manninn
sem vildi öllum vel og vildi alltaf
allt fyrir alla gera. Ég man hlé-
drægnina og ákveðnina. Ég man
stoltan föður. Ég man stríðinn
frænda. Ég man Þorvald frænda.
Samúðarkveðjur til ættingja og
vina,
Íris Guðmundsdóttir.
Kveðja frá FGR
Það var okkur, félögum í
Frisbígolffélagi Reykjavíkur,
mikil harmafregn að frétta andlát
Þorvaldar Þórarinssonar svo
langt um aldur fram eftir stutt og
erfið veikindi. Þorri var meðal
stofnfélaga Frisbígolffélagsins,
sannkallaður frumkvöðull þessar-
ar nýju íþróttar og einn af mátt-
arstólpunum í því þétta og nána
samfélagi sem stundar hana hvað
mest. Hann var sannkallaður af-
reksmaður eins og sex Íslands-
meistaratitlar hans í greininni
bera vott um. Hann var keppnis-
maður af allra bestu sort, þeirri
sem bæði samherjar og andstæð-
ingar óska sér, ljúfmenni sem gaf
hvergi eftir sjálfur en var eðlis-
lægt að hvetja keppinauta sína
áfram af hreinni velvild og ást á
íþróttinni.
Íþróttaandinn verður ekki
sannari en hjá slíkum manni sem
getur gefið mótherjanum hollráð
á ögurstundu í miðri keppni. Þorri
var hæglátur og greiðvikinn leið-
beinandi sem átti stóran þátt í
þroska og framförum hjá mörgum
byrjandanum enda var afstaða
hans og framkoma á vellinum til
fyrirmyndar þar sem kappið var
aldrei nálægt því að bera feg-
urðina ofurliði.
Síðast, en ekki síst, var hann
traustur félagi sem bætti hvern
hóp og smitaði hann jákvæðni og
jafnaðargeði. Þorra verður sárt
saknað, nú þegar þétta og örugga
púttið hans í miðja súlu hefur
sungið í keðjunum í síðasta sinn.
Meðal okkar sem áttum með hon-
um himininn að leikvelli fyrir
svifdiska um stund lifir minning
um góðan dreng sem kvaddi allt of
fljótt.
Við sendum fjölskyldu hans og
ástvinum einlægar samúðarkveðj-
ur.
F.h. Frisbígolffélags Reykja-
víkur,
Ólafur Haraldsson.
Það var mikið áfall að fá frétt-
irnar að Þorvaldur Þórarinsson,
Þorri, væri fallinn frá. Þó að veik-
indi hans hafi vakið áhyggjur hjá
öllum sem hann þekktu trúði því
enginn að þessi sterki Eyjamaður
þyrfti að láta í minni pokann fyrir
illvígum sjúkdómi. Þrátt fyrir að
augljóst væri að ástand hans færi
sífellt versnandi var samt alltaf til
staðar bjartsýni hjá honum um að
nú færi alveg að finnast lausn á
hans málum.
Þorvaldur kom eins og storm-
sveipur inn í frisbígolfheiminn hér
á landi þegar hann fluttist aftur til
Íslands árið 2004 en hann hafði þá
kynnst frisbígolfinu í Danmörku
þar sem hann hafði náð góðum
tökum á íþróttinni svo athygli
vakti.
Á Íslandi varð hann nær ósigr-
andi og sex Íslandsmeistaratitlar
auk ótal annarra verðlauna bera
vitni um það. Þorri var góð fyr-
irmynd íþróttamanna með sinni
þægilegu framkomu bæði við ný-
liða og keppinauta. Þessi mikla
hógværð gerði hann að vinsælum
meðspilara og margir nutu þess
að spila með honum og læra.
Nú er hann kominn á nýjan völl
þar sem hann á eflaust eftir að láta
diska fljúga á enn stærra sviði.
Það verður mikil eftirsjá að þess-
um hógværa afreksmanni og góð-
ar minningar lifa lengi hjá þeim
sem til hans þekktu. Við sendum
börnum, fjölskyldu og vinum inni-
legar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Íslenska frisbígolf-
sambandsins,
Birgir Þór Ómarsson
formaður.
Þorvaldur Þórarinsson
Elsku bróðir, mágur og frændi,
ADOLF EINARSSON,
bóndi,
Eystri-Leirárgörðum,
sem lést á Dvalarheimilinu Höfða
sunnudaginn 31. mars, verður jarðsunginn
frá Leirárkirkju þriðjudaginn 9. apríl klukkan 15.
Guðríður Einarsdóttir
Ólöf Friðjónsdóttir
Pálmi Þór Hannesson
Magnús Ingi Hannesson
Susanne Kastenholz
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar