Morgunblaðið - 08.04.2019, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Persónuleg vandamál valda þér
áhyggjum og taka stóran hluta af tíma þín-
um. Endurskoðaðu samskipti þín við
vissa/n aðila og hættu að láta ráðskast
með þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Jafnvel þótt þú sért sjálf/ur í bar-
áttu til að halda þér á floti fjárhagslega og
andlega viltu láta gott af þér leiða. Mundu
að allt er best í hófi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Samband sem stofnað er til í
dag getur átt eftir að verða mjög djúpt.
Mestu erfiðleikar varðandi barn/börn eru
að baki.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ekki bíða eftir því að hlutirnir ger-
ist af sjálfu sér. Vertu varkár í umgengni
þinni við aðra og vandaðu hvað þú segir.
Stígðu varlega í vænginn við hitt kynið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er óþarfi að byrgja allt inni þegar
þú átt aðgang að góðum sálufélaga. Gefðu
fólki tækifæri, þú gætir grætt á því síðar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú nýtur hins ljúfa lífs, góðs matar,
víns og fallegs umhverfis. Þú hringir í
vissa persónu upp á von og óvon.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt aðstæður á vinnustað séu ekki
alveg eftir ykkar höfði skuluð þið ekki láta
þær ergja ykkur. Taktu hugmyndum og
gjafmildi annarra opnum örmum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er allt í lagi að taka smá
áhættu, þegar aðstæður eru hagstæðar.
Berðu klæði á vopnin hjá vinum sem deila,
þú munt hljóta þakkir fyrir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú munt njóta góðs af ein-
hverju og skalt ekki gleyma sjálf/ur þeim
sem minna mega sín. Gefðu þér góðan
tíma til að sinna félagslífinu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Kjörinn dagur til að grípa niður í
heimspekileg eða trúarleg viðfangsefni.
Þér tekst að ljúka ætlunarverki á mettíma
og með frábærum árangri.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er alveg hægt að rökræða
við fólk án þess að allt fari í hund og kött.
Láttu það eftir þér að daðra svolítið og sjá
skemmtilegu hliðarnar á hlutunum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér hættir til að vera of ráðrík/ur
og þú þarft að gæta þess að gera ekki
meiri kröfur til annarra en þú gerir til þín.
Farðu vel með þig eftir flensuna.
Limruskáldið Helgi R. Einarssonspyr: „Atlot?“
Gróu á Geitaskarði
gramdist og biðilinn barði,
en maðurinn sá
það misskildi smá
og marblettinn stoltur á starði.
Og fullyrðir síðan: „Ó, happ!“:
Mikil synd er að sjá ’ann,
því Sigríður gaf honum á ’ann.
Það var nú samt happ
hve vel kappinn slapp,
hún vildi, jú, hausa og flá ’ann.
Sigrún Haraldsdóttir yrkir á
Boðnarmiði:
Ómar fyrir eyrum stef,
allt er nú með léttum brag,
gömlum sorgum gleymt ég hef,
geng til móts við nýjan dag.
Ólafur Stefánsson hitti gamla
bekkjarsystur sína á sólarströnd:
Veröldin naumast verður sem ný
virðist þar margt til baga
en enn þá fylgja þér ilmvatns ský
eins og í fyrri daga.
Davíð Hjálmar í Davíðshaga
skrifaði í Leirinn á miðvikudag að
loks hilli undir vorið. – „Hér uppi á
þriðju hæð er loftið þynnra og sól-
skinið sterkt.“:
Dýrðlegt er í Davíðshaga
daginn langan fram á kvöld.
Bráðum missir vetur völd.
Kyssir sólin koll og maga.
Kaupa þarf ég myrkvatjöld.
Ósk Þorkelsdóttir orti á leið yfir
Fljótsheiði:
Svona mýrarfen og flóa
er furðulegt að kalla „heiði“.
Eins og að ganga út í móa
og ætla að stunda silungsveiði.
Það er veðurhljóð í Ingólfi Ómari:
Kári gnauðar kyngir snjá
kuldinn bítur vanga.
Særinn rýkur, báran blá
brotnar þung við dranga.
Sigmundur Benediktsson yrkir á
Leir:
Týnist list í annaelg
óður flyst úr geði.
Enginn hristir orðabelg
eða vistar gleði.
Ólafur Stefánsson tekur í sama
streng:
Hreyfist naumast agnarögn,
andans flygsukarta.
Ríkir hérna þyngslaþögn,
– þegar aðrir skarta.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vorkoman og af
samskiptum kynjanna
„NÚNA ER ÞETTA HEILKENNI, EN EF
EKKERT ER GERT Í ÞVÍ GETUR ÞAÐ
FLJÓTLEGA ORÐIÐ AÐ RÖSKUN. ”
„GETTU HVAÐ KOM FYRIR ÞESSAR PYLSUR
Á LEIÐINNI HEIM AF MARKAÐINUM.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sýna henni að það
er enn töggur í þér.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞAÐ ER KJÚKLINGABRAGÐ
AF ÞESSUM KATTAMAT
HVER HEFÐI NÚ
TRÚAÐ ÞESSU?
HANN ER BÚINN TIL ÚR
EINS KONAR KJÚKLINGUM
FÉLAGAR, VIÐ ERUM AÐ FARA
AÐ BERJAST GEGN ÓVINI SEM
ALDREI HEFUR TAPAÐ ORRUSTU!
ÞAÐ JAFN-
GILDIR
SJÁLFS VÍGI!
ÞAÐ SPILLIR ÞVÍ AÐ FÁ
LÍFTRYGGINGUNA GREIDDA ÚT!
HVÍ? ER ÞAÐ
SLÆMT FYRIR
BARÁTTU-
ANDANN?
ALDREI
SEGJA ÞETTA
UPPHÁTT!
Að hlusta á fólkið tala um samfélagsitt, reifa sjónarmið, kalla eftir
úrbótum og svo framvegis var lær-
dómsríkt fyrir ungan strák. Það svo
vakti með mér áhuga á þjóðfélags-
málum.“ Svo mæltist Guðmundi
Gunnarssyni bæjarstjóra í Ísafjarð-
arbæ í viðtali við Morgunblaðið í síð-
ustu viku. Þar sagði hann frá upp-
vexti sínum í Bolungavík þar sem
fólk mætti til fundahalda á bensín-
stöðinni í þorpinu og skeggræddi
bæjarmálin, þjóðfélagið, aflabrögð
og veður og svo framvegis. Og Vík-
verji veit að svona skeggræður eru
alveg skínandi skemmtilegar. En
mörkin þurfa að vera skýr.
x x x
Í skeggræðum fólks um málefni líð-andi stundar er mikill munur á að
segja skoðun sína og svo því að hafa
eitthvað til málanna að leggja. Skoð-
anaglaða fólkið er margt í sama
flokki og vitringurinn sem hringdi í
Víkverja og segir frá hér að ofan. En
svo er líka til fólk sem les sér til um
mál, spyr spurninga og kemur síðan
með góð innlegg sem er leiðarhnoða
til framtíðar.
x x x
Fyrir nokkrum dögum hringdimaður á ritstjórn Morgunblaðs-
ins til þess að segja blaðamönnum
frá skoðunum sínum á landsmál-
unum, sem hann lagði til að yrðu
gerðar að umfjöllunarefni á síðum
blaðsins. Áherslu lagði hann á að
sagt yrði frá siðblindu og sálar-
meinum tiltekinna ráðherra, sem
klárlega þyrftu viðeigandi hjálp.
Þjóðarheill væri í húfi, framganga og
verk forystumanna þjóðmálanna
gæfu innsýn í sjúkt sálarlíf. Við þess-
um lestri var lítið hægt að segja
nema þakka fyrir hringinguna en
benda jafnframt á að fréttir í fjöl-
miðlum yrðu að byggjast á stað-
reyndum, rökum og þekkingu. Skoð-
anir Jóns og Gunnu úti í bæ –
kaffistofumas og kjaftagangur í heit-
um pottum sundlauganna – væru al-
mennt ekki fréttnæmar. Á þessu
virtist þó takmarkaður skilningur
hjá viðkomandi; sem er eins og allar
þær þúsundir bullukolla sem daglega
tjá sig á samfélagsmiðlum, vaða elg-
inn og segja sitthvað sem gleymist
fljótt. Sem betur fer. vikverji@mbl.is
Víkverji
Að óttast Drottin er upphaf spekinnar
og að þekkja Hinn heilaga er hygg-
indi.
(Orðskviðirnir 9.10)
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
alnabaer.is
Þrjár gerðir: þunnar, með sólarvörn og myrkvunar.
Henta mjög vel í skáglugga og þakglugga.
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum