Morgunblaðið - 09.04.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019
ENGINN AÐGANGSEYRIR. SKRÁNING Á VEFNUM WWW.SI.IS
RÁÐSTEFNA MATVÆLALANDSINS ÍSLANDS 2019
HVAÐ MÁ BJÓÐA
ÞÉR AÐ BORÐA?
SÉRSTAÐA OG SAMKEPPNISFORSKOT Í MATVÆLAFRAMLEIÐSLU
HILTON REYKJAVÍK NORDICA
2. HÆÐ, SALUR H & I
MIÐ. 10. APRÍL KL. 10.00-12.00
M
AT
VÆLALANDIÐ
ÍSLAND
FJÁRSJÓÐUR
FRAMTÍÐAR
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Á þriðja hundrað skákmanna frá
40 löndum komu saman í Hörpu í
gær á opnunarathöfn Reykjavíkur-
skákmótsins.
Forseti FIDE,
Arkady Dvorko-
vich, er heið-
ursgestur móts-
ins og hefur lýst
yfir áhuga á að
styrkja skák-
kennslu í skólum
hér á landi.
Á meðal kepp-
enda eru 32 stór-
meistarar, þar á
meðal ofurstórmeistarar og skák-
undrabörn frá Bandaríkjunum,
Indlandi og Íran. Þá hefur það
vakið athygli að Íraninn Alireza
Firouzja, sem er aðeins 16 ára, er
þriðji stigahæsti keppandi mótsins.
Mótið er tileinkað minningu Stef-
áns Kristjánssonar stórmeistara,
sem lést í fyrra, langt fyrir aldur
fram.
Gunnar Björnsson, forseti Skák-
sambands Íslands, segir að mótið
sé af svipuðum styrkleika og í
fyrra: „Það sem er áberandi í ár er
að margir ungir og efnilegir skák-
menn eru meðal keppenda,“ segir
Gunnar og á þá meðal annars við
yngsta stórmeistara heims, ind-
verska undrabarnið Dommaraju
Gukesh, sem er aðeins 12 ára, sjö
mánaða og 17 daga. Hinn 16 ára
Alirexa Firouzja er ekki síður efni-
legur en Íslandsvinurinn og stór-
meistarinn Ivan Sokolov hefur sagt
að hann sé framtíðarheimsmeist-
araefni.
FIDE vill styðja við skák-
kennslu í skólum Íslands
Arkady Dvorkovich, forseti
FIDE, hefur þegar fundað með
forsætisráðherra og mennta-
málaráðherra um mögulegan þátt
FIDE í skákkennslu í íslensku
menntakerfi. Að auki ræddi hann
við Lilju um möguleg hátíðarhöld á
Íslandi árið 2022, þegar hálf öld er
liðin frá einvígi aldarinnar milli
Spasskys og Fischers, sem fram
fór í Laugardalshöll árið 1972.
Á setningu Reykjavíkurskák-
mótsins lýsti Katrín Jakobsdóttir
ánægju yfir því að FIDE væri
tilbúið að styrkja skákkennslu í
skólum hérlendis og bætti við að
setning Reykjavíkurskákmótsins
markaði hátíðarstund á ári hverju.
„Margir minni skákmenn eru
ekki að koma hér í fyrsta skipti og
sérstaklega margir Þjóðverjar,“
segir Gunnar og bætir við að Hen-
rik Carlsen, faðir Magnusar Carl-
sens, heimsmeistara í skák, hafi
verið skráður á mótið en afskráð
sig tveimur dögum fyrir það.
„Hann var að vonast eftir að
geta verið með en Magnus er að
keppa í Azerbaídsjan um þessar
mundir,“ segir Gunnar og kveður
það skýringuna á fjarveru Henriks.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölmenni Harpa verður undirlögð á næstu dögum vegna Reykjavíkurskákmótsins.
Skákundrabörn setja svip
á Reykjavíkurskákmótið
Fyrsta umferð Reykjavíkurskákmótsins hófst í gær
FIDE lýsir yfir áhuga á að styðja skákkennslu á Íslandi
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Einstaklingur sem kom fyrir nokk-
urs konar njósnatæki í tölvu í Há-
skólanum á Akureyri á dögunum,
sem nemur það sem slegið er á lykla-
borð, komst óséður aftur út með
tækið eftir að það fannst.
Hólmar Svansson, framkvæmda-
stjóri háskólaskrifstofu HA, segir að
tækið hafi verið hreinsað eftir að það
fannst en því svo komið fyrir aftur í
von um að hægt væri að góma við-
komandi þegar hann kæmi að vitja
um tækið. Til þess að fylgja öllum
reglum um persónuvernd varð töf á
uppsetningu eftirlitsmyndavéla og í
millitíðinni náði viðkomandi í tækið
úr vélinni og komst óséður á braut.
„Fólk er svekkt að svona óheiðar-
leiki viðgangist hér, að verið sé að
reyna að stela lykilorðum fólks. Við
sáum að þarna inni voru upplýsingar
sem hefðu verið viðkvæmar, en náð-
um sem betur fer að eyða því öllu svo
viðkomandi hafði ekkert upp úr
krafsinu,“ segir Hólmar, en tækið
sendi ekki frá sér nein gögn heldur
þurfti að vitja um þau.
Um var að ræða kennaratölvu í
opinni kennslustofu í skólanum, svo
ekki er hægt að fullyrða að um nem-
anda eða starfsmann skólans hafi
verið um að ræða. Hins vegar virðist
viðkomandi hafa þekkt til á svæðinu
og möguleiki hafi verið á því að ná
inn á svæði kennara, jafnvel hafa
áhrif á einkunnir eða sjá próf á und-
an öðrum. Það hafi ekki tekist og
Hólmar segir að sennilega sé ekkert
hægt að gera nema vara fólk við að
skilja tölvur eftir á opnum svæðum.
Leiðinlegast sé að hafa ekki náð að
góma neinn.
Hægt að kaupa slík tæki á slikk
„Hér áður fyrr hefði sennilega
ekki verið hikað við að henda upp vél
og ná þannig mynd af viðkomandi,
en í dag þarf að gæta að því að gera
slíkt með réttum boðleiðum og að til-
gangurinn sé ljós, hvað verður um
gögnin og slíkt. Það er auðvitað gott
og gilt, en getur þýtt að stundum
taka hlutirnir lengri tíma.“
Hólmar segir að til þess að bregð-
ast við atvikum sem þessum verði að
öllum líkindum smíðað utan um tölv-
ur skólans svo ekki verði hægt að
stinga minnislyklum eða öðrum
tækjum í samband. Nú sé hins vegar
þetta tæki í umferð, sem hann segir
að auðvelt sé að kaupa fyrir slikk á
netinu. Þá sé það þekkt í dag að nota
svona tæki til að stela gögnum.
Misstu þrjótinn
út með búnaðinn
HA náði að hreinsa út viðkvæm gögn
Gjaldþrot WOW-air hafði áhrif á þátttakendafjölda Reykjavíkurskákmóts-
ins, að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands. Að
hans sögn þurftu 10 keppendur, sem höfðu pantað flug með WOW air, að
aflýsa ferð sinni til landsins og hætta við þátttöku á mótinu. Tilkynnt var
um gjaldþrot lágfargjaldaflugfélagsins í lok mars, þegar aðeins tíu dagar
voru fram að móti. Þetta setti strik í reikninginn hjá mörgum en Gunnar
segir að þátttakan í ár sé engu að síður jafngóð og á undanförnum árum.
Færri vegna gjaldþrots WOW
NOKKRIR ÞURFTU AÐ AFLÝSA ÞÁTTTÖKU
Maxim Baru,
sem gegnt hefur
starfi sviðsstjóra
félagssviðs hjá
Eflingu stétt-
arfélagi, hefur
látið af störfum
hjá félaginu.
Þetta staðfestir
Viðar Þor-
steinsson fram-
kvæmdastjóri Eflingar í samtali
við Morgunblaðið en kveðst ekki
geta tjáð sig nánar um starfslok
Baru. Samkvæmt heimasíðu Efl-
ingar hefur Valgerður Árnadóttir
tekið við starfi sviðsstjóra fé-
lagssviðs.
Í viðtali í fréttablaði Eflingar
fyrr á árinu kom fram að Max,
eins og hann er kallaður, sé eng-
inn nýgræðingur þegar kemur að
verkalýðsbaráttu. Hann hafi starf-
að fyrir stéttarfélög víða, síðast í
Kanada.
Sviðsstjóri
hættur hjá
Eflingu
Maxim Baru
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stærð hrygningarstofns makríls
hefur verið endurmetin og er hann
nú talinn 77% stærri en samkvæmt
niðurstöðum Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins í fyrrahaust. Stofninn er ekki
lengur metinn undir varúðarmörk-
um og því líklegt að ráðgjöf ICES um
veiðar þessa árs verði endurskoðuð á
næstunni, að sögn Guðmundar J.
Óskarssonar, fiskifræðings á Haf-
rannsóknastofnun, sem sæti á í
vinnuhópi ICES. Það gerist þó ekki
sjálfkrafa heldur þurfa strandríkin
að fara fram á það og hafa fulltrúar
þeirra rætt við ICES um þessa stöðu
og framhaldið, að sögn Guðmundar.
Hrygningarstofninn er nú metinn
vera 4,16 milljón tonn, en í haust var
hann metinn um 2,35 milljón tonn að
stærð. Þegar ráðgjöfin lá fyrir í
fyrrahaust komu fram talsverðar
efasemdir um niðurstöður stofn-
matsins. Í kjölfarið var ákveðið að
fara í saumana á líkaninu á vettvangi
ICES.
Guðmundur segir að við nákvæma
skoðun á stofnmatslíkani og gögnum
sem eru notuð í því hafi verið gerðar
úrbætur með þessu endurmati á
stærð hrygningarstofnsins. Hann
segir að mat á stofnstærð makríls sé
viðkvæmt þar sem tímaseríur sem
það byggist á séu tiltölulega stuttar.
Umfram ráðgjöf í mörg ár
ICES lagði til síðasta haust að
heildaraflinn 2019 færi ekki yfir 318
þúsund tonn. Ráðgjöf ICES fyrir síð-
asta ár var hins vegar 551 þúsund
tonn og var því um að ræða rúmlega
40% samdrátt í tillögum ráðsins um
afla. Makrílafli hefur hins vegar í
mörg ár verið umfram ráðgjöf, en
ekki er samkomulag um stjórnun
makrílveiða í NA-Atlantshafi.
Makrílstofninn 77% stærri
Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur endurmetið stærð hrygningarstofnsins
Er ekki lengur undir varúðarmörkum Ný veiðiráðgjöf fyrir þetta ár líkleg
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Veiðar Makrílvertíð byrjar líklega í júlí, en kvóti hefur ekki verið ákveðinn.
Gunnar
Björnsson