Morgunblaðið - 08.04.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.04.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. APRÍL 2019 AF TILRAUNUM Ragnheiður Eiríksdóttir heidatrubador@gmail.com Ljómandi Músíktilraunir eru nú ný- afstaðnar en úrslit þeirra fóru fram í troðfullum Norðurljósum í Hörpu í fyrrakvöld. Það var einstaklega mikil fjölbreytni í Músíktilraunum þetta árið og kokteill kvöldsins samanstóð af þungarokki, skútu- rokki, indíi, þjóðlagatónlist, pönki, reggípoppi, amerísku rokki og dansvænni raftónlist, svo það var næsta víst að allir myndu finna eitt- hvað við sitt hæfi. Ég iðaði í skinninu þar sem ég sat og beið fyrstu sveitarinnar sem var Merkúr frá Vestmannaeyjum. Arnar Júlíusson, söngvari og gítar- leikari, átti hreinlega heima á svið- inu svo öruggur var hann. Lokalag þeirra, „To the last man“, reyndist enn og aftur þeirra traustasta lag og þar náðu þeir að gleyma sér og spila af gleði og öryggi. Við tók Konfekt, þrjár tvítugar stúlkur frá Seltjarnarnesi sem leika það sem stundum hefur verið kallað „skúturokk“ og vísar til létt- klæddra sveita um miðbik áttunda áratugarins að syngja eitthvað mjúkt og grúvandi og fagurlega raddað um borð í bátunum sínum. Fyrir utan bátana bauð Konfekt upp á allt þetta og framúrskarandi grípandi lög í ofanálag. Þarna er komin hljómsveit til að fylgjast með. Það var töluverð breidd í lög- um Parasol og bandið var töluvert betra en á undanúrslitakvöldi sínu. Söngvarinn Tómas Árni Héðinsson var mjög öruggur og hljómaði í fyrsta laginu eins og Lou Reed, gíf- urlega afslappaður með letilegar fraseringar sem fóru honum vel. Ásta, klassískt menntaður víóluleikari sem er nýbyrjuð að spila á gítar og syngja frumsamin lög, bætti frábæru lagi við þau tvö sem hljómuðu í undanúrslitum. Ljóst er að ef hún heldur áfram á þessum slóðum mun hún geta breytt heiminum. Henni tekst að minnsta kosti að stöðva tímann og hrífa alla, meira að segja mestu kúlista, með sér í sinn fagra heim. Síðust fyrir hlé var Eilíf sjálfs- fróun með sitt skondna ádeilupönk og uppskar hlátrasköll og almenna kátínu um allan sal og svo var þetta hálfnað og tími kominn á gott kaffi og smástund til að melta alla snilld- ina sem var að baki. Síðari hluti hófst með hinni geðþekku Karma Brigade, sextett sem raðar sínu reggípoppi fagur- lega í hljóðheiminn. Flammeus frá Akureyri voru næstir, fullir af einbeitingu. Það er helst að verið sé að reyna að koma aðeins of mörgum hugmyndum að í einu, og lög og kaflaskiptingar kæmust betur til skila væri öllu leyft að anda aðeins betur. Hinar 15 ára stöllur Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir og Aníta Núr Magnúsdóttir í gugusar buðu upp á skemmtilega dagskrá. Fyrsta lagið, með gott grúv og dansrútínu, er áreiðanlega eitt flottasta ósungna lag sem keppt hefur í Tilraununum. Nýjasta lagið var svo emópopp sem breyttist í mínimalíska teknótónlist. Allt var flutt af sjálfsöryggi og verður gaman að fylgjast með þess- ari sveit blómstra og springa út. Caravan Kids úr Garðabæ hljómuðu eins og þau væru að spila á amerískri sveitakrá við þjóðveg 66 í Bandaríkjunum. Söngkonan hefur svalan tón í röddinni og gott viðmót en það er helst að lagasmíð- ar mættu slípast ögn. Dread lightly lék fallega þjóð- lagatónlist sem lagðist að manni eins og hlýtt teppi í kuldakasti. Arnaldur kann að semja lög og koma fram og þetta atriði á bara eftir að þroskast og verða sterkara er fram líða stundir. Það má segja að lokahljóm- sveitin, Blóðmör úr Kópavogi, hafi átt salinn. Hún kom, sá, spilaði og sigraði. Það virtist allt ganga upp hjá þeim: Lögin grípandi, hljómur til fyrirmyndar, öskur reið, gít- arsóló æsandi og kaflaskiptingar glæsilegar. Það var því ljóst á loka- mínútunum að þarna væru sigur- vegarar Músíktilrauna 2019 komn- ir! Konfekt landaði öðru sætinu örugglega og hrífandi þjóðlaga- tónlist Ástu hreppti það þriðja. Karma Brigade var svo kosin hljómsveit fólksins. Í einstaklingsverðlaununum var Tumi Hrannar Pálmason í Flammeus kosinn bassaleikari Mús- iktilrauna. Haukur Þór Valdimars- son í Blóðmör vann gítarleikara- verðlaunin. Hljómborðsleikari Músiktilrauna var Guðjón Jónsson í Flammeus. Rafheili Músiktilrauna var Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir í gugusar. Konfekt landaði tvennum einstaklingsverðlaunum, því Anna Ingibjörg Þorgeirsdóttir fékk söngvaraverðlaunin og Eva Kol- brún Kolbeins var valin trommu- leikari Músiktilrauna. Að lokum fékk Ásta Kristín Pjetursdóttir verðlaun fyrir íslenska textagerð og er hún vel að þeim verðlaunum komin. Músíktilraunir eru og verða ávallt minn uppáhaldsmenning- arviðburður og það er með örlítið meira sólskin í hjarta sem ég val- hoppa nú inn í vorið, vitandi að æsku okkar er borgið. Sagan end- urtekur sig svo að ári því tónlist er fögur á sem enginn fær stöðvað. Það er mikil blessun að fá að baða sig í henni. Iðað í skinninu » Lögin grípandi,hljómur til fyrir- myndar, öskur reið, gít- arsóló æsandi og kafla- skiptingar glæsilegar. Það var því ljóst á loka- mínútunum að þarna væru sigurvegarar Músiktilrauna 2019 komnir! Ljósmynd/Brynjar Gunnarsson Furðu lostinn Hljómsveitin Blóðmör varð sigurvegari Músíktilrauna í ár og voru sumir furðu lostnari en aðrir. Gleði Ateria, sigurbandið frá í fyrra, veitti Konfekti verðlaun fyrir annað sæti Músíktilrauna árið 2019. Tæknirisinn Amazon hefur lýst því yfir að kvikmyndagerðarmaðurinn Woody Allen hafi spillt fyrir vel- gengni kvikmynda sem hann leik- stýrði með umdeildum ummælum sem hann lét falla í kjölfar #metoo byltingarinnar. Þess vegna hafi Amazon hætt við sýningar á fjórum myndum Allens í streymisþjónustu sinni, en á meðal þeirra er kvik- myndin A Rainy Day in New York. Yfirlýsingin er andsvar Amazon við skaðabótamáli sem Allen höfð- aði gegn Amazon í febrúar síðast- liðinn. Fer hann fram á að fá greiddar 68 milljónir Bandaríkja- dala vegna ákvörðunar Amazon um að hafa hætt við sýningar á A Rainy Day in New York í streymisþjón- ustu sinni. Ummælin, sem talsmenn Amazon eiga við, lét Allen falla í viðtali hjá BBC í október árið 2017. Þar sagði hann að mál Harvey Weinsteins, leikstjórans sem fjöldi kvenna hef- ur sakað um kynferðisofbeldi, væri mjög sorglegt fyrir alla sem ættu þátt í því. Að auki nefnir Amazon að Allen hafi varað við nornaveið- um í #MeToo byltingunni. Umdeild ummæli Allens hafi slæm áhrif AFP Umdeildur Amazon hætti við sýningar á myndum Woody Allens. FLJÓTANDI SMJÖRLÍKI Í ALLA MATARGERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.